Skip to main content
GÖGN (DATA)    Norðurljós    11:00

Getur ólögmæt meðferð tæknifyrirtækja á persónuupplýsingum verið samkeppnislagabrot?

Persónuupplýsingar eru auðlind fyrir fjölda tæknifyrirtækja sem stóla á þær til markaðssetningar, greiningar og fleira. Þróun í Evrópu, og þá sérstaklega í máli Meta gegn þýskum samkeppnisyfirvöldum, bendir til þess að samkeppnisyfirvöldum verði mögulega heimilt að líta til sjónarmiða um persónuvernd við mat sitt á því hvort háttsemi fyrirtækja brjóti í bága við samkeppnislög. Erindið fjallar um framangreind álitaefni með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem fram koma í máli Meta gegn þýskum samkeppnisyfirvöldum sem hefur verið til meðferðar hjá Evrópudómstólnum.

Benedikta Haraldsdóttir, LEX lögmannsstofa
Lögmaður
Ferilskrá (BIO)
Benedikta er lögmaður með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólunum. Hún hefur starfað sem fulltrúi á LEX síðan árið 2021 þar sem hún sérhæfir sig aðallega á sviði persónuverndarréttar, tækniréttar og hugverkaréttar. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði (LL.M.) frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2021, með áherslu á samkeppnisrétt og lyfjarétt, og BA í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2019. Með laganámi starfaði hún sem laganemi hjá alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk í Danmörku frá 2019 til 2021 og hjá Landsvirkjun frá 2018 til 2019.

Persónuupplýsingar eru auðlind fyrir fjölda tæknifyrirtækja sem stóla á þær til markaðssetningar, greiningar og fleira. Þróun í Evrópu, og þá sérstaklega í máli Meta gegn þýskum samkeppnisyfirvöldum, bendir til þess að samkeppnisyfirvöldum verði mögulega heimilt að líta til sjónarmiða um persónuvernd við mat sitt á því hvort háttsemi fyrirtækja brjóti í bága við samkeppnislög. Erindið fjallar um framangreind álitaefni með hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem fram koma í máli Meta gegn þýskum samkeppnisyfirvöldum sem hefur verið til meðferðar hjá Evrópudómstólnum.

Benedikta Haraldsdóttir, LEX lögmannsstofa
Lögmaður
Ferilskrá (BIO)
Benedikta er lögmaður með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólunum. Hún hefur starfað sem fulltrúi á LEX síðan árið 2021 þar sem hún sérhæfir sig aðallega á sviði persónuverndarréttar, tækniréttar og hugverkaréttar. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í lögfræði (LL.M.) frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2021, með áherslu á samkeppnisrétt og lyfjarétt, og BA í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2019. Með laganámi starfaði hún sem laganemi hjá alþjóðlega lyfjafyrirtækinu Novo Nordisk í Danmörku frá 2019 til 2021 og hjá Landsvirkjun frá 2018 til 2019.