Skip to main content

Laugardaginn 8. febrúar 2020 kl. 10 - 17

- ókeypis inn fyrir alla
Líf og fjör á UTmessunni í Hörpu

SÝNINGARSVÆÐI UTMESSUNNAR OPIÐ ALLAN DAGINN frá kl. 10 - 17
helstu tæknifyrirtæki og skólar sýna það nýjasta í dag
- alls kyns getraunir, keppnir og leikir í gangi, gjafir fyrir gesti og gangandi

Hér til hliðar eru upptalin öll fyrirtækin sem eru með bás á sýningarsvæðinu

ELDBORG - 2. HÆÐ
Nei hættu nú alveg - tækniquiz - Skemmtileg spurningakeppni fyrir alla fjölskylduna kl. 13 og kl. 14.
- allir geta tekið þátt
Vilhelm Anton Jónsson er einn reyndasti og skemmtilegasti spurningahöfundur landsins. Hann stýrir spurningakeppni sem gestir taka þátt í með Kahoot forritinu í snjalltækjum sínum.
Spurningarnar verða léttar, skemmtilegar og skrýtnar eins og í anda hlaðvarpsins Nei hættu nú alveg.

Þetta eru 2 ótengdar spurningakeppnir og er fólki velkomið að taka þátt í annari eða báðum - eins og hverjum og einum hentar.

Verðlaunaafhending NÍUnar fer fram í Eldborg kl. 16:15.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, veitir verðlaunin. Komdu og sjáðu hverjir vinna sér inn titilinn bestu hakkarar Íslands!

RÍMA - 1. HÆÐ
Nían - Netöryggiskeppni íslenskra ungmenna frá kl. 10
- fylgstu með krökkum að hakka
Í Netöryggiskeppni íslenskra ungmenna býðst gestum að fylgjast með upprennandi hökkurum beita aðferðum sem notaðar hafa verið til að brjótast inn í allt frá heimabönkum upp í flugvélar.

Verðlaunaafhending fer fram í Eldborg kl. 16:15.

NORÐURLJÓS - 2. HÆÐ
Sjáðu og prófaðu ýmsar skemmtilegar tækninýjungar

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK:
Systur: Leyfa öllum að tæta í sundur tölvur og reyna að setja þær aftur saman.
Rúdolf – fjarstýrður bíll með myndavél: Prufaðu að keyra bíl sem er fjarstýrt með leikjastýri. Bílstjórinn sér það sem bíllinn sér með FPV (First Person View) myndavél. Bíllinn er einnig sjálfkeyrandi eftir GPS hnitum og útbúinn árekstrarskynjurum.
RU Racing: Kynning á nýjasta Formúla Stúdent bíl Háskólans í Reykjavík.
Radd og máltæknistofa Háskólans í Reykjavík: Anna Vélmenni. Komdu og kenndu vélmenninu Önnu að tala íslensku.
Samrómur: Samrómur er verkefni sem snýr að því að safna röddum íslendinga til þess að kenna tækjum íslensku. https://samromur.is/
Skema: Vatnspíanó, vatnstrommur, vatnsgítar
              Forritunarborð
              Minecraftborð
              Krílahorn
              Vélmennagryfja
Tölvuleikurinn CubeRat: Þetta er 2D pixleart leikur. Þú spilar sem Amy sem var að byrja í nýrri vinnu, til að fá stöðuhækkun þarf spilarinn að klára mini-games eða þrautir sem samstarfaðilar leggja fyrir þig.

TÆKNISKÓLINN: Ferðalag til Mars með Tækniskólanum
Nemendur og kennarar í Tækniskólanum verða í Norðurljósasal á laugardag og bjóða uppá ferð til Mars. Gestir eiga kost á því að stíga inní sýndarveruleikaheim með landslaginu á pláhnetunni Mars. Nemendur í ljósmyndun og grafiskri miðlun bjóða uppá myndatöku á Mars og gestir geta fengið að stýra vélmennum sem keppa í einskonar bardaga. Að auki má sjá nokkur sveinsprófsverkefni, frá nemendum úr rafeindavirkjun, í Norðurljósasal. En þar gefur að líta verkefni sem nemendur hafa smíðað frá grunni, bæði rafrásir og grind, með hjálp 3D prentara og laserskurðarvél. Gestir fá að líta augum geimskutlu sem er meira en mannhæðarhá og allir fá minjagrip á meðan birgðir endast. Verið hjartanlega velkomin og kynnist námsframboði og vélbúnaði Tækniskólans. Byrjaðu hjá okkur og breyttu framtíðinni!

