Skip to main content

Hér er nánari lýsing á fyrirlestrum og ferli fyrirlesara á ráðstefnu UTmessunnar 7. febrúar 2014
(Listinn er í stafrósröð á nafn fyrirlesara - efni fyrirlestra er inndregið)

Smelltu hér ef þú vilt skoða yfirlit yfir ráðstefnudagskrána á einföldu formi 

Birna Íris Jónsdóttir, Landsbankinn: Birna Íris lauk B.Sc. í tölvunarfræði 2003 og sinnti meistaranámi í sama fagi á Gervigreindarsetri HR veturinn 2008 – 2009. Hún hefur starfað í faginu síðan 2002 sem forritari, þarfagreinandi, vörustjóri (Product Owner) og er í dag deildarstjóri UT útlána hjá Landsbankanum. Samhliða starfi er Birna Íris í MBA námi í Háskólanum í Reykjavík.

Samsetning teyma í upplýsingatækni er afar mikilvægur þáttur í verkefnavinnu, vöruþróun og þjónustustigi. Í þessum fyrirlestri er ætlunin að varpa upp bæði faglegum og persónulegum þáttum teymismeðlima og fjalla um velgengni í teymum út frá því.

Björn Jónsson, Landspítalinn: Deildarstjóri heilbrigðis- og upplýsingatæknideildar LSH frá 2006.  Var áður í tölvutengdum störfum hjá Trackwell, Grunni, Póstinum og ISAL. Rafmagnsverkfræðingur og tölvunarfræðingur frá HÍ og Msc. gráðu í tölvuverkfræði frá University of Texas at Austin.

Landspítalinn leggur áherslu á skilvirka verkferla undir merkjum „Lean Healthcare“.  Lykilþáttur í því sambandi eru lifandi árangursvísar sem nýttir eru til að tryggja skilvirkni í flestum þáttum í starfsemi spítalans.  Landspítalinn hefur þróað viðamikið kerfi í þessu sambandi.  Fjallað verður um notkun þeirra, áherslur og atriði sem hafa þarf í huga við þróun og innleiðingu slíkra mæla.

Brian Suda, Optional.is: Brian Suda has spent a good portion of each day connected to Internet after discovering it back in the mid-01990s. Most recently, he has been focusing more on the mobile space and future predictions. How smaller devices will augment our every day life and what that eans to the way we live, work and are entertained. People will have access to more information, so how do we present this in a way that they can begin to understand and make informed decisions about things they encounter in their daily life. This could include better visualizations of data, interactions, work-flows and ethnographic studies of how we relate to these digital objects. His own little patch of Internet can be found at suda.co.uk where many of his past projects and crazy ideas can be found. 

In this session, I'll discuss what is this term "Internet of Things" and who is creating devices. From who's manufacturing to why not create your own, getting started is easier than you think, there are maker boards for as cheap as $35 USD. At prices this low, it is an area if explosive growth. The future of IoT was solidified ever since that first ATM machine could check your bank statements from across the globe. Now we have lightbulbs, door locks, home security systems and much more available to consumers.

 Bjarndís Fjóla Jónsdóttir, Lágafellsskóli og UT-torg: Útskrifaðist sem upplýsingatæknikennari 2006, leggur stund á mastersnám í Menntastjórnun og matsfræði með áherslu á leiðtoga, nýsköpun og stjórnun við Menntavísindasvið HÍ.

Í fyrirlestrinum fjallar Bjarndís Fjóla um uppbyggingu UT-torgs, hugmyndafræðina, stofnun og starfsemi og framtíðarsýn verkefnisins. Vefur UT-torgs – starfssamfélög um UT í námi og kennslu opnaði í ágúst
síðastliðnum. Hugmyndafundur var haldinn um stofnun torgsins og markhópurinn skilgreindur á
eftirfarandi hátt: starfandi kennarar, skólastjórnendur, kennaranemar, foreldrar og nemendur, fagfélög, yfirvöld, UT iðnaður og háskólasamfélag.

David Palmer Stevens, Panduit: David Palmer-Stevens is currently instigating the Panduit Consultants initiative focusing on Panduit solutions with independently verified value for building Green Virtualized Data Centre, Energy efficient and flexible Enterprise infrastructure and migrating the manufacturing sector to Zone implemented standard Ethernet with Micro Data center deployments to assist with Industrial Automation.  David’s background is from the Networking industry with senior sales and marketing management roles with, Enterasys, Xylan, Cabletron and Racal Milgo. David wrote and illustrated the Cabletron ‘Guide to Local Area networks’, the Xylan ‘Switching Revolution’ booklet, the Advents ‘E-Business Strategy for Small Businesses’ and the Enterasys technology book ‘Enterprise Networking’. David has a Bachelors degree in Mathematics and an HND in Electronic and Electrical Engineering.

Technology is changing faster than at any time in our history, which are the key innovations to pursue, what do they mean to the design of data centers and how are manufacturers rising to the challenge of deploying these solutions while maintaining an energy efficient foot print. There are some hidden issues in the market that you will need to manage.

Daníel Máni Jónsson, Valitor: Daníel Máni er tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík (2006). Á ekki lengri ferli hefur hann snert á hinum ýmsu hliðum hugbúnaðarþróunar og upplýsingatækni. Áður en hann tók við starfi rekstrarstjóra Valitor starfaði hann sem yfirmaður hugbúnaðarþróunar hjá félaginu en hann hefur starfað hjá félaginu síðan í Janúar 2007. Á þeim tíma var ferlum, vinnubrögðum og vinnulagi gjörbreytt meðal annars með uppbyggingu öflugrar prófunardeildar sem og upptöku Agile Scrum hugmyndafræðinnar í allri þróun félagsins. Þessar breytingar voru í raun forsenda þess að þetta stóra hugbúnaðarverkefni og innleiðing sem fjallað er um í fyrirlestrinum gekk sem skildi.

Kortaútgáfukerfi Valitor byggir á 30 ára farsælli sögu og var ákveðið árið 2009 að endurskrifa kerfið. Sú vinna hófst haustið 2009. Yfir 40 manns hafa komið að verkefninu. Fyrir lok ársins sem leið var nýja kerfið komið í alla banka og sparisjóði á landinu 112 útibú og eru um 1.600 skráðir notendur í kerfið. Árið 2011 var kerfishluti fyrir útgáfu fyrirframgreiddra korta erlendis smíðaður og sumarið 2013 hlaut Valitor bresku „The Card and Payments Award“ fyrir „Best New Prepaid Card Product of the Year winner”. Janúar 2013 settum við okkur óhagganlegt markmið um að ljúka verkefninu fyrir 31. október. Það er skemmst frá því að segja að hver einasta dagsetning um áfanga sem sett var í janúar hefur staðist. Nýja kerfið tók alfarið við af því gamla kerfinu í október 2013 eins og lagt var upp með og slökkt var á því gamla. Þetta sýnir að gamla hægt er að brjóta á bak aftur gömlu mítuna um að áætlanagerð í hugbúnaðarverkefnum standist aldrei á endanum. Í fyrirlestrinum er ætlunin að reyna að varpa ljósi á hvernig við fórum að þessu, hvað við lærðum á ferlinu o.s.frv.

Einar Ben., Tjarnargatan: Einar er menntaður með Bs í sálfræði, diplóma í viðskiptafræði og með Master í almannatengslum.  Áður en hann stofnaði Tjarnargötuna með kollega sínum Arnari Helga starfaði hann á markaðsdeild Símans, þar sem hann sá meðal annars um vörumerkið Ring  og ásýnd Símans og notkun hans á samfélagsmiðlum.

