Skip to main content

UTmessu vikan (off-venue) 2020

Viðburðir um allan bæ opnir almenningi á meðan húsrúm leyfir
- frítt inn en þarf að skrá sig fyrirfram á viðburðina

Fimmtudaginn 6. febrúar kl 16 á vegum Origo:

Origo og Lenovo bjóða þér í skemmtilega Lenovo kynningu fimmtudaginn 6. febrúar kl. 16:00 í Ægisgarði Brugghúsi. Tölvumarkaðurinn er á tímamótum og þróun fartölva er að taka miklum breytingum. Þetta er kjörið tækifæri til þess að kynnast öllum Lenovo nýjungum sem eru að gerast á markaðinum. 

En það má ekki gleyma aðalatriðinu, brugghúsið. Gestum gefst tækifæri á að smakka fjölda tegunda af bjór og á boðstólum verður að sjálfssögðu viðeigandi pörun á mat. 

Ókeypis er á viðburðinn en nauðsynlegt er að skrá sig.

Nánari lýsing á viðburðinum og skráningu er að finna hér

 

Fimmtudaginn 6. febrúar kl. 19:30 - 21:00 á vegum Vísindasmiðjunnar og Háskóla Íslands:

Legoforritun fyrir foreldra, á 90 mínútna forritunarnámskeið.

Í vinnusmiðjunni verður Legokeppnin kynnt stuttlega og svo fá foreldrar að spreyta sig við að forrita legoþjarkana og leysa þrautir. Unnið verður í hópum og fær hver hópur sinn þjark. Hámarksfjöldi í vinnusmiðjunni er því 15 manns.

Markmiðið smiðjunni er að veita foreldrum tækifæri á að kynnast betur því starfi sem börnin taka þátt í þegar þau skrá sig til leiks í Legokeppninni sem og þeim tækifærum sem í boði eru með að nýta legoforritunina í leik starfi og kennslu á borð við stærðfræði.

Aðgangur ókeypis en takmarkaður fjöldi kemst að.

Nánari lýsing á viðburðinum og skráningu er að finna hér.