Skip to main content
GERVIGREIND (AI)    Silfurberg B    10:30

Öflug upplýsingaheimt í íslenskri máltækni

Ein öflugasta leiðin sem er notuð við sjálfvirka upplýsingaheimt felur í sér svokallaða nafnaeinræðingu. Með því er átt við ferlið þegar merkingarbærum einingum er safnað sjálfvirkt úr textaskjölum, þær greindar eftir tegundum og einræddar svo ekki fari á milli mála um hvern eða hvað er rætt. Hvernig veit tölva til dæmis hvort Jón Sigurðsson er söngvari eða sjálfstæðishetja? Í fyrirlestrinum verður fjallað um þessa tækni og þá þróun sem hefur átt sér stað undanfarið í íslenskri máltækni.

Steinunn Rut Friðriksdóttir, Háskóli Íslands
Doktorsnemi í máltækni
Ferilskrá (BIO)
Steinunn Rut stundar doktorsnám í máltækni við Háskóla Íslands en lauk þar jafnframt meistaraprófi í sama fagi 2020, þó með viðkomu í háskólanum í Gautaborg. Hafði áður lokið bakkalárgráðum í íslensku og frönsku, einnig frá HÍ en þó að hluta frá Concordia háskóla í Montréal. Hún hefur starfað við máltækni hjá Stofnun Árna Magnússonar og hjá rannsóknarstofunni Mál og tækni en hefur auk þess starfsreynslu frá ýmsum sviðum, m.a. sem leiðbeinandi í grunnskóla og sem verkefnastjóri hjá Alþjóðasetri.

Ein öflugasta leiðin sem er notuð við sjálfvirka upplýsingaheimt felur í sér svokallaða nafnaeinræðingu. Með því er átt við ferlið þegar merkingarbærum einingum er safnað sjálfvirkt úr textaskjölum, þær greindar eftir tegundum og einræddar svo ekki fari á milli mála um hvern eða hvað er rætt. Hvernig veit tölva til dæmis hvort Jón Sigurðsson er söngvari eða sjálfstæðishetja? Í fyrirlestrinum verður fjallað um þessa tækni og þá þróun sem hefur átt sér stað undanfarið í íslenskri máltækni.

Steinunn Rut Friðriksdóttir, Háskóli Íslands
Doktorsnemi í máltækni
Ferilskrá (BIO)
Steinunn Rut stundar doktorsnám í máltækni við Háskóla Íslands en lauk þar jafnframt meistaraprófi í sama fagi 2020, þó með viðkomu í háskólanum í Gautaborg. Hafði áður lokið bakkalárgráðum í íslensku og frönsku, einnig frá HÍ en þó að hluta frá Concordia háskóla í Montréal. Hún hefur starfað við máltækni hjá Stofnun Árna Magnússonar og hjá rannsóknarstofunni Mál og tækni en hefur auk þess starfsreynslu frá ýmsum sviðum, m.a. sem leiðbeinandi í grunnskóla og sem verkefnastjóri hjá Alþjóðasetri.