Örstutt yfirferð á mikilvægi þess að nýta allar helstu boðleiðir í innri sem ytri markaðssetningu.  Farið verður yfir mikilvægi þess að fyrirtæki hafi eitthvað að segja og hvernig hægt er að miðla upplýsingum á skemmtilegan og lifandi máta.

Eiríkur Hrafnsson, GreenQloud: “Eiki” brings almost two decades of software development experience in leadership as well as product design and execution to GreenQloud. Prior to founding GreenQloud, Eiki co-founded Idega Software in 2000 and served as Chief Software Engineer for its Open Source platform for eGovernment. Since, he has mentored and invested in other startups in Iceland and Brazil. Eiki has an extensive history in freelance development projects, having secured his first significant project at age 15, where he built the first website for one of Iceland’s largest IT companies of the time. Eiki is a founding Board Member of CleanTech Iceland, an organization within the Federation of Icelandic Industries, whose mission is to advance the adoption of clean technology and to promote Icelandic cleantech companies to the world. He studied electrical engineering at the University of Iceland. Hrafnsson is a technology advocate for the betterment of society. Eiki is also a professional classical and jazz singer who has studied at two of Reykjavik’s finest music schools. Hrafnsson lives in Reykjavik, Iceland with his wife and three children.

CO2 pollution generated from major industrial industries such as automotive, aviation and IT, particularly the exponential growth of online data, has been well documented in recent years. The IT industry alone represents nearly 3 % of total global carbon emissions and is expected to grow to 4% by 2020. Sourcing cleaner energy resources and increasing hardware life cycle and energy efficiency are becoming both increasingly important and necessary. Cloud computing at its onset was considered more environmentally friendly than traditional IT infrastructure as it enabled the sharing of valuable computing resources, virtually eliminating hardware investment and the exorbitant energy costs to power infrastructure. Evidence has shown, however, that increased cloud usage over the past 6 years has had a huge negative environmental impact due to the massive creation and adoption cloud-based services powered by fossil fuel-based electrical grids. These services have allowed us to easily host, store and share unforeseen quantities of redundant data, thus culminating in IT-generated CO2 emissions surpassing the auto and aviation industries combined. The majority of cloud services providers utilize data centers located in areas where only "dirty" power (i.e. fossil fuel based energy grids) is available. As a result, there has been a major push to cease the practice of purchasing carbon credits, which has done little to address this growing problem, and build data centers in areas, like the Nordics, where cool air and inexpensive, renewable energy are abundant.
These "clean" energy resources decrease energy costs, increase energy efficiency and pave the way to a truly sustainable future. This lecture will focus on addressing the current impact of business and research data storage, and cloud hosting services on the environment, and the growth opportunity presented in utilizing new availability zones, which capitalize on renewable energy. We'll demonstrate why this is critical to the sustainability of not only the IT industry, but also the global environment, and how business and individuals can benefit from it all.

Finnur Hrafn Jónsson, Habilis: Finnur er vélaverkfræðingur og tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands. Er með áratuga reynslu af þróun hugbúnaðar, áætlanagerð og verkefnastjórn fyrir hugbúnaðarverkefni. Hefur starfað hjá ýmsum hugbúnaðarfyrirtækum, stórum og smáum, nú síðast hjá Habilis ehf. síðastliðin 9 ár.

Fjallað er almennt um hugbúnaðarmælingar, mat á umfangi, virknipunkta, línutalningar, tengsl við mat á framleiðni, gæðum og verkefnaáhættu. Tekinn er fyrir ávinningur í áætlanagerð með hugbúnaðarmælingum og aukna verkefnaáhættu þegar þær eru ekki til staðar. Fjallað um lausnir sem gera kleift að meta umfang hugbúnaðar með mun fljótlegri og ódýrari hætti en áður eins og t.d. SRM og CISQ/OMG. Sagt er frá alþjóðlegum gögnum úr hugbúnaðariðnaðinum með niðurtöðum hugbúnaðarmælinga, ISO stöðlum um hugbúnaðarmælingar, algengum mistökum o.fl. Loks fjallað um reynslu Habilis af notkun hugbúnaðarmælinga.

Guðjón Viðar Valdimarsson, Stiki: Faggilding í innri endurskoðun (Certified Internal Auditor) með sérhæfingarpróf í innri endurskoðun banka og fjármálafyrirtækja (Certified Financial Services Auditor) frá The Institute of Internal Auditors (IIA).Sérhæfingarpróf í tölvuendurskoðun (Certified Information Systems Auditor) frá Information Systems Audit and Control Association (ISACA.) Meistarapróf í fjármálum frá Háskólanum í Kaupmannahöfn (CBS). Cand. Oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands endurskoðunar- og upplýsingakjörsvið. Guðjón hefur víðtæka reynslu og sérþekkingu á sviði endurskoðunar, fjármálastjórnar og verkefnistjórnunar hjá hinum opinbera og einkageiranum. Guðjón hefur starfað við innri endurskoðun og tölvuendurskoðun hjá PwC, Ernst & Young og erlendis hjá Kuwait Petroleum International með starfsstöð í Danmörku. Hann hefur komið að tölvuendurskoðun og innri endurskoðun hjá fjölda fyrirtækja bæði hér og erlendis og hefur víðtæka þekkingu og reynslu á þessu sviði. Undanfarin ár hefur Guðjón verið stundakennari í meistaranámi í reikningshaldi og endurskoðun við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur en einnig verið virkur í fræðslustarfi Félags um innri endurskoðun og er formaður alþjóðanefndar þess félags. Hann hefur einnig skrifað fjölda greina á sviði innri endurskoðunar og haldið fyrirlestra um það efni á vettvangi Félags um innri endurskoðun.

Áhættugreining upplýsingaeigna er nauðsynleg forsenda fyrir úttekum á sviði upplýsingaöryggis og tölvuendurskoðunar. Þeir staðlar sem notaðir eru á þessu sviði hafa breyst töluvert og eru enn að breytast. Í fyrirlestrinum mun verða fjallað um viðeigandi staðla, þær breytingar sem eru fyrirsjáanlegar og tekin dæmi um áhættugreiningu upplýsingaeigna og farið yfir með hvaða hætti slík áhættugreining sé gerð.

Guðlaugur Lárus Finnbogason, ViralTrade: Guðlaugur er framkvæmdastjóri ViralTrade og annar stofnandi þess. Hann er með B.A. gráðu í hagfræði og M.S í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Guðlaugur hefur starfað við rannsóknir í hagfræði, við húgbúnaðargerð, kennt tölvunar- og frumkvöðlafræði við Háskóla Íslands og unnið í fjölmiðlum í meira en áratug. Síðastliðin þrjú ár hefur Guðlaugur stundað rannsóknir á stafrænum eignum og gjaldmiðlum á netinu.

Áheyrendum er kynnt saga Bitcoin gjaldmiðilsins og hvernig hann hefur þróast undanfarin ár. Því næst er farið í Bitcoin og greiðslukerfisins og dæmi gefin. Í lokin er farið yfir kosti og galla stafræna gjaldmiðilsins og hann borinn saman við það sem við þekkjum úr núverandi fjármála- og bankakerfi. Þetta er allt gert á mannamáli og reynt að hafa skemmtilegan og léttan blæ yfir þessu.

