InfoGraphic

STAÐSETNING: NORÐURLJÓS

 

Norðurljós

Fundarstjóri
Almar Guðmundsson, Samtök iðnaðarins

  Stjórnun
(Management)


09:00-09:30 Er UT nauðsynleg afleiðing, eða forsenda nýrra tækifæra og vaxtar til framtíðar?
Anna Björk Bjarnadóttir, Expectus
Skýr UT-stefna sem styður markvisst við framtíðarsýn fyrirtækisins, skapar strategískan partner sem leiðir nýsköpun og vöxt.
09:35-10:05 Ábyrgð þjónustuveitenda á internetinu á ærumeiðandi efni
Ragnar Tómas Árnason, Logos
 Reynt getur á ábyrgð þjónustuveitenda á internetinu á ærumeiðandi efni í margs konar samhengi. Sívaxandi notkun samskiptamiðla og vöxtur í hýsingarþjónustu á Íslandi auka sífellt mikilvægi þessa efnis. Í fyrirlestrinum yrði sjónum einkum beint að ábyrgð hýsingaraðila. Tilskipun ESB um rafræn viðskipti býr til ramma fyrir EES ríki til að fara eftir í þessum efnum. Einstök ríki hafa farið ólíkar leiðir annars vegar innbyrðis og hins vegar innan einstakra landa eftir því hvort um er að ræða ærumeiðingar eða t.a.m. brot á höfundarétti.
10:05-10:35 Messukaffi - sýningarsvæði opnað formlega
(Coffee - Expo area)
Ný bökuð pain de chocolate, sætt crossant og heilsu klatti með trönuberjum
10:35-11:05

Value in digital signatures. Cross border signing and authentications
Tiit Anmann, SignWise

With the global growth of digital societies, electronic authentication and signatures are playing an ever-increasing role in supporting our everyday transactions. Signwise is one of the World's leading technology companies providing enterprise-grade cross border signing and authentication solutions. The session gives an overview of digital signing and authentication trends as well as integration examples.

11:10-11:40 Er upplýsingaöryggi gríðarlega vanmetið viðskiptatækifæri?
Hörður E. Ólafsson, Syndis
Fyrirlesturinn mun fókusa á þessa hlið upplýsingaöryggis og sýna dæmi hvernig hægt er að nýta öryggismálin til virðisaukningar og takmörkunar áhættu í rekstri, innleiðingu þess í ferla og hvernig hægt er að nýta tæknilegt upplýsingaöryggi fyrir markaðsleg tækifæri.
11:45-12:15 Crafting an Effective Security Organization
Rich Smith, Etsy
Understanding people, and not just technology, is critical in building a successful Security team. Much has been spoken about Etsy's engineering culture, and how continuous deployment and 'devops' have been embraced and developed, but how does security operate in such an environment? This presentation will discuss the progressive approaches taken by the Etsy security team to provide security while not destroying the freedoms of the Etsy engineering culture that are loved so much.

 

 

FBicon  @UTmessan                        TWicon  #UTmessan                      IGicon  #UTmessan @UTmessan           YTicon  UTmessan  

Hvað er UTmessan?

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.  

UTmessan skiptist í tvo daga:

Föstudagur: Ráðstefna og sýning um það helsta sem er að gerast í tölvugeiranum. 

Laugardagur: Þar sýna öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins það sem þau hafa fram að færa á sérstakri tölvusýningu.

 

Fyrir hverja?

Föstudagur: Ráðstefnudagur og sýning ætluð fagfólki um upplýsingatækni svo sem þá sem starfa í eða við tölvumál eða hafa brennandi áhuga á þeim. 

Skrá þarf þátttöku á ráðstefnuna sérstaklega í gegnum þar til gert skráningarform og er þátttökugjaldi stillt í hóf.

Laugardagur: Sýningin er ætluð öllum sem vilja sjá hvað tölvugeirinn hefur upp á að bjóða. Einnig verða stuttar kynningar á ýmsum hliðum upplýsingatækninnar í gangi í ráðstefnusölum og kostar ekkert inn á þá. 

Aðgangur að sýningardegi UTmessunnar er ókeypis og eru ungir sem aldnir hvattir til að mæta og sjá framtíðina með berum augum.  

Af hverju UTmessan?

Mikill skortur er á tölvumenntuðu fólki hér á landi sem annars staðar í heiminum. 

Átak er í gangi í fjölmörgum ríkjum Evrópu þar sem fólk er hvatt til að mennta sig í tölvunarfræðum og er UTmessan stærsti liðurinn í því átaki á Íslandi. Frá því að UTmessan var haldin í fyrsta sinn hefur ásókn í tölvunarfræði og tengdum greinum aukist verulega. Ásamt því hefur vitundarvakning átt sér stað meðal almennings á tölvugeiranum og mikilvægi hans í daglegu lífi.

Á UTmessunni sést fjölbreytileiki upplýsingatækninnar og sést þar að allir eiga möguleika á að starfa í tölvugeiranum enda starfssviðið fjölbreytt og hentar öllum, óháð kyni.