Skip to main content

Má bjóða þér að vera með sýningarbás á UTmessunni 2015?
UTmessan verður haldin í fimmta sinn
föstudaginn 6. febrúar og laugardginn  7. febrúar 2015 í Hörpu 

 

Úrslit kosninga ráðstefnugesta um "BESTA SÝNINGARBÁSINN"

1. sæti:  Síminn
2. sæti:  Nýherji
3. sæti:  ePóstur

Til hamingju!

-------------------------------------------------------------------------

HÉR ER TEIKNING AF UPPRÖÐUN Á SÝNINGARSVÆÐI
(PICTURE OF THE EXHIBITION AREA)

Starfsmenn sem vinna í sýningarbásum fá EKKI aðgang að ráðstefnunni og þarf að skrá þá sérstaklega

SKRÁNING STARFSMANNA SEM VINNA Í BÁSUM


Skrá þarf alla starfsmenn sem ætla á ráðstefnuna - líka þá sem nota miðanna sem eru innifaldir

DAGSKRÁ OG SKRÁNINGARFORM RÁÐSTEFNUNNAR
(CONFERENCE PROGRAMME)

ATH: ÞAÐ ER UPPSELT Á SÝNINGARSVÆÐIÐ

Praktísk atriði varðandi sýningarsvæðið:
Alla bása má skal setja upp í Hörpu fimmtudaginn 5. febrúar milli kl. 13-17. Sýningarplássið innifelur einungis gólfpláss, aðgang að rafmagni og þráðlausu neti.  Allt annað þurfa fyrirtæki að koma með sjálf svo sem borð, stóla, fjöltengi, aukalýsingu, bakveggi eða annað sem þið viljið hafa í básnum ykkar.  Hægt er að leigja aukahluti t.d. hjá Sýningarkerfum og hér er pöntunarblað frá þeim sem þarf að skila fyrir 2. febrúar.

Opið föstudag kl. 8:30-18:30
ATH. fyrsta hlé er kl. 9:45 þannig að starfsmenn í sýningarbásum þurfa ekki að vera á staðnum fyrr en 9:30 nema þið viljið.

Opið laugardag kl. 10-17
Fólk byrjar að streyma í hús strax um morguninn.

 

Almennar upplýsingar um samstarfs- og sýningaraðild:

Harpa er gífurlega vel til þess fallin að halda stórar ráðstefnur og sýningar og verðum við með nokkra sali undir ráðstefnuna ásamt rúmu sýningarsvæðinu dreift um allt húsnæðið. Leitast verður við að hafa umgjörð UTmessunnar 2015 fagmannlega og UT geiranum til fyrirmyndar.

UTmessan 2015 samanstendur af:

  • Föstudaginn 6. febrúar: Sýningu og ráðstefnu fyrir UT geirann allan daginn, fjölmargar þemalínur. Á ráðstefnunni verða UT verðlaun Ský veitt í og endað í kokteil til að efla tengslanetið.
     
  • Laugardaginn 7. febrúar: Ókeypis örkynningum fyrir almenning og áframhaldandi sýningu með áherslu á að höfða til barna og fullorðna utan UT geirans.

Við leitum til þín með þátttöku í UTmessunni, bæði á sýningarsvæðinu og á annan hátt til að gera UTmessuna enn flottari og áhugaverðari fyrir almenning s.s. með leikjum eða öðru sem laðar fólk að.

Samstarfsaðilar Ský um UTmessuna eru Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands og Samtök iðnaðarins. Einnig er fyrirtækjum boðið samstarf í formi Platinum, Gull eða Silfur aðildar og er sprotafyrirtækjum og félagasamtökum boðið sérstakt pláss á sýningarsvæðinu. Nánari upplýsingar um hvað hver tegund aðildar innifelur er að finna hér neðar.

Óskað er sérstaklega eftir því að í sýningarbásum verði eitthvað áhugavert fyrir almenning á laugardeginum og skuldbinda sýningaraðilar sig til að vera með fulla viðveru á föstudeginum og laugardeginum á meðan á UTmessunni stendur. 

Af hverju að gerast samstarfsaðili?