Guðmundur Jón Halldórsson, Five Degrees: Guðmundur er Tölvunarfræðingur með mikla þekkingu og reynslu. Hann vinnur hjá Five Degrees (www.fivedegrees.nl), sem er hugbúnaðar fyrirtæki sem sérhæfir sig í hugbúnaði fyrir banka of fjármála fyrirtæki. Sem Senior Software Engineer, þá er hann ábyrgur fyrir hönnun og þróun á bakenda kerfi fyrir banka sem fyrirtækið er að þróa. Guðmundur hefur B.Sc. gráðu í Computer Sciences frá Reykjavik University. Guðmundur er einnig höfundur bókarinnar Apache Accumulo for Developers http://www.packtpub.com/apache-accumulo-for-developers/book.

Þegar kemur að því að útfæra kerfi sem þarf að keyra á mörgum stýrikerfum þá flækist málið yfirleitt. Hvað er besta leiðin til að skrifa kerfi sem keyrir á Windows, Linux og Mac OsX? Og hvað með Windows Phone, Android, og iOS?
Í þessum fyrirlestri verður farið í gegnum bestu leiðir fyrir .NET forritara til að skrifa .NET hugbúnað sem keyrir á Windows, Linux og Mac OsX ásamt því að skoða hvaða leiðir eru í boði til að skrifa app fyrir snjallsíma með .NET.

Harald Pétursson, Nova: Yfir viðskiptaþróun- og nýsköpun hjá Nova. Hann byrjaði hjá Nova árið 2006 og er einn af fyrstu starfsmönnum fyrirtækisins. Harald er menntaður viðskiptafræðingur og hefur yfir 15 ára reynslu í fjarskiptageiranum. Hann var einn af fyrstu starfsmönnum gamla Tals og stýrði fyrirtækjasviði Tals og varð forstöðumaður fyrirtækjasviðs Vodafone við sameiningu Tals og Íslandssíma.

Farið yfir þær breytingar sem hafa orðið með tilkomu 4G og hvers er að vænta í nánustu framtíð, farið yfir það helsta sem var á döfinni á CES 2014. CES er stærsta tækja sýninginn í heiminum og er haldin ár hvert í Las Vegas.

Haraldur A. Bjarnason, Auðkenni: Haraldur er viðskiptafræðingur og hefur starfað sem framkvæmdastjóri Auðkennis síðan 2011. Hann starfað áður í fjármálaráðuneytinu sem staðgengill skrifstofustjóra með sérstaka áherslu á málefni er varða notkun ríkisins á upplýsingatækni.

Í fyrirlestrinum verður annars vegar fjallað um mismunandi leiðir til auðkenningar og styrk þeirra og veikleika. Umfjöllunin byggir á nýlegri skýrslu ENISA (European Network and Information Security Agency) um efnið. Hins vegar verður fjallað um rafræn skilríki fyrir síma og spjaldtölvur sem er ný leið til auðkenningar og undirritunar á Íslandi.

Hilmar Karlsson, Arion banki: Hilmar er Rafmagnsverkfræðingur að mennt og hefur starfað við upplýsingatækni síðan 1995. Fyrst tengt rekstri og ráðgjöf en seinustu ár við um stjórnun, bæði í rekstri og þróun. Hann hefur starfað hjá Arion banka síðan 2006 og verið í stjórnteymi UT síðan. Í dag er hann forstöðumaður Framlínulausna Arionbanka sem er um 35 manna deild sem sér um þróun og rekstur á lausnum fyrir framlínulausnir bankans (Netbanka, App, ytri vef og innri upplýsingakerfi). Áður var hann forstöðumaður Tæknideildar sem sinnti innri þjónustu og rekstri grunnkerfa bankans.

Farið verður yfir þær áskoranir sem blasað hafa við sviðinu seinustu ár og hvernig við höfum tekist á við þær áskoranir með breytingum á skipuriti, innleiðingu á ITIL til að takast á við rekstur 1000 manna fyrirtækis, Agile-SCRUM til að takast á við þróun og forgangsröðun hugbúnaðarþróunar og seinast hvernig Lean IT hefur verið innleitt m.a. til að styðja við stefnu bankans, bæta sýn stjórnenda og taka upp bætta árangursstjórnun. Fyrirlesturinn á að gefa innsýn inn í þessa tækni þannig að áhorfandinn átti sig á hlutverki þeirra, mikilvægi og virkni. Einnig fá okkar reynslu á því hvernig við myndum haga innleiðingu ef við gerðum þetta aftur.

Hjalti Magnússon, Háskólinn í Reykjavík: Hjalti Magnússon er aðjúnkt við Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann lauk B.Sc. prófi í stærðfræði frá HR árið 2011 og M.Sc. prófi í tölvunarfræði árið 2013.

Aðsókn í tölvunarfræðinám hefur aukist umtalsvert á síðustu árum og hefur Tölvunarfræðideild HR reynt að koma til móts við þessa þróun með aukinni sjálfvirknivæðingu í yfirferð verkefna og prófa.
Unnið hefur verið að því að aðlaga kerfi, sem kallast Mooshak, að gagnvirkri yfirferð forritunarverkefna. Kerfið hefur verið sniðið að kennslu á þann hátt að það veitir nemendur endurgjöf um lausn þeirra um leið og þau skila. Ef lausnin er ekki rétt, þá gefst nemendum tækifæri á að laga lausnina og skila aftur. Í grunninn setur kerfið lausn nemenda í gegnum prófanir, og ákvarðar þannig hvort að lausnin teljist rétt eða ekki. Kerfið getur jafnframt prófað lausnir á fleiri vegu, t.d. athugað hvort að forrit framfylgi stílgreglum, leki minni, o.s.frv. Einnig hefur deildin hannað kerfi sem gerir nemendum kleift að taka lokapróf á eigin ferðatölvur á þann hátt að þau eru algjörlega einangruð. Nánar tiltekið þá komast þau ekki á internetið, fá ekki aðgang að skráakerfi eigin tölvu, o.s.frv. Með þessu kerfi er hægt að prófa raunverulega forritunarkunnáttu í umhverfi sem nemendur þekkja. 

Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis. BA í íslensku frá HÍ, BEd frá KHÍ og MEd. frá University of British Columbia. Hefur starfað að skólamálum í um 30 ár. Kennt á grunn- og framhaldsskólastigi, var formaður Skólameistarafélags Íslands en hefur starfað hjá Keili frá stofnun. Hlíf Böðvarsdóttir, kennari á Háskólabrú. Bsc í viðskiptafræði frá HÍ, Med í lýðheilsu- og kennslufræðum frá HR. Hlíf hefur verið leiðandi í þróun á sviði stærðfræðikennslu ásamt því að leiða framsækna fjarnámskennslu á Háskólabrú.

Spegluð kennsla er kennsluaðferð er að stórum hluta byggð á upplýsingatækni. Kennsluaðferðin krefst þess að kennarar leiti stöðugt nýrra leiða til að koma námsefninu til skila með nýtingu þeirrar upplýsingatækni sem völ er á hverju sinni. Spegluð kennsla er einnig kjörin kennsluaðferð til þess að nýta þau smáforrit sem stöðugt verða notaendavænni og öflugri. Notkun upplýsingatækni er nauðsynleg í skólastarfi og því er aldrei meiri þörf á menntuðu starfsfólki í upplýsingatækni innan skólakerfisins.

Hrafnkell V. Gíslason, Póst- og fjarskiptastofnun: Hrafnkell er með MSc próf í tölvunarfræði. Hrafnkell hefur aldarfjórðungs reynslu af rekstri og stjórnun á sviði upplýsingatækni og fjarskipta. Starfar nú sem forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Var áður framkvæmdastjóri þjónustusviðs Skýrr og síðan framkvæmdastjóri hugbúnaðar og þjónustu hjá Netverk.

