Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

 

 

Praktískar upplýsingar fyrir sýnendur

Hér eru upplýsingar um flest allt sem sýnendur þurfa að vita en sendu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef eitthvað er óljóst.

Sýningarsvæðið er einungis opið fyrir ráðstefnugesti UTmessunnar - ekki er opið fyrir aðra í þetta sinn vegna Covid-19.

Sýningarbásar:

Úthlutaður sýningarbás er einungis gólfpláss með aðgangi að rafmagni og þráðlausu neti (Wi-Fi). Sýningaraðilar þurfa sjálfir að sjá um það sem á að vera í sýningarbásnum svo sem stóla, borð, bakveggi, fjöltengi, merkingar og annað. Það er fullt af aðilum sem leigja þannig vörur og einhverjir þeirra nefndir á sýningarhluta utmessan.is

Ef þið þurfið 3ja fasa rafmagn þarf að panta það sérstaklega og gæti kostað allt að 35 þúsund krónur. Þeir sem þurfa fasta netsnúru til sín þurfa að panta hana og kostar 5 þúsund (þ.e. ef wi-fi dugar ekki).  Pantanir verða að berast í síðasta lagi 20. maí (rafvirkjar Grand þurfa að græja).

Hver og einn sýnandi þarf að sníða sig að því rými sem hann valdi á sýningarsvæðinu svo sem að breidd er aðeins mismunandi á hverjum stað (og aldrei taka meira pláss en selt var). Hvergi má vera með dýpri bás en 2 metra þar sem hann er dýpstur. Hvetjum sýnendur til að gera sér ferð á Grand hótel og skoða sitt rými vel. Einnig þurfa þeir sem eru við neyðarútganga að vera með þannig bás að auðvelt sé að hreyfa hann til komi til þess að nota þurfi neyðarútganginn (neyðarútgangar eru merktir á yfirliti yfir sýningarsvæðið).

Stærð gólfsvæðis sem sýnandi hefur að hámarki:

Platínum = 6*2 metrar
Gull = 4*2 metrar
Silfur = 3*2 metrar
Sproti = 1*1 metrar

Virðið nágranna ykkar á sýningarsvæðinu og setjið ekki dót yfir á þeirra svæði.
Skiljið ekki eftir lausa/smáa hluti óvaktaða milli daga. Öryggisverðir vakta svæðið um nóttina.

UTmessan er tölvu- og tæknisýning og eru sýningaraðilar hvattir til að vera með leiki og getraunir tengda tækni og gefa skemmtilegt tæknidót frekar en veitingar en sýnendum er heimilt að koma með smá veitingar s.s. nammi eða slíkt til að bjóða uppá í sínum básum en reyna að hafa pakkningar í lágmarki til að minnka rusl og einnig til að halda sýningarsvæðinu snyrtilegu. Hlutir sem geta orsakað sóðaskap eins og poppvél eru ekki leyfilegir. Ef þið viljið kaupa áfengar veitingar eða mat af Grand hóteli þarf að panta það fyrirfram í gegnum This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hér er teikning af sýningarsvæðinu og hér eru allar upplýsingar til sýnenda.

Tímasetningar:

Uppsetning bása á sýningarsvæðinu er þriðjudaginn 24. maí frá kl. 9 - 16.
Niðurtekt er eftir að UTmessu lýkur miðvikudaginn 25. maí eftir kl. 19 - EKKI má taka bása niður fyrr. Gangið vel frá rusli og skiljið vel við plássið. Vinsamlega farið eftir þessum tímasetningum. 

Á ráðstefnudegi opnar sýningarsvæðið formlega í fyrsta kaffihléi ráðstefnunnar. Morgunverður og aðrar veitingar eru bornar fram um allt svæðið og er sýnendum velkomið að mæta fyrr ef vilji er til að vera á staðnum þegar ráðstefnugestir mæta í morgunmatinn og ætla nokkrir að vera með opið í morgunmatnum. Einnig er ætlast til að sýningarbásar séu opnir á meðan kokteillinn er en gert er ráð fyrir að honum ljúki kl. 19. 

 

Sýningarpassar fyrir sýnendur

Sýningarsvæði UTmessunnar er lokað öllum nema ráðstefnugestum á föstudeginum. Það þýðir að enginn kemst ómerktur inná svæðið eða í kokteilinn án þess að vera með ráðstefnu- eða sýningarpassa.

