InfoGraphic

Almennar upplýsingar um samstarfs- og sýningaraðild

Hér til hliðar er listi yfir öll fyrirtækin sem eru á sýningarsvæðinu til viðbótar við Ský, HÍ, HR og SI.

PANTA SÝNINGARPLÁSS

ÝTTU HÉR TIL AÐ SJÁ UPPRÖÐUN Á SÝNINGARSVÆÐINUÝTTU HÉR TIL AÐ SJÁ UPPRÖÐUN Á SÝNINGARSVÆÐINU Í "FLOORPLANNER"
EÐA SEM PDF SKJAL

UTmessan samanstendur af ráðstefnu annars vegar og sýningarsvæði hins vegar.  Á föstudeginum er ráðstefnu- og sýningardagur fyrir ráðstefnugesti og kostar inn þann dag. Sýningarsvæðið er opið almenningi á laugardeginum.  Öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins sýna þar nýjustu tækni og tól ásamt hugbúnaði og fleiru tengt tæknigeiranum. Ein stærsta og glæsilegasta sýning á Íslandi. 

Við leitum til þín með þátttöku í UTmessunni, bæði á sýningarsvæðinu og á annan hátt til að gera UTmessuna enn flottari og áhugaverðari fyrir almenning s.s. með leikjum eða öðru sem laðar fólk að. Þau fyrirtæki sem eru á sýningarsvæði UTmessunnar eru í fararbroddi í tölvugeiranum óháð því hvort Ísland sé þeirra markaðssvæði eða ekki.  Allir hafa sameiginlega hagsmuni af því að hvetja sem flesta til að fara í tölvutengt nám og því eru mörg fyrirtækjanna þarna einungis til að sýna að það að vinna í tölvugeiranum er mjög fjölbreytt.

Við biðjum sýningaraðila að hafa í huga að þetta er tæknisýning og gaman væri að sjá fleiri vera að kynna og gefa tæknidót í stað sælgætis og matar. Einnig trekkja getraunir og leikir að í básum. Viljum öll hafa sýninguna lifandi og skemmtilega. Um leið óskum við eftir að sýningaraðilar taki tillit til hvors annars og stilli hávaða í hóf og sýni fagmennsku í samskiptum við aðra sýnendur. Sendið okkur upplýsingar ef þið ætlið að bjóða uppá eitthvað skemmtilegt og við birtum það á vefnum þegar nær dregur (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) Tekið skal sérstaklega fram að sýningin er opin bæði föstudag og laugardag og skylda að vera með básinn opinn báða daganna.

Sýningaraðilar þurfa að mæta sjálfir með allt í básanna svo sem stóla, borð, merkingar og annað í gólfplássið sem úthlutað er.  Aðgangur að rafmagni og þráðlausu neti fylgir. Hægt er að leigja borð og annað hjá nokkrum aðilum svo sem Sýningarkerfum, Merkingu, RECON og Hörpu. Einnig eru fjölmargar prentsmiðjur sem taka að sér að prenta bæklinga og annað efni í básanna. 

Samstarfsaðilar Ský um UTmessuna eru Háskólinn í Reykjavík, Háskóli Íslands og Samtök iðnaðarins. Einnig er fyrirtækjum boðið samstarf í formi Platinum, Gull, Silfur eða Brons aðildar og er sprotafyrirtækjum og félagasamtökum boðið sérstakt pláss á sýningarsvæðinu. Nánari upplýsingar um hvað hver tegund aðildar innifelur er að finna hér neðar. 

Sýningarsvæðið á 1. hæð er í Flóa og Norðurbryggju (fyrir framan Kaldalón)
Sýningarsvæðið á 2. hæð er í Eyri (fyrir framan Silfurberg).
Nýsköpunarstiginn eru hólfin í stiganum milli 2. og 4. hæðar (á leið upp í Kolabraut).
Hörpuhorn er á 2. hæð fyrir framan Eldborg.
Hér er mynd af svæðunum í Hörpu

PLATINUM samstarfsaðili - 700.000 kr. - hámark 4 aðilar (UPPSELT)

(Platinum aðilar síðustu UTmessu hafa forgang í Platinum aðild)

Það sem þú færð:

 • 6 miða á ráðstefnu UTmessunnar
 • 16 fm sýningarpláss á besta stað í sýningarsal UTmessunnar í Hörpu á 1. hæð
 • nafn og lógo fyrirtækis merkt sem Platinum samstarfsaðili
 • Í fréttabréfi/auglýsingu sem verður sent út amk. 2 sinnum á póstlista Ský
 • í dagskrárbæklingi ráðstefnunnar
 • á skjánum í upphafi ráðstefnu og öllum hléum
 • tengil á heimasíðu þíns fyrirtækis UTmessan.is

Það sem UTmessan vill frá Platinum aðilum:

 • innlegg í dagskrá ráðstefnunnar með afgerandi hætti t.d. í formi erlends fyrirlesara um heit málefni í UT
 • áberandi atriði sem laðar almenning að á sýningarsvæðið á laugardeginum
 • útsendingar á póstlista þíns fyrirtækis s.s. viðskiptavina um UTmessunar
 • einn fulltrúa til samstarfs við undirbúningsnefnd ráðstefnunnar

