Skip to main content

Laugardaginn 9. febrúar 2019 kl. 10 - 17

- ókeypis inn fyrir alla
Líf og fjör á UTmessunni í Hörpu

SÝNINGARSVÆÐI UTMESSUNNAR OPIÐ ALLAN DAGINN frá kl. 10 - 17
helstu tæknifyrirtæki og skólar sýna það nýjasta í dag
- alls kyns getraunir, keppnir og leikir í gangi, gjafir fyrir gesti og gangandi

Hér til hliðar eru upptalin öll fyrirtækin sem eru með bás á sýningarsvæðinu

ELDBORG - 2. HÆÐ
Fyrirlestrar um geiminn kl. 13-16
- frítt inn fyrir alla á meðan pláss er í Eldborg og gestir ganga inn og út úr salnum að vild

13:00 "Leitað að veitingastað við endimörk alheimsins" - Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans
Hvernig leitar maður að ákveðnum hlutum í óravíddum alheimsins, er til „Google-maps“ fyrir alheiminn og hvernig veit maður yfir höfuð hvert á að horfa? Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands býður gestum UTmessunnar upp á stjarnfræðilegt hlaðborð um hin ýmsu fyrirbrigði í Geimnum og hvernig vísindamenn fara að því að finna þau.

13:30 "Frá Jörðinni til Tunglsins - sögur af tunglförum" - Sævar Helgi Bragason (Stjörnu Sævar)
Hvernig í ósköpunum undirbýr maður sig fyrir ferðalag út í Geiminn og til Tunglsins? Hvaða búnað þarf til og hvaða nesti er best að taka með sér? Stjörnu Sævar leiðir gesti UTmessunnar í gegnum allt sem til þarf til að ferðast út í geim og segir frá fræknum geimförum og ferðalögum þeirra.

14:00 "Human Space Flight: Past, Present, Future" - Bjarni Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn (ENSKA)
Hvernig er að láta skjóta sér á ógnarhraða frá yfirborði Jarðar, út fyrir lofthjúpinn og út í geim? Hvernig er að sjá Jörðina frá sjónarhorni sem aðeins fáir hafa upplifað með berum augum? Bjarni Tryggvason er kanadískur geimfari af íslenskum ættum og í daglegu tali nefndur sem fyrsti íslenski geimfarinn. Bjarni segir okkur frá fortíð, nútíð og framtíð mannaðra geimfara. Hann fór sjálfur í 12 daga geimferð árið 1997 en vinnur nú við að prófa nýjar flugvélar Bjarni ætlar að segja gestum UTmessunnar frá upplifun sinni í geimnum og hvað felst í starfi geimfara. Fyrirlesturinn með Bjarna fer fram á ensku.

-- stutt hlé --

15:00 "Leitað að veitingastað við endimörk alheimsins" - Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans
Hvernig leitar maður að ákveðnum hlutum í óravíddum alheimsins, er til „Google-maps“ fyrir alheiminn og hvernig veit maður yfir höfuð hvert á að horfa? Kári Helgason, stjarneðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands býður gestum UTmessunnar upp á stjarnfræðilegt hlaðborð um hin ýmsu fyrirbrigði í Geimnum og hvernig vísindamenn fara að því að finna þau.

15:30 "Frá Jörðinni til Tunglsins - sögur af tunglförum" - Sævar Helgi Bragason (Stjörnu Sævar)
Hvernig í ósköpunum undirbýr maður sig fyrir ferðalag út í Geiminn og til Tunglsins? Hvaða búnað þarf til og hvaða nesti er best að taka með sér? Stjörnu Sævar leiðir gesti UTmessunnar í gegnum allt sem til þarf til að ferðast út í geim og segir frá fræknum geimförum og ferðalögum þeirra. 

