Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

 

 

Staðsetning: Silfurberg A

 

Silfurberg A

Fundarstjóri
Ólafur Örn Nielsen, Kolibri

  Gögn
(Data)
13:00-13:30 Societal Impact of High Performance Computing in Science & Engineering
Ing. Morris Riedel, HÍ
This talk informs the public about HPC and why it is exciting for students to become a data scientist and simulation sciences engineer with a strong interest to work on the intersection of computer science and engineering with topics such as statistical data mining, physics,  numerical laws, and parallel computing. The rewarding work in the field of HPC can lead to societal impact since almost all of the nature challenges that society faces, whether it is ‘preserving our environment‘, ‘improving our healthcare‘, or ‘rebuilding our economy‘, are underpinned in some way or another by High Performance Computing.
13:35-14:05 Staða gagnamála hjá íslenskum fyrirtækjum
Sigurður Jónsson, Staki
Farið yfir könnun sem gerð var á haustdögum á stöðu gagnamála hjá íslenskum fyrirtækjum og niðurstöður hennar.  Ekki er um hávísindalega nálgun að ræða, heldur frekar þokkalega stikkprufu.  Alls bárust 93 svör, þannig að nokkuð vel heppnaðist til.   Í fyrirlestrinum verður farið yfir spurningarnar sem lagðar voru fyrir, svör þeirra og síðan helstu niðurstöður.
14:10-14:40 Gagnavinnsla í erfðarannsóknum
Gísli Másson, Íslensk erfðagreining
Á síðustu árum hafa orðið miklar tækniframfarir í mælitækni í erfðavísindum. Af þeim sökum hefur það gagnamagn sem vísindamenn geta unnið úr vaxið gríðarlega. Þetta mikla gagnamagn hefur kallað á ýmsar áskoranir í upplýsingatækni. Í fyrirlestrinum verður rakið hverjar áskoranirnar eru og hvernig hefur verið tekist á við þær hjá Íslenskri Erfðagreiningu.

FBicon  @UTmessan                        TWicon  #UTmessan                      IGicon  #UTmessan @UTmessan           YTicon  UTmessan  

Hvað er UTmessan?

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.  

UTmessan skiptist í tvo daga:

Föstudagur: Ráðstefna og sýning um það helsta sem er að gerast í tölvugeiranum. 

Laugardagur: Þar sýna öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins það sem þau hafa fram að færa á sérstakri tölvusýningu.

 

Fyrir hverja?

Föstudagur: Ráðstefnudagur og sýning ætluð fagfólki um upplýsingatækni svo sem þá sem starfa í eða við tölvumál eða hafa brennandi áhuga á þeim. 

Skrá þarf þátttöku á ráðstefnuna sérstaklega í gegnum þar til gert skráningarform og er þátttökugjaldi stillt í hóf.

Laugardagur: Sýningin er ætluð öllum sem vilja sjá hvað tölvugeirinn hefur upp á að bjóða. Ný tækni, þrautir, kynningar og leikir verða í gangi á sýningarsvæðinu sem hentar öllum aldri. Ýmis verkefni verða kynnt í ráðstefnusölum og hefur hönnunarkeppni HÍ verið hluti af UTmessunni síðustu ár. Skemmtun við allra hæfi fyrir alla.

Aðgangur að sýningardegi UTmessunnar er ókeypis og eru ungir sem aldnir hvattir til að mæta og sjá framtíðina með berum augum.  

Af hverju UTmessan?

UTmessan hefur fest sig í sessi sem einn helsti vettvangur fyrirlestra, umræðna, skoðanaskipta og nýjunga í tölvugeiranum á Íslandi og endurspeglar mikilvægi tölvutækninnar í daglegu lífi okkar allra. Þar er jafnframt að finna umfangsmikið og fjölbreytt sýningarsvæði þar sem öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins sýna framtíðina í tækjum og vörum sem ætíð vekja mikla athygli og er fjölsótt. Á síðustu árum hefur UTmessan í auknum mæli orðið sá staður þar sem íslenskir og erlendir sérfræðingar kynna það helsta í þessum geira og endurspeglar hún þann fjölbreytileika, framþróun og möguleika sem upplýsingatæknin býr yfir.

Nemendum í þessum greinum hefur fjölgað umtalsvert hér á landi á síðustu árum enda hefur UTmessan, sem einn fjölsóttasti atburður sinnar tegundar hér á landi, sýnt fram á hversu fjölbreytt starfssviðið er, atvinnumöguleikar góðir og að það hentar öllum, óháð kyni.