Þessi síða notar kökur (e. cookies) til að auðvelda þér að vafra um vefinn.

 

 

UTmessan hefur verið haldin árlega frá árinu 2011.
Hér er að finna myndir og yfirlit yfir dagskrá síðustu árin.  

2017: UTmessan var haldin í sjöunda skipti 3. og 4. febrúar 2017 í Hörpu

Föstudaginn 3. febrúar   - ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingatækni.
Laugardaginn 4. febrúar - opið fyrir almenning á sýningu á UT geiranum.

Rúmlega 1.000 ráðstefnugestir mættu á ráðstefnuhluta UTmessunnar
Um 13 þúsund manns kíktu við í Hörpu á laugardeginum

Að UTmessunni 2017 stóðu  Skýrslutæknifélagið (Ský) í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og Samtök iðnaðarins (SUT, IGI, SSP).

Í undirbúningsnefnd 2017 voru eftirtaldir aðilar:

Fyrir hönd Ský:
Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri UTmessunnar og Ský
Hildur Rut Halblaub, Ský
Snæbjörn Ingi Ingólfsson, stjórn Ský
Guðjón Karl Arnarson, stjórn Ský
Theódór R. Gíslason, stjórn Ský

Samstarfsaðilar:
Stefanía Sigurðardóttir, Háskólinn í Reykjavík
Jón Atli Hermannsson, Háskóli Íslands
Elínrós Líndal Ragnarsdóttir, Samtök iðnaðarins

Fyrir hönd Platinum samstarfsaðila:
Gísli Þorsteinsson, Nýherji
Atli Stefán Yngvason, Ljósleiðarinn
Þyrí Óskarsdóttir, Sensa
Ólafur Borgþórsson, Opin kerfi

Svona var stemmingin 

Heildardagskrá UTmessunnar 2017 

Heildardagskrá 2017 og myndir frá UTmessunni 2017 - Upptökur af fyrirlestrum og myndbönd á Youtube og svona var stemmingin 2017
Viðtal 
Martin Thorning - Microsoft HoloLens og viðtal Evgenia Ilyinskaya 

2016: UTMESSAN VAR HALDIN Í sjötta SINN 5. OG 6. FEBRÚAR 2016 Í HÖRPU

Á UTMESSUNA 2016 MÆTTU:

RÚMLEGA 1.000 RÁÐSTEFNUGESTIR 
FRÁ YFIR 300 FYRIRTÆKJUM

TÆPLEGA 100 FYRIRLESARAR OG 12 FUNDARSTJÓRAR
og 12 ÞEMALÍNUR Á RÁÐSTEFNUHLUTA UTMESSUNNAR
UM 300-500  STARFSMENN STÖRFUÐU Í SÝNINGARBÁSUM FRÁ UM 100 FYRIRTÆKJUM

HEILDARDAGSKRÁ UTMESSUNNAR 2016

SJÁÐU UPPTÖKUR AF FYRIRLESTRUM Á YOUTUBE

TÆPLEGA 10.000 MANNS KÍKTU Í HÖRPU Á OPNA DEGINUM 

FULLT AF LJÓSMYNDUM OG SVONA VAR STEMMINGIN

Föstudaginn 5. febrúar   - ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingatækni.
Laugardaginn 6. febrúar - opið fyrir almenning á sýningu á UT geiranum.

Í undirbúningsnefnd 2016 eru eftirtaldir aðilar:

Fyrir hönd Ský:
Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri UTmessunnar og Ský
Guðjón Karl Arnarson, stjórn Ský
Snæbjörn Ingi Ingólfsson, stjórn Ský

Samstarfsaðilar:
Eiríkur Sigurðsson / Gréta María Bergsdóttir, Háskólinn í Reykjavík
Jón Atli Hermannsson, Háskóli Íslands
Elínrós Líndal Ragnarsdóttir, Samtök iðnaðarins

Fyrir hönd Platinum samstarfsaðila:
Gísli Þorsteinsson, Nýherji
Ólafur Borgþórsson, Opin kerfi
Elísabet Einarsdóttir, Gagnaveita Reykjavíkur
Þyrí Óskarsdóttir, Sensa

2015: UTmessan var haldin í fimmta sinn 6. og 7. febrúar 2015 í Hörpu

Um 990 ráðstefnugestir og yfir 8.000 mættu á laugardeginum að skoða tölvugeirann.

Myndir frá UTmessunni 2015
Samantektarmyndband 2015
Heildardagskrá UTmessunnar 2015
UT-verðlaun 2015

Föstudaginn 6. febrúar   - ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingatækni.
Laugardaginn 7. febrúar - opið fyrir almenning á sýningu á UT geiranum.

