InfoGraphic

Staðsetning: Silfurberg B

 

Silfurberg B

Fundarstjóri
Þorsteinn Gunnarsson, 
Opin kerfi

  Fjarskipti    
(Telecommunication)
09:00-09:30 Interactive network and the future
Kristján Ólafur Eðvarðsson,  Sensa
Kristjan will cover things that can be implemented in today’s traditional corporate networks. All things mentioned in his lecture make business sense, are cool and will return the investment in long or short term. Some might look complicated and expensive to implement but in fact most companies have the tools already today. With the right business case, they can  get more productive.
09:35-10:05

Overcoming wireless interference
Magnús M. Halldórsson, HR
 Annars vegar lýsa því sem er nýjast í rannsóknum á netkerfum. Hins vegar að kynna rannsóknir við HR með þráðlaus ad-hoc net: tilraunir bæði á föstu og færanlegu testbed, og með robotum; svo og þróun reiknirita og greining þeirra. Tengslum við það, framtíðarpælingar um tegundir og uppbyggingu neta, svo sem fyrir IoT.

 

 

Silfurberg B

Fundarstjóri
Þorsteinn Gunnarsson,
Opin kerfi

  Fjarskipti   
(Telecommunication)
10:35-11:05 5. kynslóð farsímakerfa – Framtíð internets tækjanna
Sæmundur E. Þorsteinsson, HÍ
Árið 2016 er 5. kynslóð farsímakerfa (5G) enn á hugmyndastigi. Þó er ljóst að með 5. kynslóðinni koma fram tæknilausnir sem ekki hefur verið hægt að bjóða með núverandi fjarskiptatækni.  Dæmi um slíkar lausnir eru sjálfkeyrandi bílar þar sem tölvur sjá um aksturinn og eru tengdar saman með hraðvirku öruggu fjarskiptasambandi með afar lítilli töf (e. latency).  Með slíku fjarskiptasambandi verður unnt að sjálfvirknivæða ýmis önnur svið. Þeim hugmyndum verða gerð skil í fyrirlestrinum. Fyrirlesturinn mun bæði fjalla um þá tækni sem beitt verður í 5G og einnig gefin sýn á viðskipta- og þjóðfélagslegar forsendur og afleiðingar 5G.
11:10-11:40 Hvernig mæta fjarskiptafyrirtæki framtíðarþörfum viðskiptavina sinna – 10 ára sýnin
Þorvarður Sveinsson,  Vodafone
 Heimurinn er staddur í miðri gagnabyltingu þar sem tækninýjungar í fjarskipta- og upplýsingatækni eru að umbylta hvernig við lifum og störfum.  Við slíkar aðstæður, hver eru helstu tækifæri fjarskiptafélaga og hvaða áhrif munu tækninýjungar hafa áhrif á val viðskiptavina á milli fjarskiptafyrirtækja.
11:45-12:15 Hvernig verður Ísland snjallara?
Erling Freyr Guðmundsson og Jón Ingi Ingimundarson Gagnaveita Reykjavíkur
Snjallvæðingin er þegar hafinn og nú mun hún fara að ná inn á heimilin. Ljósleiðarinn spilar stórt hlutverk í snjallvæðingunni og er stefna hans sú að styðja við hana. Ljósaperur, vatnsmælar, öryggismyndavélar, hurðalásar og ýmis tækin innan heimilis eru nú að tengjast netinu og bjóða upp á nýja möguleika og sniðugar leiðir. Í fyrirlestrinum verður farið yfir feril Ljósleiðarans og útskýra hlutverk hans á nútímaheimilum og fyrirtækjum

FBicon  @UTmessan                        TWicon  #UTmessan                      IGicon  #UTmessan @UTmessan           YTicon  UTmessan  

Hvað er UTmessan?

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.  

UTmessan skiptist í tvo daga:

Föstudagur: Ráðstefna og sýning um það helsta sem er að gerast í tölvugeiranum. 

Laugardagur: Þar sýna öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins það sem þau hafa fram að færa á sérstakri tölvusýningu.

 

Fyrir hverja?

Föstudagur: Ráðstefnudagur og sýning ætluð fagfólki um upplýsingatækni svo sem þá sem starfa í eða við tölvumál eða hafa brennandi áhuga á þeim. 

Skrá þarf þátttöku á ráðstefnuna sérstaklega í gegnum þar til gert skráningarform og er þátttökugjaldi stillt í hóf.

Laugardagur: Sýningin er ætluð öllum sem vilja sjá hvað tölvugeirinn hefur upp á að bjóða. Einnig verða stuttar kynningar á ýmsum hliðum upplýsingatækninnar í gangi í ráðstefnusölum og kostar ekkert inn á þá. 

Aðgangur að sýningardegi UTmessunnar er ókeypis og eru ungir sem aldnir hvattir til að mæta og sjá framtíðina með berum augum.  

Af hverju UTmessan?

Mikill skortur er á tölvumenntuðu fólki hér á landi sem annars staðar í heiminum. 

Átak er í gangi í fjölmörgum ríkjum Evrópu þar sem fólk er hvatt til að mennta sig í tölvunarfræðum og er UTmessan stærsti liðurinn í því átaki á Íslandi. Frá því að UTmessan var haldin í fyrsta sinn hefur ásókn í tölvunarfræði og tengdum greinum aukist verulega. Ásamt því hefur vitundarvakning átt sér stað meðal almennings á tölvugeiranum og mikilvægi hans í daglegu lífi.

Á UTmessunni sést fjölbreytileiki upplýsingatækninnar og sést þar að allir eiga möguleika á að starfa í tölvugeiranum enda starfssviðið fjölbreytt og hentar öllum, óháð kyni.