Kynnt verða markmið og hlutverk netöryggissveitarinnar sem starfar samkvæmt fjarskiptalögum en þjónusta hennar nær til fjarskipageirans og til rekstraraðila ómissandi upplýsingainnviða á Íslandi. Nánar verður fjallað um hvernig sveitin leitast við að fyrirbyggja, draga úr og bregðast við hættu vegna netárása eða hliðstæðra öryggisatvika í þeim tölvukerfum sem falla undir starfsvið hennar. Einnig verður fjallað almennt um netöryggi og um þátt stjórnvalda, almennings og fyrirtækja varðandi fyrirkomulag netöryggis hérlendis.

Isaac Kato, VerneGlobal: Chief Financial Officer and Co-Founder. Isaac Kato is responsible for the company's finances, Icelandic governmental affairs, business operations, and corporate development. Prior to Verne Global, Mr Kato was a Principal at General Catalyst Partners, a venture capital and private equity firm based in Cambridge, Massachusetts, with over $2 billion USD under management. At GCP, he led the firm's investments in a number of technology-enabled services companies. Earlier in his career, Mr Kato worked as an investor at Summit Partners, a global private equity fund, and Shamrock Holdings, Inc., the Roy E. Disney family's private equity firm. Mr Kato sits on the board of the Icelandic Data Center Federation, the British Icelandic Chamber of Commerce, and is an alternate Director on the board of CCP Games, one of the world's leading online game companies. Mr Kato holds an MBA with Distinction from Harvard Business School and a MS in Engineering-Economic Systems and BS in Quantitative Economics from Stanford University.

Mr Kato will outline why major international corporations are looking at Verne Global and Iceland as the ideal location for data centers. The session will include discussion about trends such as cloud computing and HPC  and how Iceland’s natural resources continue to attract attention from decision makers around the world.  A look into the future, what is needed from Iceland to continue the growth trend, what Verne Global see’s as the potential for growth, and opportunities for the Icelandic IT community to participate in the coming tidal wave of data center activity.

Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Háskóli Íslands: Prófessor í upplýsinga- og skjalastjórn við HÍ, ráðgjafi fyrir 100 fyrirætki og stofnanir í upplýsingamálum sl. 25 ár.

Í erindinu er gerð grein fyrir rannsókn um notkun starfsfólk á samfélagsmiðlum vegna einkaerinda á vinnutíma. Rannsóknin, sem framkvæmd var 2013, grundvallaðist fræðilega á erlendum heimildum um netnotkun, einkum notkun samfélagsmiðla. Slík rannsókn hefur ekki verið gerð hérlendis áður en svipaðar erlendar rannsóknir eru þekktar. Í erindinu er enn fremur fjallað um um stefnumótunarvinnu varðandi samfélagsmiðlanotkun í fyrirtækjum og stofnunum.

Jón Frímannsson, Hugsmiðjan: Hefur starfað við vefhönnun & vefsíðugerð af og á síðan ég lærði HTML, fyrir u.þ.b. fimmtán árum síðan. Það sem lætur mig „tikka“ eru þjál notendamiðuð viðmót þar sem notandinn og hans þarfir eru settar í fyrsta sæti.

Hér er talað um hönnun í víðara samhengi en vector og pixlar. Hönnun á upplifun er jafn, ef ekki mikilvægari en útlitshönnun ein og sér. Í fyrirlestrinum verður farið yfir hlutverk hönnuðar, mikilvægi þess í allri tímalínu verkefnis, samskipti við hönnuði, fókus á notendur og þeirra upplifun. Mikilvægi þess að horfa á heildarmyndina þegar kemur að stafrænni hönnun, en ekki aðeins á útlit; það eru jú aðeins umbúðirnar. Upplifun notenda er hönnun 21. aldarinnar og hvernig megi gera þá upplifun sem besta. 

Jónas Sigurðsson, Gagnavarslan/Azazo: Starfar sem framkvæmdastjóri kerfishönnunar hjá Azazo / Gagnavörslunnar. Jónas hefur mikla reynslu af kerfisþróun og hefur m.a. unnið áður hjá Microsoft í Danmörku.

Fjallað er um það hver þróunin hefur verið og hvernig fyrirtæki eru að breyta vinnulagi sínu í átt til rafrænna samskipta.  Útskýrst er hver eru að mati fyrirlesara góð tól og aðferðir til slíkra samskipta og samtenging þeirra sem miðar að því að gera t.d. hópa sem vinna að kerfisþróun samstillta og samhæfða án áhrifa landfræðilegrar staðsetningar starfsmanna.

Kenny Bogo, Apple Danmark: Viðskiptaþróunarsvið Apple (Apple Enterprise Business Development).

Farið verður yfir afhverju fyrirtæki um víða veröld eru byrjuð að innleiða Apple vörur og þá einna helst iPhone og iPad. Farið verður yfir nokkur viðskiptadæmi þar sem fyrirtæki á ýmsum sviðum hafa náð að hagræða og auka árangur og afköst í rekstri með innleiðingu á iOS. Auk þess verður farið yfir hvað er tæknilega gerlegt með þessum búnaði í tengslum við innleiðingu, öryggi og dreifingu með nýjasta stýrikerfinu.

The topics of the presentation is related to why and how companies all over the world are integrating Apple products – primarily iPhone and iPad – into their business processes across all industries. Based on case stories from very different companies, the presentation will give an overview of common business reasons for using iOS as well as an technical overview of what is possible in terms of integration, security and deployment with the latest version of iOS.

Kjartan Briem, Vodafone: Kjartan Briem er framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Vodafone á  Íslandi. Kjartan hefur langa reynslu af fjarskiptaiðnaðinum á Íslandi, m.a. verið viðloðinn þróun og rekstur farsímakerfa frá 1997. Kjartan hefur tekið þátt í fjölbreyttu alþjóðlegu og innlendu starfi milli fjarskiptafyrirtækja, auk þátttöku í starfi meðal Vodafone Group og samstarfsfyrirtækja.

Netöryggi og framtíð fjarskipta á Íslandi eru mjög áberandi í umræðunni á Íslandi þessi misserin. Í þessu erindi er reynt að varpa ljósi á þær áskoranir sem fjarskiptafyrirtækin á Íslandi standa frammi fyrir og sérstök áhersla lögð á netöryggi og öryggi fjarskipta.

Lars Mikkelgaard-Jensen, IBM Denmark: Lars Mikkelgaard-Jensen joined IBM in 1983 and has held a number of Management positions in IBM Denmark and IBM Nordic, including leading the Nordic units responsible for IBM’s large customers in Retail, Distribution and Transport. Previous to his current job, Lars Mikkelgaard-Jensen was responsible for IBM’s Business Partner Organisation in Nordic. In 1995 and 1996 he was based in Paris, working at IBM’s EMEA headquarter. Lars Mikkelgaard-Jensen has a Master of Economics degree from the University of Copenhagen.

Technology Trends in 2014

Lárus Hjartarson, Nýherja: Lárus er vörustjóri IBM System X netþjóna hjá Nýherja, og sérfræðingur í VMware lausnum. Lárus hefur mikla reynslu að hönnun og uppbyggingu á VMware sýndarumhverfum, hvort sem það er kemur að sýndarnetþjónum, sýndarútstöðvum eða skýjaþjónustum. Hann hefur verið útnefndur VMware vExpert árið 2012 og 2013 af VMware í Bandaríkjunum.

Stutt kynning á PCI DSS og til hvers hann er notaður. Farið yfir venjulega hönnun á PCI stöðluðum tölvuumhverfum með ósýndarvædd umhverfi. Farið yfir hönnun á PCI stöðluðu sýndarumhverfi, kröfur og best practices.

