Um 400 ráðstefnugestir og um 1.000 manns mættu til að skoða tölvugeirann þrátt fyrir mjög slæmt veður.
UTmessan var í þetta sinn haldin á Grand hóteli sem eins dags viðburður. Ráðstefna og sýning fyrri part dags en opnað var fyrir almennig seinnipart dags.
Þar sameinast í einum viðburði öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki Íslands og sýna fagfólki í UT og öðrum landsmönnum hve flottur UT geirinn á Íslandi er.
Að UTmessunni stóðu Skýrslutæknifélagið (Ský) í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands, Microsoft Íslandi og Samtök iðnaðarins (SUT, IGI, SSP).
Undirbúningsnefnd:
Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri UTmessunnar og Ský
Sigrún Gunnarsdóttir, stjórn Ský
Þórhildur Hansdóttir Jetzek, stjórn Ský
Sigurður Friðrik Pétursson, stjórn Ský
Fyrir hönd samstarfsaðila:
Kristine Helen Falgren, Háskólinn í Reykjavík
Páll Melsted, Háskóli Íslands
Eric Heinen, Microsoft Ísland
Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, Samtök iðnaðarins