InfoGraphic

Staðsetning: Silfurberg B

 

Silfurberg B

Fundarstjóri:
Gunnar Zoega, Nýherji

  Rekstur
(Operations)
13:00-13:30 Sjálfvirkni netkerfa
Guðmundur Arnar Sigmundsson, Nýherji
 Farið verður yfir hugmyndafræðina á bakvið Software Defined Networkng (SDN). Hvaða ávinning það skilar þeim sem eru í netrekstri. Helstu kosti og galla. Hverjar eru helstu hindranir fyrir almenna innleiðingu á markaðnum. Leitast verður við að sýna frá DEMO umhverfi þar sem hægt verður að sjá þetta í virkni.
13:35-14:05 Turning the table on „Advanced Persistent Threats“
Charlie Eriksen, Syndis
 This talk goes over the process for our threat analysis, what can be learned about vendors, their obsession with calling everything an APT, and what your normal adversary actually looks like.
14:10-14:40 How can Small and Midsize Business gain the most from Cloud based solutions
Edward Moore, Microsoft
Cloud solutions have enabled small and midsize businesses to increase productivity and use solutions that used to be only available to larger company‘s.  Those solutions are helping businesses every day to do more and achieve more in a mobile first world.  Cloud has enabled smaller businesses to use large scale solutions in a OPEX model that can scale up or down, all depending on the business needs.

FBicon  @UTmessan                        TWicon  #UTmessan                      IGicon  #UTmessan @UTmessan           YTicon  UTmessan  

Hvað er UTmessan?

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.  

UTmessan skiptist í tvo daga:

Föstudagur: Ráðstefna og sýning um það helsta sem er að gerast í tölvugeiranum. 

Laugardagur: Þar sýna öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins það sem þau hafa fram að færa á sérstakri tölvusýningu.

 

Fyrir hverja?

Föstudagur: Ráðstefnudagur og sýning ætluð fagfólki um upplýsingatækni svo sem þá sem starfa í eða við tölvumál eða hafa brennandi áhuga á þeim. 

Skrá þarf þátttöku á ráðstefnuna sérstaklega í gegnum þar til gert skráningarform og er þátttökugjaldi stillt í hóf.

Laugardagur: Sýningin er ætluð öllum sem vilja sjá hvað tölvugeirinn hefur upp á að bjóða. Einnig verða stuttar kynningar á ýmsum hliðum upplýsingatækninnar í gangi í ráðstefnusölum og kostar ekkert inn á þá. 

Aðgangur að sýningardegi UTmessunnar er ókeypis og eru ungir sem aldnir hvattir til að mæta og sjá framtíðina með berum augum.  

Af hverju UTmessan?

Mikill skortur er á tölvumenntuðu fólki hér á landi sem annars staðar í heiminum. 

Átak er í gangi í fjölmörgum ríkjum Evrópu þar sem fólk er hvatt til að mennta sig í tölvunarfræðum og er UTmessan stærsti liðurinn í því átaki á Íslandi. Frá því að UTmessan var haldin í fyrsta sinn hefur ásókn í tölvunarfræði og tengdum greinum aukist verulega. Ásamt því hefur vitundarvakning átt sér stað meðal almennings á tölvugeiranum og mikilvægi hans í daglegu lífi.

Á UTmessunni sést fjölbreytileiki upplýsingatækninnar og sést þar að allir eiga möguleika á að starfa í tölvugeiranum enda starfssviðið fjölbreytt og hentar öllum, óháð kyni.