Magnus Bjornsson, Oracle: Director of Engineering at Oracle. Ph.D. in CS from Brandeis University.

The goal of the session is to inform and educate attendees about “information discovery” and its value to enterprises, in particular as we move into the era of IOT and Big Data.
Here’s an outline of the session:

What is Information Discovery: Traditional BI tools vs “Agile” BI tools
Mashups: The value of mashing up structured and unstructured data for Information Discovery
Use Cases: Concrete examples that demonstrate value of doing Information Discovery
Big Data: The challenges of doing Information Discovery on very large data sets (social data, sensor generated data, etc). 

Marinó G. Njálsson, Hewlett-Packard Enterprise Security Service Nordic: CISA, CRISC. Marinó hefur undanfarin rúm 20 ár komið að upplýsingaöryggismálum í einni mynd eða annarra.  Sem yfirmaður upplýsingatæknimála hjá Iðnskólanum í Reykjavik, öryggisstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, ráðgjafi hjá VSK hf. og eigin rekstri og nú síðast hjá Hewlett Packard Enterprise Security Service Nordic í Danmörku.  Auk þess hefur hann verið leiðbeinandi á námskeiðum Staðlaráðs Íslands um upplýsingaöryggisstaðalinn ISO 27001 og tvíburastaðalinn ISO 27002, setið í tækninefnd um staðlana og verið í umsagnarhópi hjá ISACA í Bandaríkjunum um staðla og leiðbeiningar á sviði upplýsingaöryggis og öryggisúttekta.  Í núverandi starfi ber hann ábyrgð á afhendingu upplýsingaöryggisþjónustu á vegum HP til danska stórfyrirtækisins A.P. Möller & Maersk.

Farið er í grófum dráttum yfir það umhverfi sem flest fyrirtæki búa við, þ.e. endalausar kröfur hina og þessara aðila um að standast hinar og þessar kröfur.  Persónuvernd, Fjármálaeftirlit, löggjafinn, öryggismál, verndun kortaupplýsinga, o.s.frv.  Mikilvægi öryggisstjórnunar, þ.e. áhættumats og stjórnunar rekstrarsamfellu, í ákvörðun fyrirtækja um hvað er gert.  Um hvað snýst nútíma fyrirtækjarekstur:  að réttir aðilar hafi aðgang að réttum upplýsingum þegar þeir þurfa starfs síns vegna.  Upplýsingaöryggi, sem er einn hluti öryggisstjórnunar, snýst um þetta og nákvæmlega þetta.  Ávinningurinn af réttri öryggisstjórnun er mikill áður en nokkuð atvik verður, en eftir það getur hann þýtt muninn á áframhaldandi starfsemi eða að fyrirtækið leggi upp laupana. Fyrirlesturinn fjallar ekki um vandamál og lausnir, heldur áskoranir og vitundarvakningu.

Marta Kristín Lárusdóttir, Háskólinn í Reykjavík: Marta Kristín Lárusdóttir er lektor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Marta hefur kennt námskeið um notendamiðaða hugbúnaðargerð og samskipti manns og tölvu við deildina síðan haustið 2000. Marta hefur rannsakað árangur af beitingu mismunandi viðmótsprófunaraðferða um árabil. Á undanförnum 5 árum hefur Marta einbeitt sér af rannsóknum á því hvernig gengur að samræma notendamiðaða hugbúnaðargerð að aðstæðum í hugbúnaðariðnaði og þá sérstaklega hvernig Scrum og notendaþátttaka spila saman. Á síðastliðnu ári varði Marta doktorritgerð sína um efnið, sem bar titilinn: „User Centred Evaluation in Experimental and Practical Settings.“

Eitt af lykilatriðum til árangurs í hugbúnaðargerð nútímans er að veita viðskiptavininum athygli. Við Íslendingar stöndum mjög framarlega hvað varðar tæknilega þáttinn við tölvunotkun; við erum fljót að kaupa nýjasta búnaðinn á markaðnum og tileinka okkur nýjan hugbúnað því samfara. Undanfarin ár hefur áhersla á upplifun notenda við tölvunotkun aukist mikið. Til þess að upplifunin verði sem best, er æskilegt að viðskiptavinir taki þátt í hugbúnaðargerðinni allt frá fyrstu stigum hennar. Í þessu erindi um Marta kynna niðurstöður rannsókna á aðferðum sem hafa reynst vel til að auka þátttöku notenda við hugbúnaðargerð bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Sérstaklega var skoðað hvernig viðskiptavinir taka þátt í Scrum verkefnum.

Nói Kristinsson, nemandi HÍ: Nói Kristinsson er nemandi við Háskóla Íslands en hann er að vinna að MA ritgerð sinni í uppeldis og menntunarfræðum sem snýr að áhrifum tækninnar á veruleika barna. Nói lauk MA í mannfræði 2012. Árið 2012 gerði hann einnig skýrslu fyrir námsgagnastofnun um opið menntaefni á Íslandi.

Í fyrirlestrinum er raunveruleiki barnanna skoðaður, rætt um hvernig þau skynja heiminn og sagðar nokkrar mýtur um áhrif tækninnar á börn. Gert yrði grein fyrir þeim veruleika, sem börnin búa við, út frá rannsóknum og athugunum, jafnt erlendra fræðimanna sem og þeim, sem ég hef stundað. Því þegar uppi er staðið er svo sjaldan spurt hvernig eru börn að upplifa heiminn þegar kemur að tækni, og hvernig getum við hjálpað þeim að takast betur á við hann í námi og lífi. Fyrirlesturinn er í senn ákall og ábending; athygli er vakin á þeim vandamálum sem blasa við ungu fólki í dag þegar kemur að menntun á fyrstu skólastigum. Hugað er að þeim raunveruleika, sem börnin búa við, og að þeirri framtíð sem blasir við þeim.

Ólafur Andri Ragnarsson, Betware: Ólafur Andri er tölvunarfræðingur frá University of Oregon og hefur starfað í hugbúnaðariðnaðnum síðan 1993. Hann stofnaði m.a. Margmiðlun hf og Betware. Ólafur Andri starfar í dag sem Chief Software Architect hjá Betware. Ólafur Andri hefur einnig kennt við háskólann í Reykjavík um árabil. 

Framfarir í tækni valda sífellt meiri röskun á hefðbundnum vinnumarkaði. Með öflugum hugbúnaði má vinna flókin verkefni sem áður voru aðeins fær fólki. Með framförum í róbotatækni, skynjurum og þrívíddarprentun opnast en fleiri möguleikar. En hvaða áhrif mun þetta hafa á atvinnumarkaðinn? Munu hugbúanður og róbotar taka við störfum sem við áður töldum örugg? Hver er framtíð starfa?
Þegar alþjóða fjármálakreppan skall á 2008, missti fjöldi fólks í Bandaríkjunum og Evrópu atvinnuna. Fyrirtæki hagræddu og fjárfestu í upplýsingakerfum til að halda uppi sömu afköstum með færra fólki. Nú halda sumir að hluti þeirra starfa sem töpuðust muni aldrei skila sér tilbaka.  Við höfum þegar séð ýmis afgreiðslustörf hverfa. Fólk fer ekki á ferðaskrifstofur, það pantar flugmiða á netinu. Pizzafyrirtæki eru með app til panta. Bankar hafa tekið frænku Siri í notkun til að svara í símann. Jafnvel greiningarforrit eru að taka við lögfræðistörfum. Fjallað er um þær forsendur sem eru í tækni nútímans og hvaða möguleika þær bjóða upp á.

