InfoGraphic

RÁÐSTEFNUDAGSKRÁ
3. FEBRÚAR 2017

- uppselt er á ráðstefnuna -


Aðalræðumenn 
(Keynote speakers)

 Keynotes


ÝTTU HÉR TIL AÐ SJÁ DAGSKRÁ MEÐ NÁNARI LÝSINGU Á FYRIRLESTRUM
(Conference programme with short abstract)


DAGSKRÁ - YFIRLIT
(Conference agenda) 

Nýsköpunarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykdal Gylfadóttir setur ráðstefnuna og í lok dags veitir forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson UT-verðlaun Ský. 
Að venju eru hæstráðendur stóru styrktar- og samstarfsaðila UTmessunnar fundarstjórar enda UTmessan samstarfsvettvangur allra sem koma að tölvu- og tæknigeiranum á íslandi.
Frábærir fyrirlesarar á öllum þemalínum ráðstefnunnar og erindin hvert öðru fróðlegri. Njótið dagsins!

DAGSKRA

Ef þú vilt prenta út eða vista yfirlit yfir dagskrá án nánari lýsingar er hér pdf skjal (pdf document - short conference programme)  
Ef þú vilt prenta út eða vista dagskrá með nánari lýsingu á fyrirlestrum er hér annað pdf skjal (pdf document with conference programme and abstracts)

Hvað er UTmessan?

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.  

UTmessan skiptist í tvo daga:

Föstudagur: Ráðstefna og sýning um það helsta sem er að gerast í tölvugeiranum. 

Laugardagur: Þar sýna öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins það sem þau hafa fram að færa á sérstakri tölvusýningu.

 

Fyrir hverja?

Föstudagur: Ráðstefnudagur og sýning ætluð fagfólki um upplýsingatækni svo sem þá sem starfa í eða við tölvumál eða hafa brennandi áhuga á þeim. 

Skrá þarf þátttöku á ráðstefnuna sérstaklega í gegnum þar til gert skráningarform og er þátttökugjaldi stillt í hóf.

Laugardagur: Sýningin er ætluð öllum sem vilja sjá hvað tölvugeirinn hefur upp á að bjóða. Einnig verða stuttar kynningar á ýmsum hliðum upplýsingatækninnar í gangi í ráðstefnusölum og kostar ekkert inn á þá. 

Aðgangur að sýningardegi UTmessunnar er ókeypis og eru ungir sem aldnir hvattir til að mæta og sjá framtíðina með berum augum.  

Af hverju UTmessan?

Mikill skortur er á tölvumenntuðu fólki hér á landi sem annars staðar í heiminum. 

Átak er í gangi í fjölmörgum ríkjum Evrópu þar sem fólk er hvatt til að mennta sig í tölvunarfræðum og er UTmessan stærsti liðurinn í því átaki á Íslandi. Frá því að UTmessan var haldin í fyrsta sinn hefur ásókn í tölvunarfræði og tengdum greinum aukist verulega. Ásamt því hefur vitundarvakning átt sér stað meðal almennings á tölvugeiranum og mikilvægi hans í daglegu lífi.

Á UTmessunni sést fjölbreytileiki upplýsingatækninnar og sést þar að allir eiga möguleika á að starfa í tölvugeiranum enda starfssviðið fjölbreytt og hentar öllum, óháð kyni.