Frábært tækifæri til að kynna þitt fyrirtæki, vörur og þjónustu fyrir stjórnendum, tæknimönnum og áhrifafólki í upplýsingatæknibransanum, nemum í tölvunarfræði og almenningi. Það á við um öll fyrirtæki sem eru beint eða óbeint háð upplýsingatækni og óháð markaðssvæði því tilgangurinn er að sýna UT geirann á Íslandi.

Þinn ávinningur:

  • Miðar á ráðstefnu UTmessunnar
  • Sterkari tenging við aðstandendur UTmessunnar og möguleiki á að hafa áhrif á dagskrá ráðstefnunnar
  • Tækifæri til að hitta vini og kunningja og efla tengslanetið
  • Góð kynning á þínu fyrirtæki og hugmyndafræði
  • Taka þátt í viðburði sem hefur það markmið að sýna Íslendingum hve mikil framþróun er í UT geiranum
  • Tækifæri til að hafa áhrif á að ungt fólk velji sér UT sem framtíðarstarf - jafnvel þitt fyrirtæki sem framtíðarvinnustað!

Platinum samstarfsaðili - 450.000 kr. - hámark 4 aðilar (UPPSELT)

Það sem þú færð:

  • 6 miða á ráðstefnu UTmessunnar
  • 16 fm sýningarpláss á besta stað í sýningarsal UTmessunnar í Hörpu
  • nafn og lógo fyrirtækis merkt sem Platinum samstarfsaðili:
  • Í fréttabréfi/auglýsingu sem verður sent út amk. 2 sinnum á póstlista Ský
  • í dagskrárbæklingi ráðstefnunnar
  • á skjánum í upphafi ráðstefnu og öllum hléum
  • tengil á heimasíðu þíns fyrirtækis UTmessan.is

Það sem UTmessan vill frá Platinum aðilum:

  • Innlegg í dagskrá ráðstefnunnar með afgerandi hætti t.d. í formi erlends fyrirlesara um heit málefni í UT
  • Áberandi atriði sem laðar almenning að á sýningarsvæðið á laugardeginum
  • Útsendingar á póstlista þíns fyrirtækis s.s. viðskiptavina um UTmessunar
  • Einn fulltrúa til samstarfs við undirbúningsnefnd ráðstefnunnar

Gull samstarfsaðili - 250.000 kr. - hámark 10 aðilar (UPPSELT)

Það sem þú færð:

  • 4 miðar á ráðstefnu UTmessunnar
  • 10 fm sýningarpláss í sýningarsal UTmessunnar í Hörpu
  • tengil á þitt fyrirtæki á vef UTmessunnar

Silfur samstarfsaðili - 100.000 kr.  (24 básar) (UPPSELT)

Það sem þú færð:

  • 2 miðar á ráðstefnu UTmessunnar
  • 6 fm sýningarpláss í sýningarsal UTmessunnar í Hörpu 
  • tengil á þitt fyrirtæki á vef UTmessunnar 

Brons samstarfsaðili - 75.000 kr. (10 básar) - nokkur pláss laus

Það sem þú færð: 

  • 1 miða á ráðstefnu UTmessunnar
  • 6 fm sýningarpláss í sýningarsal UTmessunnar í Hörpu á 2. hæð fyrir framan Silfurberg
  • tengil á þitt fyrirtæki á vef UTmessunnar

Sproti / félagasamtök - 25.000 kr.  - nokkur pláss laus

Það sem þú færð:

  • 1 frímiða á ráðstefnu UTmessunnar
  • 2 fm á sprotasvæði í Hörpu á 2. hæð
  • tengil á þitt fyrirtæki á vef UTmessunnar

-----------

  • Ef þú hefur áhuga á að vera samstarfsaðili skaltu senda upplýsingar um eftirfarandi á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sem fyrst þar sem takmarkaður fjöldi kemst að:

  • Nafn fyrirtækis/stofnunar/sýnanda
  • Tengiliður, nafn og símanúmer
  • Tegund samstarfsaðildar (Platinum, Gull, Silfur)
  • Lýsing á sýningarplássi s.s. bogaveggur, eigin sýningarkerfi eða annað (nægir að senda upplýsingar þegar nær dregur)
  • Hugmynd að því hvernig sýningarbás muni laða að almenning á laugardeginum