Ómar Kjartan Yasin, Heroku: Unnið við forritun síðan 2006, einbeiti mér í dag að dreifðum kerfum hjá Heroku. Miði.is, vefforritari - Landsbanki Luxembourg, vefforritari - Five Degrees Solutions, forritari - Kóði ehf, Senior Software Developer - Heroku, Infrastructure Engineer

Heroku er PaaS þjónusta sem í dag keyrir milljónir vefforrita. Heroku er samsett af mörgum einingum sem eru skrifaðir í fjölda mála, m.a. Ruby, Erlang, Go og Scala.  Með rekstri dreifðra kerfa fylgja margskonar vandamál, og eðli þeirra er oftar en ekki allt öðruvísi en fyrir finnast í öðrum kerfum. Hvaða vandamál koma upp aftur og aftur og hvernig er hægt að tækla þau? Ég mun fara yfir hvernig kerfið hefur þróast og hvað ég hef lært af því að reka og taka þátt í að hanna og þróa stórt dreift kerfi en á sama tíma valda notendum eins litlum óþægindum og mögulegt er. Ég mun tala um hvaða lausnir hafa virkað og hvað framtíðin ber (vonandi) í skauti sér.

Paula Januszkiewicz, CQURE: Paula Januszkiewicz is the Penetration Tester and IT Security Auditor, Enterprise Security MVP and trainer (﴾MCT)﴿ and Microsoft Security Trusted Advisor. She is also a top-‐speaker on many well-‐known conferences (﴾for example: TechEd North America, TechEd Europe, TechEd Middle East, RSA worldwide, CyberCrime etc.)﴿ and writes articles on Windows Security, she wrote a book about Threat Management Gateway 2010. She is the owner of the company CQURE (﴾http://cqure.pl)﴿ and proudly holds the role of the Security Architect in IDesign. She conducted hundreds IT security audits and penetration tests for different kinds of Customers, starting with private companies, ending up with governmental organizations. Her distinct specialization is definitely security of operating systems, her favorite subject is Microsoft security in which she holds multiple Microsoft certifications (﴾MCITP, MCTS, MCSE, MCDBA etc.)﴿ besides being familiar and possessing certifications with other related technologies. Paula is passionate about sharing her knowledge with others, she is the author of many security related and experience based trainings, topics include: Advanced Windows Security, Public Key Infrastructure, Internet Information Services, Penetration Testing, Advanced Windows Troubleshooting. In private, she enjoys researching new technologies, which she converts to authored trainings. She has been doing penetration tests for 11 years. She is one of the few people in the world that has got official access to a source code of Windows!

So you have achieved a high level of the network functionality. The 'working' level. Your users are happy and everything looks fine... but... There are still many things you can do to your IT infrastructure that won't change the functionality but increase the level of security. Hardening shown by Paula during the session includes: server hardening, infrastructure hardening and internet services hardening. All filled with unique configuration options. Very inspiring session with tips to take and use in the company environment.

Páll Melsted, Háskóli Íslands: Páll Melsted, Háskóli Íslands: Páll Melsted útskrifaðist með B.S. próf í stærðfræði frá HÍ 2003 og Ph.D. í reikniritum, fléttufræði og bestun frá Carnegie Mellon University árið 2009. Hann hefur starfað sem lektor við Tölvunarfræðideild HÍ frá 2011..

Hugmyndin er að sýna hvernig grunninnviðir ýmissa forritunarmála, t.d. innbyggðar hakkatöflur, geta verið skotmark fyrir Denial of Service (DOS) árásir á vefkerfi. Árið 2011 var gefin út viðvörun og síðar uppfærsla á vefkerfum í Java, PHP og ASP.NET sem voru öll næm fyrir einföldum árásum á hakkatöflur. Þannig var hægt að halda netþjóni uppteknum í nær 100% með því að senda fáeina vel valda pakka yfir netið. Það verður kafað í grunnuppbygginu á hakkatöflum, smáa letrið skoðað og sýnt hvernig slæmt val á hakkaföllum getur leitt til stórslysa. Við munum sýna hvað þarf að hafa í huga við val á hakkafalli og hvað bera að varast við notkun á heimasmíðuðum gagnagrindum.

Páll Sigurðsson, Opin kerfi: Páll hefur í um áratug starfað við þróun og rekstur "open source" hugbúnaðar með sérstakan fókus á sjálfvirkni (automation) og eftirlit. Í dag starfar Páll fyrst og fremst á open source monitoring lausnir tengdar Nagios og leggur sitt af mörkum í open source verkefni eins og pynag, okconfig og adagios. 

Íslandsvakt er verkefni sem fylgist í rauntíma með öllu því sem íslensku samfélagi er mikilvægt og koma því ofan í hefbundið eftirlitskerfi. Dæmi um hluti sem eru vaktaðir eru jarðskjálftar, eldgos, fjöldi sjúklinga á bráðamóttöku, svifryksmengun og fleira. Tilgangur verkefnisins er að búa til raunhæf prófunargögn fyrir "business process intelligence" í eftirlitstólinu Adagios.

Pétur Orri Sæmundsen, Sprettur: Pétur Orri Sæmundsen er  framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Sprettur. Pétur er brautryðjandi í beitingu Agile aðferða á Íslandi og hefur 14 ára reynslu í hugbúnaðarþróun þar sem hann hefur unnið bæði sem stjórnandi, ráðgjafi og forritari.

 

Undanfarin ár hafa Agile aðferðir umbylt því hvernig flest íslensk hugbúnaðarfyrirtæki (og hugbúnaðardeildir) vinna og hugsa um hugbúnaðarþróun. Það hefur sýnt sig að að Agile aðferðir, með fókus á teymi sem skipuleggja sig sjálf, leiða oftast til betri hugbúnaðar og ánægðara starfsfólks. En þrátt fyrir þá miklu þróun sem hefur átt sér stað í myndun á teymum þá vantar oft upp á að við séum með rétta fólkið í teyminu. Ef við ætlum að hámarka mögulegan árangur verðum við að tengja saman þverfaglegan hóp af fólki ekki bara forritara og prófara. Í fyrirlestrinum ætlar Pétur að kynna hönnunarhugsun (e. design thinking) og hvernig hún getur hjálpað okkur að ná meiri árangri í hugbúnaðarþróun. Enn fremur ætlar Pétur að kynna hugbúnaðarverkefni þar sem tengdir voru saman í eitt þverfaglegt teymi forritarar, stjórnendur og hönnuðir úr mörgum deildum og fyrirtækjum.

Ragnar Þór Pétursson, Skema: Ragnar Þór hefur starfað sem kennari í tæpa tvo áratugi. Hann starfar nú sem sérfræðingur í skólaþróun hjá Skema. Síðustu ár hefur hann unnið ötullega að innleiðingu upplýsingatækni í skólastarfi, m.a. í starfi sínu hjá Norðlingaskóla (þar sem allir nemendur á unglingastigi nota spjaldtölvur). Hann er auk þess þekktur álitsgjafi í skóla- og samfélagsmálum t.d. á Eyjunni, í Morgunútvarpi Rásar 2 og víðar.

Í fyrirlestrinum ræðir Ragnar Þór um samhengi menntunar og þess umhverfis sem nauðsynlegt er til að tryggja vöxt og viðhald upplýsingatæknigeirans. Hann gerir grein fyrir og bendir á ýmsa þætti í íslenskri skólamenningu sem ógna vaxtarmöguleikum upplýsingatæknifyrirtækja. Hann færir rök fyrir því að íslenska samfélagið standi nú á ákveðnum krossgötum og meiri líkur en minni séu á að að röng beygja verði valin þegar kemur að vali á áherslum í menntun borgara framtíðarinnar. Hann ræðir mikilvægi þess að atvinnulífið og upplýsingatæknigeirinn vakni til samfélagslegrar ábyrgðar, átti sig á stöðu sinni og möguleikum og stígi markviss skref til þess að skapa sér umhverfi sem tryggir vöxt og viðhald upplýsingasamfélagsins.

