InfoGraphic

Staðsetning: Kaldalón

 

Kaldalón

Fundarstjóri
Ægir Már Þórisson, Advania

  Hugbúnaðargerð
(Software Development)
09:00-09:30 Leiðin að formlegu og öruggu hugbúnaðarþróunarferli
Svavar Ingi Hermannsson, Íslandsbanki
Það er aukin krafa um öruggan hugbúnað sem skilar sér í aukinni kröfu um öruggi í hugbúnaðarþróun. Á hverju ári kosta öryggisveikleikar fyrirtæki mikinn pening. Þegar hugbúnaðarþróunarferlið er óformlegt og án skjalaðra ferla þá vill það oft leiða til óþarflegra mikils niðri tíma í rekstrarumhverfinu. Slík umhverfi leiða einnig til óþarflegra margra öryggisveikleika sem enda með því að kosta bæði hugbúnaðarþróunar fyrirtækin og viðskiptavini þeirra peninga.
09:35-10:05 Er „context driven testing“ málið?
Guðrún Jóna Jónsdóttir, RB
Farið verður yfir Context driven testing og hvernig er sú aðferð ólík öðrum prófunaraðferðum? Fyrir hvernig verkefni og prófara hentar CDT? Hvernig lærum við að greina Context í verkefnum sem við erum að vinna í og hvað gerum við ef Context‘ið er alltaf að breytast.
  Messukaffi - sýningarsvæði opnað formlega
(Coffee - Expo area)
Ný bökuð pain de chocolate, sætt crossant og heilsu klatti með trönuberjum
10:35-11:05 Continuous deployment for mobile at QuizUp – Android
Berglind Ósk Bergsdóttir, Plain Vanilla Games
Releasing in the mobile world has to occur with incredible speed without compromising great quality. Developing for Android offers some great ways to utilize Beta groups in the Play Store which facilitates fast releases to the public. This talk will explain how we've made that process very smooth and effective using Jenkins. The talk will also address some issues associated with greater build times and the importance of unit testing.
11:10-11:40 Allt sem þú vildir vita um Windows 10 appþróun en þorðir ekki að spyrja
Björn Ingi Björnsson, Spektra
Hvað þarf að hafa til að þróa smáforrit/apps fyrir Windows 10. Sami binary á Borðtölvum, spjaldtölvum, fartölvum, símum, Xbox,Hololense og IOT Devices!..... Farið í einfallt kóðadæmi til koma fólki af stað.
11:45-12:15 Is react native for real?
Geir Jónsson, Teymi
The session gives a quick example of the react-native, the concept and the code.  How does react-native compare to actual native development, or does it?   Geir will talk briefly about his experience with mobile development from a management standpoint and explain in that context, the appeal of react-native. The rest of the time will be spent on a simple react-native code example.

 

Farið verður yfir Context driven testing og hvernig er sú aðferð ólík öðrum prófunaraðferðum? Fyrir hvernig verkefni og prófara hentar CDT?

Hvernig lærum við að greina Context í verkefnum sem við erum að vinna í og hvað gerum við ef Context‘ið er alltaf að breytast

FBicon  @UTmessan                        TWicon  #UTmessan                      IGicon  #UTmessan @UTmessan           YTicon  UTmessan  

Hvað er UTmessan?

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.  

UTmessan skiptist í tvo daga:

Föstudagur: Ráðstefna og sýning um það helsta sem er að gerast í tölvugeiranum. 

Laugardagur: Þar sýna öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins það sem þau hafa fram að færa á sérstakri tölvusýningu.

 

Fyrir hverja?

Föstudagur: Ráðstefnudagur og sýning ætluð fagfólki um upplýsingatækni svo sem þá sem starfa í eða við tölvumál eða hafa brennandi áhuga á þeim. 

Skrá þarf þátttöku á ráðstefnuna sérstaklega í gegnum þar til gert skráningarform og er þátttökugjaldi stillt í hóf.

Laugardagur: Sýningin er ætluð öllum sem vilja sjá hvað tölvugeirinn hefur upp á að bjóða. Einnig verða stuttar kynningar á ýmsum hliðum upplýsingatækninnar í gangi í ráðstefnusölum og kostar ekkert inn á þá. 

Aðgangur að sýningardegi UTmessunnar er ókeypis og eru ungir sem aldnir hvattir til að mæta og sjá framtíðina með berum augum.  

Af hverju UTmessan?

Mikill skortur er á tölvumenntuðu fólki hér á landi sem annars staðar í heiminum. 

Átak er í gangi í fjölmörgum ríkjum Evrópu þar sem fólk er hvatt til að mennta sig í tölvunarfræðum og er UTmessan stærsti liðurinn í því átaki á Íslandi. Frá því að UTmessan var haldin í fyrsta sinn hefur ásókn í tölvunarfræði og tengdum greinum aukist verulega. Ásamt því hefur vitundarvakning átt sér stað meðal almennings á tölvugeiranum og mikilvægi hans í daglegu lífi.

Á UTmessunni sést fjölbreytileiki upplýsingatækninnar og sést þar að allir eiga möguleika á að starfa í tölvugeiranum enda starfssviðið fjölbreytt og hentar öllum, óháð kyni.