Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

 

 

Fræðsla og fróðleikur fyrir alla á heila og hálfa tímanum í Kaldalóni á 1. hæð í Hörpu. Frítt inn og opið öllum.

Dagskrá:

10:30  Hvað er upplýsingatækni? Hvað gera tölvunarfræðingar?
           Björn Þór Jónsson, deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík

Í þessu erindi verður fjallað um upplýsingatækni almennt og fólkið sem vinnur að þróun upplýsingatækninnar. Wikipedia skilgreinir upplýsingatækni (e. information technology) sem hvers konar notkun á tölvum og samskiptabúnaði til að geyma, miðla og vinna með gögn. Í dag snertir upplýsingatækni mjög marga þætti lífs okkar, allt frá upplýsingakerfum fyrirtækja að stýribúnaði heimilistækja, frá samskiptamiðlum að mikilvægum vísindauppgötvunum, og það eru í raun mjög fáir þættir mannlífsins sem upplýsingatæknin snertir ekki.

11:00   Leitartrix í Google
            Þóra Gylfadóttir, Háskólanum í Reykjavík

11:30   Er tölvupósturinn að deyja á kostnað annarra samskiptamiðla?
            Snæbjörn Ingi Ingólfsson, Nýherja

12:00  Tækniþjóðfélagið árið 2020: Árið 2020 ferðu ekki lengur í vinnuna, vinnan er hjá þér
           Steinþór Bjarnason, CISCO

12:30  Svo á jörðu sem á himni: samtvinnaðir sýndarheimar CCP 
           Þorsteinn Högni Gunnarsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar, CCP

Árið 2003 gaf CCP út fjölspilunar-netleikinn EVE Online sem í dag telur yfir 450.000 áskrifendur. Í ár stefnir fyrirtækið að útgáfu skotleiksins DUST 514 fyrir PlayStation 3 leikjavélar þar sem í fyrsta sinn tvinnast saman tveir ólíkir leikir í órofna heild. Stiklað verður á þeirri hönnun og tækni sem CCP beitir til að miðla nýstárlegum sýndarheimi til leikmanna bæði EVE og DUST 514.

13:00  Öryggi í snjallsímanum þínum
           Guðmundur Jóhannsson, Símanum

13:30   Máltækni er mikilvæg
           Hrafn Loftsson, Máltæknisetri og Háskólanum í Reykjavík

14:00  Þú ert ekki á köldum klaka með Íslykil. 
          Halla Björg Baldursdóttir, forstöðumaður rafrænnar stjórnsýslu hjá Þjóðskrá Íslands

Fjallað verður um Íslykil, nýja innskráningarleið sem er í þróun hjá Þjóðskrá Íslands. Hið nýja kerfi mun leysa veflykil ríkisskattstjóra af hólmi sem innskráningarleið hjá Ísland.is. Farið verður yfir eiginleika Íslykilsins og nýjungar eins og að nú geta fyrirtæki nýtt þjónustuna og fljótlega verður hægt að veita öðrum umboð til að sinna sínum málum. Í innskráningarþjónustu Ísland.is verður þá val um annars vegar Íslykil og hins vegar rafræn skilríki. Tugir stofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka nýta sér innskráningarþjónustuna í dag og það tekur bara dagsstund að tengjast. Innskráningarþjónusta Ísland.is er allra hagur

14:30  Jákvæð og örugg netnoktun
           Ungmennaráð SAFT

15:00  Hvað er upplýsingatækni? Hvað gera tölvunarfræðingar?
           Björn Þór Jónsson, deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík

Í þessu erindi verður fjallað um upplýsingatækni almennt og fólkið sem vinnur að þróun upplýsingatækninnar. Wikipedia skilgreinir upplýsingatækni (e. information technology) sem hvers konar notkun á tölvum og samskiptabúnaði til að geyma, miðla og vinna með gögn. Í dag snertir upplýsingatækni mjög marga þætti lífs okkar, allt frá upplýsingakerfum fyrirtækja að stýribúnaði heimilistækja, frá samskiptamiðlum að mikilvægum vísindauppgötvunum, og það eru í raun mjög fáir þættir mannlífsins sem upplýsingatæknin snertir ekki.

 

 

FBicon  @UTmessan                        TWicon  #UTmessan                      IGicon  #UTmessan @UTmessan           YTicon  UTmessan  

Hvað er UTmessan?

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.  

UTmessan skiptist í tvo daga:

Föstudagur: Ráðstefna og sýning um það helsta sem er að gerast í tölvugeiranum. 

Laugardagur: Þar sýna öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins það sem þau hafa fram að færa á sérstakri tölvusýningu.

 

Fyrir hverja?

Föstudagur: Ráðstefnudagur og sýning ætluð fagfólki um upplýsingatækni svo sem þá sem starfa í eða við tölvumál eða hafa brennandi áhuga á þeim. 

Skrá þarf þátttöku á ráðstefnuna sérstaklega í gegnum þar til gert skráningarform og er þátttökugjaldi stillt í hóf.

Laugardagur: Sýningin er ætluð öllum sem vilja sjá hvað tölvugeirinn hefur upp á að bjóða. Ný tækni, þrautir, kynningar og leikir verða í gangi á sýningarsvæðinu sem hentar öllum aldri. Ýmis verkefni verða kynnt í ráðstefnusölum og hefur hönnunarkeppni HÍ verið hluti af UTmessunni síðustu ár. Skemmtun við allra hæfi fyrir alla.

Aðgangur að sýningardegi UTmessunnar er ókeypis og eru ungir sem aldnir hvattir til að mæta og sjá framtíðina með berum augum.  

Af hverju UTmessan?

UTmessan hefur fest sig í sessi sem einn helsti vettvangur fyrirlestra, umræðna, skoðanaskipta og nýjunga í tölvugeiranum á Íslandi og endurspeglar mikilvægi tölvutækninnar í daglegu lífi okkar allra. Þar er jafnframt að finna umfangsmikið og fjölbreytt sýningarsvæði þar sem öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins sýna framtíðina í tækjum og vörum sem ætíð vekja mikla athygli og er fjölsótt. Á síðustu árum hefur UTmessan í auknum mæli orðið sá staður þar sem íslenskir og erlendir sérfræðingar kynna það helsta í þessum geira og endurspeglar hún þann fjölbreytileika, framþróun og möguleika sem upplýsingatæknin býr yfir.

Nemendum í þessum greinum hefur fjölgað umtalsvert hér á landi á síðustu árum enda hefur UTmessan, sem einn fjölsóttasti atburður sinnar tegundar hér á landi, sýnt fram á hversu fjölbreytt starfssviðið er, atvinnumöguleikar góðir og að það hentar öllum, óháð kyni.