Rasmus Hald, Microsoft Denmark: Sr. Technical Evangelist. As a Windows Infrastructure Technical Evangelist covering Windows Server, System Center, Windows Client and Windows Azure, Rasmus Hald is recognized for his ability to address real world dilemmas and clearly communicate possible solutions. Rasmus has more than 15 years' experience with Windows Server starting with Windows Server NT 4.0 working with each version since. Rasmus has delivered deep technical session as well as Keynotes and technical seminars at local and international events. LinkedIn: http://www.linkedin.com/pub/rasmus-hald/3/61b/336    Twitter: @RasmusHaldDK  TechNet Blog: http://blogs.technet.com/b/rasmush/

Hybrid IT is a topic that are on many IT managers agenda and with good reason. In this session we will discuss why Hybrid IT is relevant and how to ensure optimal IT operations when not all servers are located in your own datacenter. This session is a introduction to Hybrid IT and will cover topics like how to administer Windows Azure with System Center and how Windows Azure can be used as an extension to your existing datacenter solution.

Rey Leclerc Sveinsson, Deloitte Iceland: Dr. Rey LeClerc Sveinsson hóf störf hjá Deloitte árið 2012. Hann er liðsstjóri í ERS deildinni og er hann yfirmaður upplýsingaöryggisþjónustu Deloitte. Sérsvið Rey er áhættuþjónusta og er Rey með áratuga reynslu og þekkingu í áhættustýringu og ráðgjöf fyrir stór og meðalstór fyrirtæki, bæði á Íslandi, Bandaríkjunum og Kanada. Hann hefur yfir 30 ára reynslu af rekstri og ráðgjöf vegna öryggis upplýsingakerfa, IT-endurskoðun, áhættustýringu og innra eftirliti upplýsingakerfa. Rey hefur starfað við IT-endurskoðun, upplýsingatækniráðgjöf og sem yfirmaður upplýsingatæknimála fyrir mörg af helstu fyrirtækjum heims, s.s. Ernst & Young, Honeywell, AXA Financial, Alliance Capital, Lehman Brothers, Double Click, State Street og TD Bank.

Status of information security in Iceland.  Session provides security awareness.

Sigurjón Ólafsson, Fúnksjón vefráðgjöf: Rek í dag eigin vefráðgjöf og sinni stundakennslu í Háskóla Íslands við Hugvísindasvið og Félagsvísindasvið. Ég hef starfað við vefmál frá 1997 bæði hjá opinberum stofnunum (Siglingastofnun og Háskóla Íslands) og í einkageiranum (Kaupþingi, Íslandsbanka og PwC). Ég flyt reglulega fyrirlestra innanlands og haldið nokkra utan Íslands. Er virkur í vefsamfélaginu, gegni m.a. formennsku í faghópi um vefstjórnun hjá Ský. Ég hef lokið MA-prófi í alþjóðastjórnmálum frá University of Amsterdam og BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.

Vorið 2013 hlaut ríkisvefur Bretlands, gov.uk, Design of the Year award sem eru virtustu hönnunarverðlaun í Bretlandi. Þessi atburður vakti mikla athygli innan sem utan vefgeirans en tilnefningar til verðlauna komu úr öllum geirum hönnunar. Á einum stað, gov.uk, er hægt að nálgast alla þjónustu hins opinbera í tugmilljóna samfélagi. Á Íslandi er hvert ráðuneyti með eigin vef og undirstofnanir sér vefi. Núverandi ríkisstjórn hefur lýst því yfir að hún vilji stytta ferla og einfalda þjónustu hins opinbera.  Almenningur veit ekki fyrir víst hvar hver málaflokkur liggur. Hvaða stofnun sinnir tilteknu verkefni og þaðan af síður hvaða ráðuneyti gerir það. Með því að sameina alla þjónustu ríkisins í einum vef væri hægt að koma verulega til móts við þjónustu við almenning. Stytta boðleiðir, auka gagnsæi og einfalda þjónustuna. Í þessum fyrirlestri ætla ég að rýna í hvernig Bretar fóru að við þarfagreiningu og hönnun á sínum vef, skoða umhverfið á Íslandi og vekja athygli á þeim möguleikum sem íslensk stjórnvöld hafa með sambærilegri úfærslu. Þarna liggur stórt tækifæri í átt til einfaldari og betri þjónustu sem ber að ígrunda alvarlega.

Stefán Baxter, Flaumur: Stefán Baxter hefur starfað við hugbúnaðargerð síðastliðin 25 ár og tekið þátt í stofnun og rekstri margra sprotafyrirtækja. Hann var einn af fyrstu starfsmönnum Oz, stofnaði Gæðamiðlun, Hugsmiðjuna og Flaum en hefur einnig sinnt stjórnunarstöðum hjá Industria og VÍS. 

Í fyrirlestrinum er fjallað um þann ávinning sem fyrirtæki geta haft af því að greina og skilja þau gögn sem verða til við daglegan rekstur þeirra. Með greiningu rekstrargagna í rauntíma, þvert á viðskiptakerfi, er t.d. mögulegt að greina ógnir og tækifæri og koma aðgerðabærum ábendingum á framfæri við stjórnendur og starfsmenn sem nýtast þeim við daglegan rekstur. Í fyrirlestrinum verður fjallað um þær lausnir sem nýtast við að greina gríðarmagn gagna á flugi (data in-flight) og í runtíma og gefið sýnishorn af kerfi sem Flaumur hefur sett upp fyrir viðskiptavini sína. Þá er atburðagreiningu (Complex Event Processing) kynn og hugmyndafræðin á bak við slíkar lausnir kynnt lauslega.

Sven Rostgaard Rasmussen, Ministry of Finance, Agency for Digitization, Denmark: Master of Science from Technical University of Denmark and more than 15 years of experience with design, development and implementation of IT-solutions for both Public and Private enterprises. Director OpenPEPPOL Transport Infrastructure, Member of OpenPEPPOL Managing Committee with responsibility for PEPPOL network operation and governance. Lead Architect, e-SENS with focus on provision of consolidated digital infrastructure solutions for European cross boarder e-Government services within.

e-Invoicing and e-Procurement are priorites for the European Commission and the “Digital Agenda” supporting the Single Digital Market. OpenPEPPOL is currently tho only Euorpean solution combining advanced technoligies for supporting interoperability and inovative solutions and governance with focus on Multilateral Community Agreements and Competitive Market drivers. Presentation of OpenPEPPOL Vision and objective, solutions and value proporsitions:

   State of Play for e-Invocing and e-Procurement
   OpenPEPPOL solutions for messaging and interoperability
   Organisation and Governance
   Adoption and outlook

Perspective for supporting cross boarder services and consolidations of EU Digital infrastrucures with e-SENS and Conneting Europe Facility.

Sæmundur E. Þorsteinsson, Síminn: Sæmundur er rafmagnsverkfræðingur, útskrifaður frá Tækniháskólanum í Darmstadt, Þýskalandi 1987. Hann starfaði hjá Verkfræðistofnun Háskóla Íslands, kerfisverkfræðistofu 1987-1997 að rannsóknum. Hann hóf stórf hjá Pósti og síma hf. (siðar Símanum hf.) árið 1997 og starfaði þar að rannsóknum á fjarskiptasviði til 2011. Árið 2011 réðst hann til Mílu hf. og síðar Skipta hf. þar sem hann starfaði við stefnumörkun til 2013 en þá hóf hann á ný störf hjá Símanum hf. þar sem hann starfar við stefnumörkun.

