Skip to main content

UTmessu dagar 2022 - Hér og þar (OFF-VENUE)

Fróðlegir og skemmtilegir viðburðir í tengslum við UTmessuna.

Leystu Tæknikrossgátu UTmessunnar

Hlustaðu á UT-svar, spurningakeppni milli tilnefndra til UT-verðlauna Ský í nýjum hlaðvarpsþáttum


Miðvikudaginn 25. maí kl. 9 - 17 á Grand hóteli:

Netöryggiskeppni Íslands, Gagnaglíman, er haldin af frumkvæði háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Keppnin reynir á þekkingu og aðferðir sem notaðar hafa verið til að brjótast inn í allt frá heimabönkum upp í flugvélar. Hér etja kappi færustu ungu hakkarar landsins í æsispennandi keppni til að skera úr um hver er besti ungi hakkari landsins.


Mánudaginn 23. maí í Perlunni:

Sjáðu alheiminn í nýju ljósi í Stjörnuveri Perlunnar - Þú og alheimurinn!
Ef þú gætir séð fjarlægasta ljós alheimsins frá garðinum þínum, hvernig myndi það líta út? Hvernig verða stjörnuþokur til og hvernig passa þær inn í stóra samhengið, sjálfan alheiminn?
Nánari dagskrá og skráning (frítt inn fyrir alla á meðan húsrúm leyfir)


Laugardaginn 5. febrúar 2022 - Tæknidagur UTmessunnar:

Dagskrá Háskóla Íslands í tengslum við UTmessuna

Hönnunkarkeppni HÍ
Hönnunarkeppni véla-og iðnaðarverkfræðinema haldin í 30. skipti í Háskólabíó.
Keppnin gengur út á að búa til tæki sem leysir stutta braut með þrautum. Tækið verður að keyra af sjálfsdáðum og má ekki vera stjórnað af lifandi veru.
Keppnin er opin öllum og eru vegleg verðlaun í boði fyrir fyrstu sætin.
1. sæti: Kr. 400.000,- frá Marel
2. sæti: Kr. 300.000,- frá Marel
3. sæti: Kr. 200.000,- frá Marel
Frumlegasta hönnunin: Kr. 200.000,- frá Samey Robotics.
Nánari upplýsingar um keppnina er að finna á facebook viðburði keppninnar og á vef HÍ.

Legokeppnin
Legokeppnin "First Lego League Ísland 2021" er hönnunarkeppni grunnskólanna og verður sýnd í streymi laugardaginn 5. febrúar næstkomandi kl. 15:00.
Hlekkur á útsendinguna mun birtast á facebook viðburði keppninnar.
Legokeppnin er venjulega haldin í nóvember á hverju ári í Háskólabíói, þar sem keppnislið mæta og taka þátt í skemmtilegri og spennandi keppni. Samkomutakmarkanir vegna Covid-19 gerðu það að verkum að keppninni var frestað fram yfir áramót og að lokum var hún færð yfir á netið.
Þátttakendur eru nemendur, á aldrum 9-16 ára, frá níu grunnskólum víðs vegar af landinu og samtals eru tíu lið sem taka þátt í keppninni í ár.