Samstarfs- og sýningaraðild 2026
UTmessan samanstendur af ráðstefnu annars vegar og sýningu hins vegar og er tveggja daga viðburður.
Á föstudeginum er ráðstefnu- og sýningardagur fyrir tæknifólk og kostar inn þann dag. Í lok dags eru UT-verðlaun Ský afhent. Á laugardeginum er frítt inn fyrir alla og þar mæta fjölskyldur og einstaklingar á glæsilega tæknisýningu og vonandi vaknar áhugi á tækni hjá gestum og þá sérstaklega unga fólkinu á að vinna í tæknigeiranum í framtíðinni. Öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins sýna þar nýjustu tækni og tól ásamt hugbúnaði og fleiru tengt tæknigeiranum.
UTmessan er ein stærsta og glæsilegasta tæknisýning á Íslandi og eru þau fyrirtæki sem eru á sýningarsvæði UTmessunnar í fararbroddi í tölvugeiranum óháð því hvort Ísland sé þeirra markaðssvæði eða ekki. Allir hafa sameiginlega hagsmuni af því að hvetja sem flesta til að fara í tölvutengt nám og því eru mörg fyrirtækjanna þarna einungis til að sýna að það að vinna í tölvugeiranum er áhugavert og fjölbreytt. Ekki gleyma því að foreldrar gætu verið framtíðarviðskiptavinir þínir.
Sýnendur skuldbinda sig til að vera með fulla viðveru bæði föstudag og laugardag (nema Kopar aðild).
SVINDLPÓSTAR: Við vörum við svikapóstum þar sem reynt er að selja lista og aðili þykist vera tengdur UTmessunni. VIÐ SELJUM ENGA ÞÁTTTAKENDALISTA!
OPNAÐ VERÐUR FYRIR PANTANIR Á SÝNINGARSVÆÐI UTMESSUNNAR 2026 Í SEPTEMBER 2025
UPPLÝSINGAR UM VERÐ OG NÁNARI TÍMASETNING VERÐUR AUGLÝST SÍÐAR
PLATÍNUM
Platinum
-
16 m2 gólfpláss (8*2m)
á 1. hæð -
Bás bæði á ráðstefnu- og tæknidegi
-
Lógó og tengill á vef
-
4 sýningarpassar
-
6 miðar á ráðstefnuna
-
Auglýstur sem Platínum samstarfsaðili
-
Fulltrúi í undirbúningsnefnd
GULL
GOLD
-
10 m2 gólfpláss (5*2m)
á 1. hæð -
Bás bæði á ráðstefnu- og tæknidegi
-
Lógó og tengill á vef
-
3 sýningarpassar
-
4 miðar á ráðstefnuna
SILFUR
SILVER
-
6 m2 gólfpláss (3*2m)
á 1. hæð -
Bás bæði á ráðstefnu- og tæknidegi
-
Lógó og tengill á vef
-
2 sýningarpassar
-
1 miði á ráðstefnuna
BRONS
BRONZE
-
6 m2 gólfpláss (3*2m)
á 2. hæð -
Bás bæði á ráðstefnu- og tæknidegi
-
Lógó og tengill á vef
-
2 sýningarpassar
KOPAR
COPPER
-
6 m2 gólfpláss (3*2m)
á 1. hæð -
Bás aðeins á ráðstefnudegi
-
Lógó og tengill á vef
-
2 sýningarpassar
SPROTI
STARTUP
-
4 m2 gólfpláss (2*2m)
á 2. hæð -
Bás bæði á ráðstefnu- og tæknidegi
-
Lógó og tengill á vef
-
2 sýningarpassar
Af hverju að gerast samstarfsaðili?
Frábært tækifæri til að kynna þitt fyrirtæki, vörur og þjónustu fyrir stjórnendum, tæknimönnum og áhrifafólki í upplýsingatæknibransanum, nemum í tölvunarfræði og almenningi. Þetta á við um öll fyrirtæki sem eru beint eða óbeint háð upplýsingatækni og óháð markaðssvæði því tilgangurinn er að sýna tæknigeirann á Íslandi.
Þinn ávinningur
- Miðar á ráðstefnu UTmessunnar
- Sterkari tenging við aðstandendur UTmessunnar
- Tækifæri til að hitta vini og kunningja og efla tengslanetið
- Góð kynning á þínu fyrirtæki og hugmyndafræði
- Taka þátt í viðburði sem hefur það markmið að sýna Íslendingum hve mikil framþróun er í tæknigeiranum
- Tækifæri til að hafa áhrif á að ungt fólk velji sér UT sem framtíðarstarf - jafnvel þitt fyrirtæki sem framtíðarvinnustað!