Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

 

 

Staðsetning: Ríma

 

Ríma

Fundarstjóri
Kristinn Andersen,
Háskóli Íslands

  Nýsköpun
(Innovation)
Standandi salur án sæta
09:00-09:30

Væntingar og veruleiki – þróunarsamstarf sprota og stærri fyrirtækja
Már Másson, Íslandsbanki
Samstarf stærri fyrirtækja og sprotafyrirtækja um þróun tæknilausna getur skapað mikið virði fyrir báða aðila. Slíkt samstarf getur opnað dyr bæði hér á landi og erlendis fyrir sprotafyrirtækin og gert stærri fyrirtækjum kleift að bjóða viðskiptavinum sínum snjallari lausnir á skemmri tíma en ella.

Í erindinu mun Már fjalla um væntingar og veruleika í samstarfi sprota og stærri fyrirtækja, segja frá reynslu Íslandsbanka á þessu sviði og hvaða lærdóm megi draga að slíku samstarfi.

09:35-10:05 Að gera lesturinn skemmtilegri
Kjartan Þórisson, Study Cake
Lestur er undirstaða alls frekara náms en krakkar eru því miður að lesa minna og minna. Hvernig getum við leyst þetta vandamál og hvernig hjálpar tæknin okkur á þeirri leið?
10:05-10:35 Messukaffi - sýningarsvæði opnað formlega
(Coffee - Expo area)
Ný bökuð pain de chocolate, sætt crossant og heilsu klatti með trönuberjum
10:35-11:05

Hverju breytir það að geta staðsett notanda innanhúss?
Leifur Björn Björnsson, Locatify
Í fyrirlestrinum verðu sagt frá af því að þróa kerfi fyrir öpp sem nýta ibeacon tæknina og því helsta sem er að gerast á þessu sviði í söfnum, verslunum og galleríum.

11:10-11:40 Tæki verður til
Garðar Hauksson, NoxMedical
Árið 2015 réðst Nox Medical í hönnun á svefngreiningartæki sem mun fara í sölu á þessu ári. Í fyrirlestrinum spjalla ég um réttar og rangar ákvarðanir sem við tókum við þróun á tækinu og kynni hvernig hægt er að nota System-On-Module högun og Embedded Linux til að hanna öflugar og sérsniðnar græjur.
11:45-12:15

Architecture of a real-time screen sharing system
Jói Sigurðsson, CrankWheel
This presentation will give a high-level overview of how CrankWheel's real-time screen sharing system has been built on the Google Chrome platform and the web platform in general, with an Erlang-based back-end.

FBicon  @UTmessan                        TWicon  #UTmessan                      IGicon  #UTmessan @UTmessan           YTicon  UTmessan  

Hvað er UTmessan?

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.  

UTmessan skiptist í tvo daga:

Föstudagur: Ráðstefna og sýning um það helsta sem er að gerast í tölvugeiranum. 

Laugardagur: Þar sýna öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins það sem þau hafa fram að færa á sérstakri tölvusýningu.

 

Fyrir hverja?

Föstudagur: Ráðstefnudagur og sýning ætluð fagfólki um upplýsingatækni svo sem þá sem starfa í eða við tölvumál eða hafa brennandi áhuga á þeim. 

Skrá þarf þátttöku á ráðstefnuna sérstaklega í gegnum þar til gert skráningarform og er þátttökugjaldi stillt í hóf.

Laugardagur: Sýningin er ætluð öllum sem vilja sjá hvað tölvugeirinn hefur upp á að bjóða. Ný tækni, þrautir, kynningar og leikir verða í gangi á sýningarsvæðinu sem hentar öllum aldri. Ýmis verkefni verða kynnt í ráðstefnusölum og hefur hönnunarkeppni HÍ verið hluti af UTmessunni síðustu ár. Skemmtun við allra hæfi fyrir alla.

Aðgangur að sýningardegi UTmessunnar er ókeypis og eru ungir sem aldnir hvattir til að mæta og sjá framtíðina með berum augum.  

Af hverju UTmessan?

UTmessan hefur fest sig í sessi sem einn helsti vettvangur fyrirlestra, umræðna, skoðanaskipta og nýjunga í tölvugeiranum á Íslandi og endurspeglar mikilvægi tölvutækninnar í daglegu lífi okkar allra. Þar er jafnframt að finna umfangsmikið og fjölbreytt sýningarsvæði þar sem öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins sýna framtíðina í tækjum og vörum sem ætíð vekja mikla athygli og er fjölsótt. Á síðustu árum hefur UTmessan í auknum mæli orðið sá staður þar sem íslenskir og erlendir sérfræðingar kynna það helsta í þessum geira og endurspeglar hún þann fjölbreytileika, framþróun og möguleika sem upplýsingatæknin býr yfir.

Nemendum í þessum greinum hefur fjölgað umtalsvert hér á landi á síðustu árum enda hefur UTmessan, sem einn fjölsóttasti atburður sinnar tegundar hér á landi, sýnt fram á hversu fjölbreytt starfssviðið er, atvinnumöguleikar góðir og að það hentar öllum, óháð kyni.