RÁÐSTEFNU- OG SÝNINGARPASSAR
Með sýningaraðildinni fylgir eftirfarandi fjöldi aðgöngupassa:

Tvær tegundir passa gilda á UTmessunni og sýningaraðildinni fylgir eftirfarandi fjöldi aðgöngupassa af hvorri tegund:

Platínum - 6 ráðstefnupassar og 4 sýningarpassar

Gull - 4 ráðstefnupassar og 3 sýningarpassar

Silfur - 1 ráðstefnupassi og 2 sýningarpassar

Sproti - enginn ráðstefnupassi en 2 sýningarpassar

Ráðstefnupassi veitir aðgang að ráðstefnusölum, sýningarsvæði, mat, kaffi og í kokteilinn. Ráðstefnupassinn er skráður á nafn og gildir eingöngu fyrir þann aðila.
Passið að skrá alla ráðstefnugesti í gegnum skráningarformið (líka fyrir þeim pössum sem eru innifaldir í sýningaraðildinni).

Skráið alla ráðstefnugesti sem allra fyrst áður en það verður uppselt!
Ígildi þeirra miða sem innifaldir eru með sýningaraðild er dregin frá heildarupphæðinni áður en reikningur fyrir ráðstefnugjöldum er sendur út.

Sýningarpassi veitir aðgang að sýningarsvæði, mat, kaffi, og í kokteilinn (gildir EKKI í ráðstefnusalina).
Þessi passi er skráður á fyrirtæki/kaupanda. Hann gildir fyrir handhafa og getur því gengið á milli vakta í sýningarbásnum yfir daginn. Sýningaraðilar geta keypt fleiri sýningarpassa ef þeir vilja hafa fleiri á svæðinu eða í kokteilnum. Hægt að panta þá hér og kostar hver aukapassi 10.000 kr.

Sýningarpassarnir eru afhentir á þriðjudeginum frá kl. 9 - 16 á upplýsingaborði UTmessunnar á Grand hóteli þ.e. á sama tíma og básarnir eru settir upp. Það er á ábyrgð þess sem sækir þá að koma þeim til þeirra sem eru að vinna í básunum. Sýningaraðilar bera einnig ábyrgð á því að koma sýningarpössum á milli vakta.

ATH. Sýningaraðilar fá engin sérstök afsláttarkjör af ráðstefnugjaldinu en skráðir félagar í Ský fá veglegan afslátt af ráðstefnupassanum.

Upplýsingar um ráðstefnugesti

Ráðstefnugestir á UTmessunni fá afhent nafnspjald með QR kóða. QR kóðinn er „Business Card“ á staðlinum vCard 3.0 og inniheldur upplýsingar um nafn, fyrirtæki og netfang.

Sýnendur geta sótt upplýsingar um gesti á rafrænan hátt með því að skanna QR kóðann á nafnspjaldinu (með leyfi gestsins) t.d. með síma og þá fara upplýsingarnar inn í tengiliðalistann inn í símanum eða sótt Badge Scanner app til að safna tengiliðaupplýsingum. Við mælum t.d. með að nota appið  frá BadgerScan.org.

Hér er dæmi um QR kóða sem notaður er á nafnspjöldin:

QR code example

Upplýsingar um sýnanda á vef UTmessunnar

Við settum upp sérstaka síðu á vefnum þar sem sýnendur geta sett inn upplýsingar og lógó um sitt fyrirtæki.  Hér getið þið komið á framfæri ef eitthvað skemmtilegt verður í gangi í básnum og einnig getið þið tengt inn á undirsíðu á ykkar vef  ef þið eruð t.d. með sér síðu um UTmessuna.

Sendið okkur línu ef þið viljið breyta einhverju: https://utmessan.is/syningarsvaedi/synendur.html

Partý í lok dags
Það verður veglegur kokteill og pinnamatur í lok dags og vonum við að básarnir taki þátt í partýstemmingu og kveðji veturinn saman með okkur

NJÓTUM ÞESS AÐ VERA SAMAN Í RAUNHEIMUM – ÞAÐ ER EKKI SJÁLFGEFIÐ 😊