Skip to main content
FRAMTÍÐ (FUTURE)    Eldborg    15:00

Nútímavæðing á heilbrigðistækni

Í fyrirlestrinum munum við ræða byltingarkenndar nýjungar á greiningu og meðferð svefnvandamála. Núverandi greining byggir enn mikið á vinnu á pappír og tímafrekri úrvinnslu sérfræðinga en markmið Svefnbyltingarinnar er að færa þessa vinnu yfir í stafrænt form og mælingar fari fram í heimahúsi í stað þess að fara fram á spítala. Þetta eru stórtæk markmið og fyrirlesturinn mun stikla á stóru um fyrstu árin í Svefnbyltingunni. Við munum einblína á mikilvægi samvinnuhönnun, þverfagleika og stærðargráðu til að ná þessum markmiði.

Erna Sif Arnardóttir og Anna Sigríður Íslind, Háskólinn í Reykjavík
Ferilskrá (BIO)
Dr. Erna Sif Arnardóttir er dósent við verkfræði- og tölvunarfræðideild í Háskólanum í Reykjavík. Hún er forstöðukona Svefnsetursins við Háskólann í Reykjavík og leiðir Svefnbyltingarverkefnið, sem styrkt var um 2.5 milljarða af Evrópusambandinu.
Dr. Anna Sigríður Islind er dósent við tölvunarfræðideild í Háskólanum í Reykjavík. Hún leiðir rannsóknarsetur um upplýsingatækni og gagnavísindi við Háskólann í Reykjavík og leiðir hönnun og þróun stafrænna innviða í Svefnbyltingunni.

Í fyrirlestrinum munum við ræða byltingarkenndar nýjungar á greiningu og meðferð svefnvandamála. Núverandi greining byggir enn mikið á vinnu á pappír og tímafrekri úrvinnslu sérfræðinga en markmið Svefnbyltingarinnar er að færa þessa vinnu yfir í stafrænt form og mælingar fari fram í heimahúsi í stað þess að fara fram á spítala. Þetta eru stórtæk markmið og fyrirlesturinn mun stikla á stóru um fyrstu árin í Svefnbyltingunni. Við munum einblína á mikilvægi samvinnuhönnun, þverfagleika og stærðargráðu til að ná þessum markmiði.

Erna Sif Arnardóttir og Anna Sigríður Íslind, Háskólinn í Reykjavík
Ferilskrá (BIO)
Dr. Erna Sif Arnardóttir er dósent við verkfræði- og tölvunarfræðideild í Háskólanum í Reykjavík. Hún er forstöðukona Svefnsetursins við Háskólann í Reykjavík og leiðir Svefnbyltingarverkefnið, sem styrkt var um 2.5 milljarða af Evrópusambandinu.
Dr. Anna Sigríður Islind er dósent við tölvunarfræðideild í Háskólanum í Reykjavík. Hún leiðir rannsóknarsetur um upplýsingatækni og gagnavísindi við Háskólann í Reykjavík og leiðir hönnun og þróun stafrænna innviða í Svefnbyltingunni.