Þór Jes Þórisson, Síminn: Þór Jes er rafmagnsverkfræðingur, útskrifaður frá Háskóla Íslands árið 1986. Hann hefur starfað hjá Pósti og síma og síðar Símanum allar götur síðan, fyrst á ljósleiðaradeild en síðar að markaðs- og þróunarmálum. Þór Jes varð framkvæmdastjóri Markaðs- og sölusviðs árið 1998 og hefur verið framkvæmdastjóri Gagnasviðs, Tæknisviðs og nú Þróunarsviðs. Árin 2011-2013 var hann framkvæmdastjóri Tæknimála hjá Skiptum hf

Fyrirlesturinn fjallar um gagnafjarskipti um farsímanet og á hvaða hátt WiFi net á heimilum og í fyrirtækjum vinna með farsímanetum til að bæta upplifun fólks

Þorbjörg Kr. Kjartansdóttir, LÍSA samtök um landupplýsingar á Íslandi: Þorbjörg er  framkvæmdastjóri LÍSU samtaka um landupplýsingar á Íslandi. Þorbjörg er með BS gráðu í landfræði frá Háskóla Íslands, MSc gráðu frá Kaupmannahafnarháskóla í skipulagsfræðum og byggðalandfræði. Þorbjörg er aðjúnkt í Land- og ferðamálafræði, Háskóla Íslands.

Staðtengdar upplýsingar - landupplýsingar-  eru orðnar hluti af daglegu lífi okkar og vinnuumhverfi. Í erindinu verður fjallað um þær öru breytingar sem eiga sér stað í notkun landupplýsinga í dag. Kynnt verður evrópskt átak í menntamálum þar sem reynt er að tengja betur saman landupplýsinga- og upplýsingatæknigeirann..

Þorsteinn Björnsson, Reiknistofa bankanna: Þorsteinn hóf störf sem framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar- og Ráðgjafasviðs við kaup Reiknistofunnar á meginhluta rekstar Teris í Júní 2012. Hann starfaði áður hjá Teris (áður Tölvumiðstöð sparisjóðanna) frá 1997, síðast sem framkvæmdastjóri félagsins, frá miðju árinu 2011. Áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Þróunarsviðs, eða frá 2007, sviðsstjóri þróunarsviðs frá 2005 og sem hópstjóri sjálfsafgreiðslulausna seint á síðustu öld. Hann vann lokaverkefni á vegum TVÍ um smíði fyrsta Heimabanka sparisjóðanna sem var settur í gang 1995. Þorsteinn starfaði hjá Radiomiðun hf frá 1995 – 1997 við innleiðingu tölvuferilrita í skip, og einnig hjá Radiomiðun hf árin 1990 – 1994 sem rafeindavirki. Þorsteinn lauk BS-prófi í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005. Kerfisfræðingur frá TVÍ árið 1995. Sveinspróf í rafeindavirkjun frá Iðnskólanum árið 1991. 

Í kjölfar áfalla á fjármálamörkuðum stendur íslenska fjármálakerfið eftir með öflugar tölvudeildir og miklar fjárfestingar í tölvukerfum sem þarf að reka og þróa áfram. Er nú svo að hlutfall kostnaðar vegna UT íslenskra fjármálafyrirtækja er hærra hlutfall af heildarkostnaði í samanburði við samanburðarmarkaði.   Vegna þessarar þróunar hefur verið unnið markvisst að því að einfalda og hagræða í rekstri UT á íslenskum fjármálamarkaði.  Í erindinu mun Þorsteinn leitast við að svara hvernig má hagræða og einfalda og hvar við getum fundið fordæmi fyrir slíkri vinnu en á sama tíma aukið möguleika fjármálafyrirtækja til aðgreiningar á markaði í sí vaxandi samkeppni.

Þórhildur H. Jetzek, doktorsnemi í CBS: Þórhildur H. Jetzek, doktorsnemi í CBS: Þórhildur er með M.Sc. gráðu í hagfræði og 15 ára reynslu í greiningu, ráðgjöf, verkefnastjórnun og viðskiptaþróun tengt upplýsingatækni á íslandi og í Danmörku. Núverandi staða er „Industrial PhD student“ í danska upplýsingatæknifyrirtækinu KMD og við Copenhagen Buisness School, department of IT management. Kynntur verður afrakstur rannsóknar á hvernig skapa má virði með gögnum. Sýnd verða dæmi um verkefni og fyrirtæki sem hafa náð árangri á því sviði.

Big data and open data are concepts now familiar to most. There is no lack of reports that point out the enormous economic value potential of better use of data for governments, private companies and citizens. But to-date, knowledge about how we can generate value from use of data and how we can capture this value, is still lacking. The market mechanisms that we all know do not always apply in a world where to an increasing degree, value generation is driven by collaboration and network effects, rather than buying and selling. A world where resources and even products and services are available at zero price. To be able to maximize value we need to understand the complex interdependent mechanisms of the Sharing Society.

Ægir Már Þórisson, Advania: Ægir hefur verið starfað á sviði mannauðsmála frá árinu 2001. Hann lauk Cand.Psych gráðu í vinnusálfræði frá Háskóla Íslands árið 2001 og sama ár hóf hann störf sem ráðgjafi í mannauðsmálum hjá Capacent. Hann starfaði hjá Capacent í 10 ár, en ásamt því að stunda þar ráðgjöf á sviði mannauðsmála, sá hann um mannauðsmál fyrirtækisins og stýrði ráðgjafareiningu félagsins. Ægir hóf störf hjá Advania á vormánuðum 2011.

Það sem skilur á milli fyrirtækja sem ná góðum árangri og afburðarárangri er starfsfólkið sem  þar starfar. Það er alkunna í upplýsingatækni að það virði sem afbragðsforritari skapar miðað við það virði sem miðlungsforritari skapar er margfalt. Hvað geta vinnustaðir gert til að halda í sitt afburðarfólk? Hvernig er best að laða til sín afburðarfólk og hvernig vitum við hverjir koma til með að skara framúr? Með einum eða öðrum hætti eru þetta verkefni mannauðsmála. Með hæfilegri blöndu fræða og praktískrar reynslu er fjallað um þessi atriði í fyrirlestrinum.

Örn Jónsson, Farice: Örn Jónsson er verkfræðingur og starfar sem tæknistjóri hjá Farice ehf.  Hann hefur stýrt útboði og uppbyggingu á sæstrengjunum FARICE-1 og DANICE og stýrir nú rekstri þessara kerfa.  Áður starfaði Örn hjá Símanum bæði við uppbyggingu ljósleiðarakerfisins og við rekstur og uppbyggingu Cantat-3 sæstrengsins.

Kynning á Farice, þróun umferðar til útlanda, þróun í flutningsgetu, tæknileg uppbygging, uppfærsla á eldri kerfum,  coherent tækni-hagkvæmni í uppbyggingu og rekstri.

Ýmsir aðilar í umræðum um "Ábyrgð Íslendina á netinu"
Þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð íslendinga á netinu er margt sem þarf að huga að. Nýlegar greinar hafa reynt að varpa ljósi að einhverju leyti á þetta vandamál, en betur má gera. Vegna þess er boðað tl þessa ráðstefnu til að reyna að komast að einhverjum svörum og varpa ljósi á þetta erfiða og flókna mál.