Að UTmessunni stendur Skýrslutæknifélagið (Ský) í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og Samtök iðnaðarins (SUT, IGI, SSP). Einnig er unnið náið með tengiliðum Platinum samstarfsaðila.

Í undirbúningsnefnd 2015 vorueftirtaldir aðilar:

Fyrir hönd Ský:
Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri UTmessunnar og Ský
Ragnheiður H. Magnúsdóttir, stjórn Ský
Sigurður Friðrik Pétursson, stjórn Ský
Ólafur Tr. Þorsteinsson, stjórn Ský

Samstarfsaðilar:
Gréta María Bergsdóttir, Háskólinn í Reykjavík
Dagrún Briem, Háskóli Íslands
Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, Samtök iðnaðarins

Fyrir hönd Platinum samstarfsaðila:
Inga S. Björgvinsdóttir, Promennt
Gísli Þorsteinsson, Nýherji
María Ingimundardóttir, Opin kerfi
Jón Finnbogason, Síminn 

2014: UTmessan var haldin í fjórða sinn 7. og 8. febrúar í Hörpu.

Um 850 ráðstefnugestir og yfir 9.000 mættu á laugardeginum að skoða tölvugeirann.

Myndir frá UTmessunni 2014    
Samantekt 2014- myndband
Dagskrá UTmessunnar 2014   
UT-verðlaun 2014

Föstudaginn 7. febrúar   - ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingatækni.
Laugardaginn 8. febrúar - opið fyrir almenning á sýningu á UT geiranum.

Að UTmessunni stendur Skýrslutæknifélagið (Ský) í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og Samtök iðnaðarins (SUT, IGI, SSP). Einnig er unnið náið með tengiliðum Platinum samstarfsaðila.

Í undirbúningsnefnd 2014 voru eftirtaldir aðilar:

Fyrir hönd Ský:
Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri UTmessunnar og Ský
Ragnheiður H. Magnúsdóttir, stjórn Ský
Guðmundur A. Þórðarson, stjórn Ský

Samstarfsaðilar:
Björn Þór Jónsson/Kristine Helen Falgren, Háskólinn í Reykjavík
Dagrún Briem, Háskóli Íslands
Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, Samtök iðnaðarins

Fyrir hönd Platinum samstarfsaðila:
Oddur Ö. Halldórsson, CCP
Inga S. Björgvinsdóttir, Promennt
Gísli Þorsteinsson, Nýherji
María Ingimundardóttir, Opin kerfi 


2013: UTmessan var haldin í þriðja sinn 8. og 9. febrúar 2013 í Hörpu

Um 700 ráðstefnugestir og yfir 5.000 mættu á laugardeginum að skoða tölvugeirann.

Myndir frá UTmessunni 2013        Dagskrá UTmessunnar 2013 

Föstudaginn 8. febrúar   - ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingatækni. Um 800 gestir voru á ráðstefnunni.
Laugardaginn 9. febrúar - opið fyrir almenning á sýningu á UT geiranum. Yfir 5.000 gestir kíktu í Hörpu á laugardeginum.

Að UTmessunni stendur Skýrslutæknifélagið (Ský) í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands og Samtök iðnaðarins (SUT, IGI, SSP). Einnig er unnið náið með tengiliðum Platinum samstarfsaðila.

Í undirbúningsnefnd 2013 voru eftirtaldir aðilar:
Fyrir hönd Ský:
Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri UTmessunnar og Ský
Ragnheiður H. Magnúsdóttir, stjórn Ský
Guðmundur A. Þórðarson, stjórn Ský
Frá Háskólanum í Reykjavík: Kristine Helen Falgren og Björn Þór Jónsson
Frá Háskóla Íslands: Ingi Rafn Ólafsson
Frá Samtökum iðnaðarins: Katrín Dóra Þorsteinsdóttir
Frá Platinum samstarfsaðilum:
CCP: Oddur Ö. Halldórsson
Nýherji: Gísli Þorsteinsson
Opin kerfi: María Ingimundardóttir og Ólafur Borgþórsson
Microsoft Ísland: Halldór J. Jörgensson

2012: UTmessan var haldin í annað sinn fimmtudaginn 9. febrúar 2012.

Myndir frá UTmessunni 2012        Dagskrá UTmessu 2012

Þar sameinast í einum viðburði öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki Íslands og sýna fagfólki í UT og öðrum landsmönnum hve flottur UT geirinn á Íslandi er.  
 
UTmessan var í þetta sinn haldin á Grand hóteli sem eins dags viðburður. Ráðstefna og sýning fyrri part dags en opnað var fyrir almennig seinnipart dags.
 
