Skip to main content

Tunglið rís á UTmessu í Hörpu 4. - 11. febrúar 2019

- opið fyrir alla í Hörpu á opnunartíma hússins.  Ókeypis inn og frábær upplifun!

Museum of the Moon eftir Luke Jerram

Credit Carl Milner  mYvPVjgH  Photo by Leeds Living

Museum of the Moon er listaverk eftir breska listamanninn Luke Jerram.

Listaverkið, sem er sjö metrar í þvermál, er uppblásið tungl með nákvæmum háskerpumyndum frá NASA af yfirborði Tunglsins. Skalinn á Tunglinu er 1:500.000, þar sem hver sentimetri á upplýstri kúlunni samsvarar um fimm kílómetrum á yfirborði Tunglsins.

Frá því að listaverkið leit dagsins ljós hefur það ferðast um heiminn og verið til sýnis bæði innan- sem utandyra. Hver sýning er því einstök sem gefur áhorfandanum ólíkar upplifanir og möguleika á túlkun listaverksins. Samhliða ferðalagi tunglsins um heiminn mun það safna hljóðbrotum, upplifunum gesta, sögum, goðsögnum og varpa ljósi á vísindin í Geimnum.

Þverfagleg nálgun Luke Jerram í verkum sínum snertir meðal annars á skúlptúrum, innsetningum og lifandi listum. Luke Jerram er fæddur og uppalinn á Bretlandi en hefur undanfarna tvo áratugi starfað víða um heim og oftar en ekki sett upp stór listaverk í almennum rýmum sem hafa vakið mikinn áhuga almennings og veitt þeim innblástur.

Um viðburðinn

Í ár verða 50 ár frá því að geimfarið Apollo 11 frá Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) hóf sig á loft frá yfirborði Jarðar og mannað geimfar lenti á yfirborði Tunglsins. Talið er að rúmlega 500 milljón manns hafi setið við sjónvörp sín á Jörðu niðri og fylgst með geimfaranum Neil Armstrong stíga sín fyrstu skref í þessu framandi umhverfi, þar sem hann mælti hina frægu setningu „þetta er eitt lítið skref fyrir mann – eitt risastökk fyrir mannkynið“.

Á þeirri hálfu öld sem liðin er frá tungllendingunni hefur þróun í tölvu- og upplýsingatækni tekið risastökk og nútímatækni er í dag gríðarlega stór og órjúfanlegur hluti af daglegu lífi mannkynsins.

Í tilefni af þessum tímamótum mun UTmessan bjóða almenningi á sérstaka dagskrá í Eldborgarsalnum þar sem gestum gefst meðal annars kostur á að líta til baka, fræðast um tæknina sem kom mannkyninu til Tunglsins, hvernig það er að búa í Geimnum og hvert tæknin mun leiða okkur í geimferðum á næstu 50 árum eða svo.

UTmessan ætlar einnig að bjóða gestum að komast í meira návígi við „Tunglið“ en áður hefur þekkst á Íslandi og mun gestum gefast kostur á því að skoða nákvæmt yfirborð Tunglsins með berum augum.

Dagana fyrir UTmessuna og á meðan henni stendur mun Listaverkið Museum of the Moon eftir breska listamanninn Luke Jerram verða sýnt í almenna rýminu í Hörpu.

Inni í tunglinu er ljósabúnaður og mun tunglið lýsa upp Hörpu að innan með fallegu tunglsljósi á kvöldin. Einnig mun ljósahjúpur Hörpu spila hlutverk með listaverkinu og setja svip sinn á upplifun gesta og þeirra sem ferðast framhjá Hörpu á meðan tunglið verður til sýnis. Ljósin 714 í glerhjúpi Hörpu mynda í sameiningu risavaxinn skjá með mjög lágri upplausn. „Tiny/Massive“ er nafn á skemmtilegum viðburði sem gengur út á að kanna hvernig skjár af þessu tagi getur gert upplifun fólks af borginni skemmtilegri. Þar á meðal er verk sem er sérhannað fyrir UTmessuna og gengur út á samspil tunglsins og stjarnanna og verður til sýnis utan á Hörpu 7. – 10. febrúar.

Það eru UTmessan, Ský og Háskóli Íslands sem snúa bökum saman og skipuleggja uppsetningu á listaverkinu í Hörpu.

Laugardaginn 9. febrúar er UTmessan opin almenningi. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir bjóða gestum og gangandi að fræðast um allt milli Tunglsins og Jarðar sem tengist tölvu- og upplýsingatækni.

Tunglið mun rísa í Hörpu þegar tekur að skyggja mánudaginn 4. febrúar næstkomandi og mun lýsa á gesti Hörpu og UTmessunnar til og með 11. febrúar.

----------- ENGLISH VERSION --------------------

 

The Moon rises at UTmessan in Harpa 4 - 11 February 2019

Museum of the Moon by Luke Jerram

Museum of the Moon is a new touring artwork by UK artist Luke Jerram.

Measuring seven metres in diameter, the moon features 120dpi detailed NASA imagery of the lunar surface. At an approximate scale of 1:500,000, each centimetre of the internally lit spherical sculpture represents 5km of the moon’s surface.

Over its lifetime, the Museum of the Moon will be presented in a number of different ways both indoors and outdoors, so altering the experience and interpretation of the artwork. As it travels from place to place, it will gather new musical compositions and an ongoing collection of personal responses, stories and mythologies, as well as highlighting the latest moon science.

Luke Jerram’s multidisciplinary practice involves the creation of sculptures, installations and live arts projects. Living in the UK but working internationally for 19 years, Jerram has created a number of extraordinary art projects which have excited and inspired people around the globe. Jerram has a set of different narratives that make up his practice which are developing in parallel with one another. He is known worldwide for his large scale public artworks.

About the Event

This year there will be 50 years since the spaceflight Apollo 11 launched from Earth’s surface into Space and four days later the first manned spacecraft landed on the surface of the Moon. It is estimated that over 500 million people watch a live broadcast when astronaut Neil Armstrong stepped out of the lunar module and onto the Moon’s surface and declared “That’s one small step for man, once giant leap for mankind”.

Since the moon landing, development in computer and information technology has taken a giant leap and today modern technology is in some sense an unbreakable part from your daily lives.

To celebrate the 50th anniversary of the Moon landing, UTmessan invites the public to a special agenda in Eldborg in Harpa where guests can look back to the past, learn about the technology that delivered mankind to the Moon, how we can survive in Space and where technology will bring us in the next 50 years or so.

UTmessan will also invite guests to get closer the “Moon” that ever before in Iceland and guests will have the opportunity to view the surface of the Moon up close.

The week before the UTmessan and during the two-day conference the artwork Museum of the Moon by Luke Jerram will be showcased in the main hall of Harpa.

Inside the artwork are light fixtures and the moon will light up its surrounding in Harpa during the evenings. The light sculpture of Harpa’s class windows will also play a role with the artwork for people walking past the building

UTmessan, Ský and the University of Iceland collaborated for the exhibition of the moon in Harpa.

Saturday February 9th UTmessan will be open to the public where companies and institutions invite guests to experience the newest trends in the computer and technology sector.

The moon will rise in Harpa in the twilight on Monday February 4th and will shine on visitors in Harpa and UTmessan until February 11th.

http://my-moon.org/