Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

 

 

Á UTmessunni verður sérstök APP keppni sem ber heitið APPmessa og er á vegum Microsoft Ísland. 

Allir sem vilja geta tekið þátt í keppninni en lokadagur til að skila inn hugmyndum er fimmtudagurinn 31. janúar 2013.

Búið er að opna fyrir tilnefningar í gegnum Facebook síðu Microsoft Ísland

Keppt verður í tveimur flokkum: 

A) Besta íslenska appið

Um að ræða app sem þegar eru til á markaði og aðgengileg notendum á netinu.
Tekið verður tillit til eftirtalinna þátta
- Frumleiki og sköpunargáfa
- Útlit og auðveld notkun
- Nýtanleiki og ávinningur af notkun
- Samhæfni við önnur tæki, miðla, vef

B) Besta hugmynd að nýju appi

Um er að ræða hugmynd að appi sem ekki er fáanlegt í dag (svo vitað sé)
Tekið verður tillit til eftirtalinna þátta
- Frumleiki og sköpunargáfa
- Nýtanleiki og ávinningur af notkun
- Framkvæmanleiki (hægt að gera hugmyndina að veruleika)
- Stærð markhóps/markaðar sem appið gæti náð til

Veitt verða þrenn verðlaun

A) Besta íslenska appið

B) Besta hugmyndin að appi

C) Hvatningarverðlaun fyrir app og/eða hugmynd sem þykir sérstaklega áhugaverð en  komust ekki í úrslit

Þeir sem senda inn tilnefningar verða að vera tilbúnir til að koma í myndbandsupptökur þar sem þeir lýsa appinu/hugmyndinni stuttlega ef þeir komast áfram í úrslitakeppnina á APPmessu Microsoft á UTmessunni 9. febrúar.

Verðlaun
- 1. sæti í hvorum flokk fær Nokia Lumia 920 snjallsíma

Reglur
- Leyfilegt er að senda inn margar góðar hugmyndir
- Allir mega taka þátt nema þeir sem unnu að gerð þessarar keppni
- Engu máli skiptir hvort um er að ræða app fyrir síma eða spjaldtölvur
- Engu máli skiptir á hvaða stýrikerfi appið keyrir
- Einungis má tilnefna app sem þú sjálfur hefur gert
- Einungis má tilnefna sínar eigin hugmyndir
- Fimm tilnefningar til besta íslenska appsins komast í úrslit og fá tækifæri til að „pitcha“ appinu sínu á myndbandsupptöku ca. 1 – 2 mín. Þeim verður svo dreift á samfélagsmiðla og munu vinsældir þeirra þar hafa áhrif á ákvörðun dómnefndar sem tekur endanlega ákvörðun þann 9. febrúar á UTmessunni í Hörpu
- Sama fyrirkomulag er á bestu hugmyndinni nema að þá komast níu hugmyndir í úrslit
- Allir sem komast í úrslit munu kynna sitt app/sína hugmynd stuttlega í Rímu í Hörpunni þann 9. febrúar á milli kl 13 og 15
- Þeir sem komast í úrslit hugmyndakeppninnar geta fengið stuðning Microsoft til að gera hugmyndina að veruleika
- Hvatningarverðlaun til fyrir app og/eða hugmynd sem þykir sérstaklega áhugaverð (en komust t.d. ekki í úrslit)
- Hægt er að senda inn hugmyndir á Facebook síðu Microsoft Ísland frá 21. janúar til 31. janúar. Valið er úr innsendingum þann 1. febrúar. Video eru tekin upp 2. – 4. febrúar og munu koma á samfélagsmiðla 6. febrúar. Úrslit eru 9. febrúar.
- Í flokknum Besta íslenska appið er um að ræða app sem þegar eru til á markaði og aðgengileg notendum á netinu

Tekið verður tillit til eftirtalinna þátta
- Frumleiki og sköpunargáfa
- Útlit og auðveld notkun
- Nýtanleiki og ávinningur af notkun
- Samhæfni við önnur tæki, miðla, vef

Í flokknum Besta hugmynd að nýju appi
Um er að ræða hugmynd að appi sem ekki er fáanlegt í dag (svo vitað sé)
Tekið verður tillit til eftirtalinna þátta
- Frumleiki og sköpunargáfa
- Nýtanleiki og ávinningur af notkun
- Framkvæmanleiki (hægt að gera hugmyndina að veruleika)
- Stærð markhóps/markaðar sem appið gæti náð til

Disclaimer
- Hugmynd þín er þín eign og mun Microsoft ekki á neinn hátt ganga gegn því eða nota hugmyndina á neinn hátt
- Þau fyrirtæki sem unnu að gerð þessarar keppni mega ekki taka þátt
- Ekki er leyfilegt að senda inn gróft eða klámfengið efni eða á neinn hátt móðgandi

 

 

 

 

 

FBicon  @UTmessan                        TWicon  #UTmessan                      IGicon  #UTmessan @UTmessan           YTicon  UTmessan  

Hvað er UTmessan?

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.  

UTmessan skiptist í tvo daga:

Föstudagur: Ráðstefna og sýning um það helsta sem er að gerast í tölvugeiranum. 

Laugardagur: Þar sýna öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins það sem þau hafa fram að færa á sérstakri tölvusýningu.

 

Fyrir hverja?

Föstudagur: Ráðstefnudagur og sýning ætluð fagfólki um upplýsingatækni svo sem þá sem starfa í eða við tölvumál eða hafa brennandi áhuga á þeim. 

Skrá þarf þátttöku á ráðstefnuna sérstaklega í gegnum þar til gert skráningarform og er þátttökugjaldi stillt í hóf.

Laugardagur: Sýningin er ætluð öllum sem vilja sjá hvað tölvugeirinn hefur upp á að bjóða. Ný tækni, þrautir, kynningar og leikir verða í gangi á sýningarsvæðinu sem hentar öllum aldri. Ýmis verkefni verða kynnt í ráðstefnusölum og hefur hönnunarkeppni HÍ verið hluti af UTmessunni síðustu ár. Skemmtun við allra hæfi fyrir alla.

Aðgangur að sýningardegi UTmessunnar er ókeypis og eru ungir sem aldnir hvattir til að mæta og sjá framtíðina með berum augum.  

Af hverju UTmessan?

UTmessan hefur fest sig í sessi sem einn helsti vettvangur fyrirlestra, umræðna, skoðanaskipta og nýjunga í tölvugeiranum á Íslandi og endurspeglar mikilvægi tölvutækninnar í daglegu lífi okkar allra. Þar er jafnframt að finna umfangsmikið og fjölbreytt sýningarsvæði þar sem öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins sýna framtíðina í tækjum og vörum sem ætíð vekja mikla athygli og er fjölsótt. Á síðustu árum hefur UTmessan í auknum mæli orðið sá staður þar sem íslenskir og erlendir sérfræðingar kynna það helsta í þessum geira og endurspeglar hún þann fjölbreytileika, framþróun og möguleika sem upplýsingatæknin býr yfir.

Nemendum í þessum greinum hefur fjölgað umtalsvert hér á landi á síðustu árum enda hefur UTmessan, sem einn fjölsóttasti atburður sinnar tegundar hér á landi, sýnt fram á hversu fjölbreytt starfssviðið er, atvinnumöguleikar góðir og að það hentar öllum, óháð kyni.