Skip to main content

UTmessu vikan (off-venue) 2. - 11. febrúar 2019

Viðburðir um allan bæ opnir almenningi á meðan húsrúm leyfir - frítt inn en þarf að skrá sig fyrirfram á suma viðburðina

2 og 3. febrúar Reboot Hack á Háskólatorgi
Fyrsta hakkaþon á Íslandi sem er fyrir nemendur og skipulagt af nemendum þeim að kostnaðarlausu. Aðgangur einungis fyrir skráða keppendur

4. til 11. febrúar Tunglið rís á UTmessunni í Hörpu
Museum of the Moon er listaverk eftir breska listamanninn Luke Jerram. Í tilefni af því að hálf öld er síðan fyrsti maðurinn steig á tunglið tengjum við tölvutækni og geimferðir við UTmessuna í ár

4. febrúar Netöryggi fyrir foreldra - Deloitte kl 19:30-20:30
Netöryggisfræðslufundur fyrir foreldra Nánari upplýsingar

5. og 6. febrúar Viltu kynnast áhugaverðum starfsvettvangi? - Sensa kl. 16:00-18:00
Langar þig að fræðast um tólin og tækin sem gera okkur kleift að tala saman á netinu? Kynningin er ætluð ungu fólki 18-25 ára. Takmarkað sætaframboð og þarf að skrá sig fyrirfram hér.

6. febrúar Grunnatriði í forritun fyrir byrjendur - Háskólanum í Reykjavík 17:30-19:00
Einstakt tækifæri fyrir alla til að prófa að forrita. Námskeiðið verður í M201 í HR og þarf að skrá sig hér.

7. febrúar Eru rafíþróttir alvöru íþróttir? - Origo kl. 15:00-17:00
Reynsla Dana frá árinu 2006 Nánari upplýsingar og skráning