InfoGraphic

Hér er hægt að nálgast ráðstefnudagskránna á 3 vegu - veldu það sem hentar þér best
(you can view the conference agenda in three different ways below - choose what suits best)

Viltu skoða heildardagskrá ráðstefnu Á PDF-FORMI
(here is the conference agenda as PDF)

eða Veljið tímasetningu til að sjá hvað er í gangi á hverjum tíma 
(or Click on timeslot to see what is running each time)

eða smella Á MYND HÉR FYRIR NEÐAN TIL AÐ SJÁ ALLA FYRIRLESTRA Á HVERRI ÞEMALÍNU FYRIR SIG
(or choosse theme line to see the agenda pr. theme)

FYRIR HÁDEGI :
(Before lunch)

setning icon UT 2016      stjornun icon UT 2016      oryggi icon UT 2016     fjarskipti icon UT 2016      hugbunadargerd icon UT 2016      nyskopun icon UT 2016    

EFTIR HÁDEGI:
(after lunch)

framtid icon UT 2016     gogn icon UT 2016     rekstur icon UT 2016     verkefnastjorn icon UT 2016     fiskaburid icon UT 2016      adalraedur icon UT 2016     lokaatridi icon UT 2016

FBicon  @UTmessan                        TWicon  #UTmessan                      IGicon  #UTmessan @UTmessan           YTicon  UTmessan  

Hvað er UTmessan?

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.  

UTmessan skiptist í tvo daga:

Föstudagur: Ráðstefna og sýning um það helsta sem er að gerast í tölvugeiranum. 

Laugardagur: Þar sýna öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins það sem þau hafa fram að færa á sérstakri tölvusýningu.

 

Fyrir hverja?

Föstudagur: Ráðstefnudagur og sýning ætluð fagfólki um upplýsingatækni svo sem þá sem starfa í eða við tölvumál eða hafa brennandi áhuga á þeim. 

Skrá þarf þátttöku á ráðstefnuna sérstaklega í gegnum þar til gert skráningarform og er þátttökugjaldi stillt í hóf.

Laugardagur: Sýningin er ætluð öllum sem vilja sjá hvað tölvugeirinn hefur upp á að bjóða. Einnig verða stuttar kynningar á ýmsum hliðum upplýsingatækninnar í gangi í ráðstefnusölum og kostar ekkert inn á þá. 

Aðgangur að sýningardegi UTmessunnar er ókeypis og eru ungir sem aldnir hvattir til að mæta og sjá framtíðina með berum augum.  

Af hverju UTmessan?

Mikill skortur er á tölvumenntuðu fólki hér á landi sem annars staðar í heiminum. 

Átak er í gangi í fjölmörgum ríkjum Evrópu þar sem fólk er hvatt til að mennta sig í tölvunarfræðum og er UTmessan stærsti liðurinn í því átaki á Íslandi. Frá því að UTmessan var haldin í fyrsta sinn hefur ásókn í tölvunarfræði og tengdum greinum aukist verulega. Ásamt því hefur vitundarvakning átt sér stað meðal almennings á tölvugeiranum og mikilvægi hans í daglegu lífi.

Á UTmessunni sést fjölbreytileiki upplýsingatækninnar og sést þar að allir eiga möguleika á að starfa í tölvugeiranum enda starfssviðið fjölbreytt og hentar öllum, óháð kyni.