GULL samstarfsaðili - 350.000 kr. - hámark 10 aðilar (UPPSELT)

Það sem þú færð:

 • 4 miðar á ráðstefnu UTmessunnar
 • 10 fm sýningarpláss í sýningarsal UTmessunnar í Hörpu á 1. hæð
 • tengil á þitt fyrirtæki á vef UTmessunnar

SILFUR samstarfsaðili - 150.000 kr.  (UPPSELT)

Það sem þú færð:

 • 1 miði á ráðstefnu UTmessunnar
 • 6 fm sýningarpláss í sýningarsal UTmessunnar í Hörpu á 1. hæð
 • tengil á þitt fyrirtæki á vef UTmessunnar 

BRONS samstarfsaðili - 100.000 kr.  (hægt að skrá sig á biðlista)

Það sem þú færð:

 • 1 miða á ráðstefnu UTmessunnar
 • 6 fm sýningarpláss í sýningarsal UTmessunnar í Hörpu á 2. hæð fyrir framan Silfurberg
 • tengil á þitt fyrirtæki á vef UTmessunnar

NÝSKÖPUNARSTIGINN - 20.000 kr. 

Það sem þú færð:

 • 2 fm pláss í hólfi í stiganum uppað Kolabraut
  (hægt að kaupa aukafermetra ef þarf)
 • tengil á þitt fyrirtæki á vef UTmessunnar

-----------

Harpa er gífurlega vel til þess fallin að halda stórar ráðstefnur og sýningar og verðum við með nokkra sali undir ráðstefnuna ásamt rúmu sýningarsvæðinu dreift um allt húsnæðið. Leitast verður við að hafa umgjörð UTmessunnar fagmannlega og UT geiranum til fyrirmyndar.

Af hverju að gerast samstarfsaðili?

Frábært tækifæri til að kynna þitt fyrirtæki, vörur og þjónustu fyrir stjórnendum, tæknimönnum og áhrifafólki í upplýsingatæknibransanum, nemum í tölvunarfræði og almenningi. Það á við um öll fyrirtæki sem eru beint eða óbeint háð upplýsingatækni og óháð markaðssvæði því tilgangurinn er að sýna UT geirann á Íslandi.

Óskað er sérstaklega eftir því að í sýningarbásum verði eitthvað áhugavert fyrir almenning á laugardeginum og skuldbinda sýningaraðilar sig til að vera með fulla viðveru á föstudeginum og laugardeginum á meðan á UTmessunni stendur.

Þinn ávinningur:

 • Miðar á ráðstefnu UTmessunnar
 • Sterkari tenging við aðstandendur UTmessunnar og möguleiki á að hafa áhrif á dagskrá ráðstefnunnar
 • Tækifæri til að hitta vini og kunningja og efla tengslanetið
 • Góð kynning á þínu fyrirtæki og hugmyndafræði
 • Taka þátt í viðburði sem hefur það markmið að sýna Íslendingum hve mikil framþróun er í UT geiranum
 • Tækifæri til að hafa áhrif á að ungt fólk velji sér UT sem framtíðarstarf - jafnvel þitt fyrirtæki sem framtíðarvinnustað!

Hvað er UTmessan?

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.  

UTmessan skiptist í tvo daga:

Föstudagur: Ráðstefna og sýning um það helsta sem er að gerast í tölvugeiranum. 

Laugardagur: Þar sýna öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins það sem þau hafa fram að færa á sérstakri tölvusýningu.

 

Fyrir hverja?

Föstudagur: Ráðstefnudagur og sýning ætluð fagfólki um upplýsingatækni svo sem þá sem starfa í eða við tölvumál eða hafa brennandi áhuga á þeim. 

Skrá þarf þátttöku á ráðstefnuna sérstaklega í gegnum þar til gert skráningarform og er þátttökugjaldi stillt í hóf.

Laugardagur: Sýningin er ætluð öllum sem vilja sjá hvað tölvugeirinn hefur upp á að bjóða. Einnig verða stuttar kynningar á ýmsum hliðum upplýsingatækninnar í gangi í ráðstefnusölum og kostar ekkert inn á þá. 

Aðgangur að sýningardegi UTmessunnar er ókeypis og eru ungir sem aldnir hvattir til að mæta og sjá framtíðina með berum augum.  

Af hverju UTmessan?

Mikill skortur er á tölvumenntuðu fólki hér á landi sem annars staðar í heiminum. 

Átak er í gangi í fjölmörgum ríkjum Evrópu þar sem fólk er hvatt til að mennta sig í tölvunarfræðum og er UTmessan stærsti liðurinn í því átaki á Íslandi. Frá því að UTmessan var haldin í fyrsta sinn hefur ásókn í tölvunarfræði og tengdum greinum aukist verulega. Ásamt því hefur vitundarvakning átt sér stað meðal almennings á tölvugeiranum og mikilvægi hans í daglegu lífi.

Á UTmessunni sést fjölbreytileiki upplýsingatækninnar og sést þar að allir eiga möguleika á að starfa í tölvugeiranum enda starfssviðið fjölbreytt og hentar öllum, óháð kyni.