KALDALÓN - 1. HÆÐ
Örkynningar og fróððleikur fyrir alla - hægt að labba inn og út úr salnum að vild

Reboot Hack frá kl. 10-12
Rektor Háskóla Íslands opnar hátíðina, í framhaldi af því munu samstarfsaðilar Reboot Hack halda stutt erindi þar sem áhersla er lögð á endurhugsun og hakkathon-menningu, að lokum mun vinninsliðið kynna Lighting up Reykjavík.

10:00 Salur opnar

10:30 Kynning á dagskrá Uppskeruhátíðarinnar

10:35 Ávarp frá Rektor Háskóla Íslands, Jón Atla Benediktssyni

10:40 Skipuleggjendur segja frá Reboot Hack í máli og myndum

10:50 Verkefnastofa um stafrænt Íslands kynnir starfsemi sína

11:05 Ávarp frá Men&Mice

11:15 Ávarp frá verkefnastjóra Stafrænnar Reykjavíkur, Kristni Jóni Ólafssyni

11:25 Vinningslið Reboot Hack 2019, kynnir Lighting up Reykjavík

Stuttar kynningar um hitt og þetta sem gaman er að fræðast um kl. 13-15:

13:00 Leikið á ljósahjúp Hörpu - Atli Bollason, Tiny/Massive

13:15 Hvernig verða samfélagsmiðlar árið 2042 - Magnús Sigurbjörnsson, Tjarnargatan

13:30 Upplýsingatækni – ekki bara forritun! - Hörður Jóhannsson, Sensa

13:45 Jákvæðar hliðar tölvuleikjaspilunar - Arnar Hólm Einarsson, Netvera

14:00 Snjallúr barna: Er verið að vakta börnin þín - Hjalti Magnússon, Syndis

14:15 Eru spjallmenni að taka yfir? Samskipti í síbreytilegum heimi" - Hallur Jónasson, SAHARA

RÍMA - 1. HÆÐ
Forritun fyrir byrjendur kl. 11-16
Prófaðu að forrita á stuttu 15. mín. námskeiði hjá Skema. Nýtt námskeið byrjar á heila tímanun og hentar allri fjölskyldunni.

SILFURBERG (B) - 2. HÆÐ
Hönnunarkeppni véla- og iðnverkfræðinema frá kl. 12
- hægt að ganga inn og út að vild á meðan á keppninni stendur
Hönnunarkeppni Háskóla Íslands er árlegur viðburður sem haldinn er af véla- og iðnaðarverkfræðnemum. Keppendur þurfa að hanna og smíða róbóta sem þurfa að leysa ýmsar þrautir á keppnisdag. Þeirri hönnun sem gengur best hlýtur fyrstu verðlaun. Origo og Marel eru bakhjarlar keppninnar ásamt UTmessunni.

SILFURBERG (A) - 2. HÆÐ
Sjáðu og prófaðu ýmsar skemmtilegar tækninýjungar

HÁSKÓLI ÍSLANDS: Sestu við stýrið á nýjasta rafmagns-kappakstursbíl nemenda Háskóla Íslands - Team Spark. Uppgötvaðu fjölbreytt vísindi með Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Ferðastu um fjarlægar plánetur í sýndarveruleika. Búðu til þína eigin Tungllendingu í myndakassanum. Hvernig á að forrita Lego-vélmenni? Sigurlið Legokeppninnar 2018, Myllarnir frá Reykjanesbæ, sýna og segja frá. Kynntu þér eldhús framtíðarinnar hjá matvælafræðinni í Háskóla Íslands. Vélmennin taka yfir – kynntu þér nýjustu verkefni nemenda í tæknifræði við Háskóla Íslands.

NORÐURLJÓS - 2. HÆÐ
Sjáðu og prófaðu ýmsar skemmtilegar tækninýjungar

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK: Gestir geta spreytt sig á viðbragðsleik, spilað tölvuleiki sem nemendur hafa búið til og fengið að upplifa sýndarveruleika. Til sýnis verða kappakstursbíll liðsins RU Racing og þrívíddarprentuð líffæri. Skema verður á staðnum með vatnspíanó, smáróbóta og Ipada til að forrita.