Að UTmessunni stendur Skýrslutæknifélagið (Ský) í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands, Microsoft Íslandi og Samtök iðnaðarins (SUT, IGI, SSP).
 
Í undirbúningsnefnd 2012 eru eftirtaldir aðilar:
Fyrir hönd Ský:
Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri UTmessunnar og Ský
Sigrún Gunnarsdóttir
Þórhildur Hansdóttir Jetzek
Sigurður Friðrik Pétursson
Frá Háskólanum í Reykjavík: Kristine Helen Falgren
Frá Háskóla Íslands: Páll Melsted
Frá Microsoft Íslandi: Eric Heinen
Frá Samtökum iðnaðarins: Katrín Dóra Þorsteinsdóttir 

2011: UTmesssan var haldin í fyrsta sinn daganna 18. og 19. mars 2011.

 
Föstudaginn 18. mars 2011 var ráðstefna fyrir fagfólk í upplýsingatæknigeiranum á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. Þar voru UT verðlaunin afhent í annað sinn af forseta Íslands, hr. Ólafi Ragnari Grímssyni.
 
Laugardaginn 19. mars var sýning opin almenningi í byggingu HR í Öskjuhlíð þar sem öll helstu UT fyrirtæki landsins tóku þátt.  Einnig voru ókeypis örkynningar í gangi allan daginn. Um 2.500 manns mættu á vel heppnaðan dag. 
 
 
 
Í undirbúningsnefnd 2011 voru eftirtaldir aðilar:
Fyrir hönd Ský:
Arnheiður Guðmundsdóttir
Sigrún Gunnarsdóttir
Þórhildur Hansdóttir Jetzek
Hjörtur Grétarsson
Sigurður Friðrik Pétursson
Frá Háskólanum í Reykjavík: Kristine Helen Falgren
Frá Háskóla Íslands: Kristján Jónasson
Frá Microsoft Íslandi: Halldór Jörgensson
Frá Samtökum iðnaðarins: Bjarni Már Gylfason og Davíð Lúðvíksson 

Hvað er UTmessan?

UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Tilgangurinn er ekki síst til að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin hér á landi. Á UTmessuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.  

UTmessan skiptist í tvo daga:

Föstudagur: Ráðstefna og sýning um það helsta sem er að gerast í tölvugeiranum. 

Laugardagur: Þar sýna öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins það sem þau hafa fram að færa á sérstakri tölvusýningu.

 

Fyrir hverja?

Föstudagur: Ráðstefnudagur og sýning ætluð fagfólki um upplýsingatækni svo sem þá sem starfa í eða við tölvumál eða hafa brennandi áhuga á þeim. 

Skrá þarf þátttöku á ráðstefnuna sérstaklega í gegnum þar til gert skráningarform og er þátttökugjaldi stillt í hóf.

Laugardagur: Sýningin er ætluð öllum sem vilja sjá hvað tölvugeirinn hefur upp á að bjóða. Ný tækni, þrautir, kynningar og leikir verða í gangi á sýningarsvæðinu sem hentar öllum aldri. Ýmis verkefni verða kynnt í ráðstefnusölum og hefur hönnunarkeppni HÍ verið hluti af UTmessunni síðustu ár. Skemmtun við allra hæfi fyrir alla.

Aðgangur að sýningardegi UTmessunnar er ókeypis og eru ungir sem aldnir hvattir til að mæta og sjá framtíðina með berum augum.  

Af hverju UTmessan?

UTmessan hefur fest sig í sessi sem einn helsti vettvangur fyrirlestra, umræðna, skoðanaskipta og nýjunga í tölvugeiranum á Íslandi og endurspeglar mikilvægi tölvutækninnar í daglegu lífi okkar allra. Þar er jafnframt að finna umfangsmikið og fjölbreytt sýningarsvæði þar sem öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins sýna framtíðina í tækjum og vörum sem ætíð vekja mikla athygli og er fjölsótt. Á síðustu árum hefur UTmessan í auknum mæli orðið sá staður þar sem íslenskir og erlendir sérfræðingar kynna það helsta í þessum geira og endurspeglar hún þann fjölbreytileika, framþróun og möguleika sem upplýsingatæknin býr yfir.

Nemendum í þessum greinum hefur fjölgað umtalsvert hér á landi á síðustu árum enda hefur UTmessan, sem einn fjölsóttasti atburður sinnar tegundar hér á landi, sýnt fram á hversu fjölbreytt starfssviðið er, atvinnumöguleikar góðir og að það hentar öllum, óháð kyni.