SILFURBERG (A) - 2. HÆÐ
Sjáðu og prófaðu ýmsar skemmtilegar tækninýjungar

HÁSKÓLI ÍSLANDS:

  • Vísindasmiðjan leiðir gesti inn í leyndardóma vísindanna.
  • Nemendur í Team Spark sýna og fræða gesti um nýja rafmagnsknúna kappaksturbílinn
  • Sjáðu Ísland í öðru ljósi: Hitamyndataka úr flugvél varpar ljósi á umhverfi og náttúru landsins sem ekki sést með berum augum.
  • Hvað er Örtækni?: Kynntu þér rannsóknir í örtækni og hvernig hún hefur áhrif á okkar daglega líf.
  • Prufaðu tölvuleiki nemenda í tölvunarfræði við Háskóla Íslands.
  • Prufaðu tölvuleikinn Mína og draumalandið hjá Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands..
  • Ertu lagviss eða laglaus? Háskóli Íslands og Íslensk erfðagreining rannsaka tóna- og taktvísi Íslendinga.
  • Neðansjávar fornleifar: Kafaðu að skipsflaki í sýndarveruleika með Fornleifafræðinni í Háskóla Íslands.
  • Kynntu þér vélar og tæki nemenda í tæknifræði við Háskóla Íslands.
  • Sigurvegarar Legokeppninnar 2019 sýna forritun með Lego og kynna rannsóknaverkefni sitt.

SILFURBERG (B) - 2. HÆÐ
Hönnunarkeppni véla- og iðnverkfræðinema frá kl. 12
- hægt að ganga inn og út að vild á meðan á keppninni stendur
Hönnunarkeppni Háskóla Íslands er árlegur viðburður sem haldinn er af véla- og iðnaðarverkfræðnemum. Keppendur þurfa að hanna og smíða róbóta sem þurfa að leysa ýmsar þrautir á keppnisdag. Þeirri hönnun sem gengur best hlýtur fyrstu verðlaun. Origo og Marel eru bakhjarlar keppninnar ásamt UTmessunni.

Í SÝNINGARBÁSUM FYRIRTÆKJA VERÐUR M.A. EFTIRFARANDI:

Landsliðið í Vélmennaforritun sýnir kúnstir sínar og leyfir gestum að prófa að stýra keppnisvélmenni þeirra með eigin höndum.

SENSA: Prófaðu skjálftamælinn! Hversu langt ert þú kominn í skýjavegferðinni? Ertu enn fastur í 2011 eða ertu með okkur hinum í 2020?

ORIGO: Skilaboð Origo til UTmessugesta 2020 er að með sjálfvirknivæðingu líður þér sjálfkrafa vel. Kíktu inn í Origo leyniherbergið og láttu vellíðan fossa yfir þig. Origo básinn er á 2. hæð.

OPIN KERFI: Stafrænn vinnustaður og snjallar lausnir, hugsaðu út fyrir boxið. Kynntu þér snjalla bjórgerð, taktu þátt í snjöllum teningaleik, þekkirðu AR (Augmented Reality) kíktu við ef þú vilt fræðast um það, allt er á fleygiferð í tækniheimum. Kíktu við á básnum okkar, kannski glaðningur í boði.

MAREL: Marel gefur góðgæti, gegnumlýst í rauntíma af vél hannaðri til að finna aðskotahluti í matvælum. Komið og lærið um hátækni í matvælaframleiðslu.

UNICONTA: Komið og hittið Sollu stirðu! Solla stirða verður á Uniconta básnum frá 11 til 13. Ofurhetjur á öllum aldri fá Uniconta blöðru og mynd af sér með Sollu.

GENKI INSTRUMENTS: Prófaðu Halo hringinn sem gerir þér kleift að stýra glærum og kynningum á nýjan máta og er ætlað að auka sjálfstraust notenda við kynningar. Hönnun hringsins gerir notendum kleift að stýra glærum á náttúrlegan hátt, hvort sem er með hreyfingum eða með tökkum sem auðvelt er að ná til með þumalfingri.

PARITY: Parity framleiðir tölvuleiki innblásna af íslenskri náttúru, þjóðsögum og kynjaveröld hins dulúðuga og yfirnáttúrulega. Í þróun hjá Parity er leikurinn Island of Winds, margslunginn ævintýraheimur þar sem spilarinn hefur för sína sem norn á 17. öld.

ÁRNASTOFNUN: Spilaðu einfaldan tölvuleik þar sem þú færð upp orð af handahófi úr tölvuorðasafninu og giskaðu á því hvað það þýðir. Einnig verður flettispjald á staðnum þar sem hægt er að skrifa orð sem því finnst vanta og safna þannig orðum.

ITERA: Itera kynnir hvað það þýðir að vera sérfræðingar í að skapa stafræn viðskipti og gefa pop sockets á meðan birgðir endast.

TÆKNINÁM.IS: Þú gætir unnið airPods ef þú mætir á básinn hjá Tækninám.is á Utmessunni á laugardeginum og skráir þig inn á Tækninám.is.

ADVANIA: Á laugardag geta gestir UTmessunnar spjallað við nýja spjallmennið okkar, hann Adda. Addi hefur brennandi áhuga á umhverfismálum og er mjög viðræðugóður um þau málefni. Þeir, sem spjalla við Adda gefst færi á að vinna rafmagnshlaupahjól.