TÆKNISKÓLINN: Tækniskólinn mætir m.a. með sýndarveruleikaheim frá Margmiðlunarskólanum, verðlauna vélmenni af tölvubraut, sveinsprófsverkefni rafeindavirkja og heila framtíðarstofu/smiðju. Gestir fá tækifæri til að kynnast námi í vefþróun, forritun, tölvuleikjagerð og raftækni – komdu á UTmessuna og fáðu að prófa þig áfram með okkar besta fólki. Ef þrívíddarprentarar, sýndarverueiki, vélmenni, tæknibrellur og vefhönnun er eitthvað sem heillar þig, kíktu þá á okkur í Norðurljósasal Hörpu. 

 

Í SÝNINGARBÁSUM FYRIRTÆKJA VERÐUR M.A. EFTIRFARANDI:

ORIGO: Undraveröld Origo verður á 2. hæð en þar verður m.a. 3 metra há risaeðla og félagi hans, vélmennamarkvörður, stærsti Pac-Man leikur í heimi, sýndarveruleiki, æsispennandi vélmennakappakstur, svalaðu þorstanum á vélmennabarnum, spjallaðu við hressa vélmennið, dróna stýrt með hugarorku og stútfullur bás með leikjatölvum og leikjabúnaði frá Lenovo, Audio Technica og Plantronics. Nánari upplýsingar hér

SENSA: Æfðu sveifluna á 2. hæðinni – Palo Alto golfhermirinn! Prófaðu nýja golfhermirinn okkar og athugaðu hvort þú náir ekki nokkrum góðum sveiflum. Alltaf gott að fá smá upphitun fyrir komandi golfsumar. Nánari upplýsingar hér

OPIN KERFI: Kíktu við í básnum okkar á UTmessunni þar verður hægt að endurupplifa víkingatímann í sýndarveruleika, fræðast um gagnaver, hvað þau eru, gera og af hverju Ísland er kjörinn staður fyrir starfsemi af því tagi.  Hitaðu upp fyrir víkingaupplifunina með smá boltaleik, hollusta og skemmtilegheit í boði.

DELOITTE: Leiktu við vélmennið AIME og kenndu henni svipbrigði og að þekkja hluti eins og bolla, gleraugu og þvíumlíkt. AIME er ungt og glænýtt vélmenni sem er í stöðugri þróun og við þurfum þína hjálp við að kenna henni á umhverfið sitt.  Hún er skemmtileg og mikill húmoristi.

---

STRIKAMERKI: Kepptu um verðlaun í Strikamerkis-byssuleiknum, kynnstu starfsemi fyrirtækisins og fylgstu með hvernig greina má flæði gesta um UTmessuna í rauntíma.

SENDILL IS UNIMAZE: verður með rjúkandi heitt kaffi og te frá Kaffitári. Fáðu að vita það nýjasta sem er í gangi í rafrænum reikningum hjá UNIMAZE.

ICEWIND: verður með 1.5m vindtúrbínu til sýnis og svo með vindorku rafal sem krakkar geta snúið og búið til rafmagn.  Rafmagnið kveikir á ljósaperum sem sýnir hversu mikkla orku þau bjuggu til. Þá geta þau séð á spjaldi hvað þeim tókst að knýja, símann sinn, Nintendo tölvuna sína, brauðrist ofl.

CUBUS: Skráðu þig til leiks á cubus.is og þú getur unnið fjóra miða á tónleika með Ed Sheeran.

SKRIFSTOFUVÖRUR: Komdu með okkur út! Taktu mynd af þér / ykkur fyrir framan Big Ben, Sigurbogann eða Brandenborgarhliðið og fáðu hana prentaða út hjá okkur í básnum. Þú færð myndina svo senda til þín með tölvupósti þannig þú getur birt á samfélagsmiðlum, vinirnir þínir verða hissa að sjá þig / ykkur í útlöndum svona bara allt í einu.