Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

 

 

Skráning á ráðstefnu fagfólks í tölvugeiranum
föstudaginn 7. febrúar 2020 

RÁÐSTEFNUDAGSKRÁ

(Guests outside Iceland should register in another form ENGLISH registration form)

Verði á ráðstefnu UTmessunnar í ár stillt í hóf og bjóðum við heilsdags ráðstefnu með 10 þemalínum á sanngjörnu verði. Innifalið í þátttökugjaldi eru kaffiveitingar og meðlæti, gos, ávextir, veglegt hádegishlaðborð, bílastæði og kokteill í lok dags. 

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský:                     35.000 kr.                  (Viltu skrá þig í Ský til að fá afsláttinn?)
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn (Price):        45.000 kr. 
(Athugið að þetta eru einu verðin sem eru í boði - óháð fjölda þeirra sem skrá sig enda óvenju ódýr ráðstefna)

Skráning á ráðstefnuna er bindandi en tekið er við afboðunum til 30. janúar 2020 en þá verður lokað fyrir skráningar - eða fyrr ef það er uppselt. 

Starfsmenn sem eru einungis að vinna í básum þurfa ekki að skrá sig á ráðstefnuna en þurfa að hafa sýningarpassa. 

ATH. Allir sem skrá sig á ráðstefnuna fara á póstlista Ský með þvi netfangi sem gefið er upp svo hægt sé að upplýsa ráðstefnugesti um UTmessuna. Einnig verður prentaður QR kóði á nafnspjöld ráðstefnugesta með upplýsingum um nafn, fyrirtæki og netfang en hverjum ráðstefnugesti er í sjálfsvald sett hvort þeir leyfi öðrum að skanna inn QR kóðann. Aðrar upplýsingar um hvaða persónugreinanlegu gögn eru geymd og í hvaða tilgangi er að finna í persónuverndarstefnu Ský ATH. Allir gestir UTmessunnar geta á von á því að af þeim séu teknar myndir sem notaðar eru í umfjöllun og kynningarefni UTmessunnar.

Upplýsingar um þátttakanda
Upplýsingar vegna reikningagerðar
Merktu við þemalínur sem þú telur líklegast að þú mætir á
Staðfestu að þetta sé raunveruleg skráning

Hvað er UTmessan?

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvu- og tæknigeiranum á Íslandi og hefur verið haldin af Ský árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er meðal annars að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er hér á landi og hvetja fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst. Öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt í UTmessunni.

UTmessan skiptist í tvo daga:

Föstudagur: Ráðstefna og sýning um það helsta sem er að gerast í tölvugeiranum. 

Laugardagur: Þar sýna öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins það sem þau hafa fram að færa á sérstakri tölvusýningu.

 

Fyrir hverja?

Föstudagur: Ráðstefnudagur og sýning ætluð fagfólki um upplýsingatækni svo sem þá sem starfa í eða við tölvumál eða hafa brennandi áhuga á þeim. 

Skrá þarf þátttöku á ráðstefnuna sérstaklega í gegnum þar til gert skráningarform og er þátttökugjaldi stillt í hóf.

Laugardagur: Sýningin er ætluð öllum sem vilja sjá hvað tölvugeirinn hefur upp á að bjóða. Ný tækni, þrautir, kynningar og leikir verða í gangi á sýningarsvæðinu sem hentar öllum aldri. Ýmis verkefni verða kynnt í ráðstefnusölum og hefur hönnunarkeppni HÍ verið hluti af UTmessunni síðustu ár. Skemmtun við allra hæfi fyrir alla.

Aðgangur að sýningardegi UTmessunnar er ókeypis og eru ungir sem aldnir hvattir til að mæta og sjá framtíðina með berum augum.  

Af hverju UTmessan?

UTmessan hefur fest sig í sessi sem einn helsti vettvangur fyrirlestra, umræðna, skoðanaskipta og nýjunga í tölvugeiranum á Íslandi og endurspeglar mikilvægi tölvutækninnar í daglegu lífi okkar allra. Þar er jafnframt að finna umfangsmikið og fjölbreytt sýningarsvæði þar sem öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins sýna framtíðina í tækjum og vörum sem ætíð vekja mikla athygli og er fjölsótt. Á síðustu árum hefur UTmessan í auknum mæli orðið sá staður þar sem íslenskir og erlendir sérfræðingar kynna það helsta í þessum geira og endurspeglar hún þann fjölbreytileika, framþróun og möguleika sem upplýsingatæknin býr yfir.

Nemendum í þessum greinum hefur fjölgað umtalsvert hér á landi á síðustu árum enda hefur UTmessan, sem einn fjölsóttasti atburður sinnar tegundar hér á landi, sýnt fram á hversu fjölbreytt starfssviðið er, atvinnumöguleikar góðir og að það hentar öllum, óháð kyni.