Skip to main content

Ráðstefnudagskrá - föstudaginn 2. febrúar 2024
(Conference Agenda - friday february 2nd)

Ráðstefnu og sýningardagur fyrir tæknifólk með tíu þemalínum kl. 8:30-18:30. Einungis opið skráðum ráðstefnugestum.
(Conference and Expo day for tech people with ten tracks from 8:30-18:30. Only open for registered conference guests.)

Dagskrá ráðstefnunnar verður birt í 1. desember
(Conference agenda will be published 1 December)

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Kl. 8:30 @ELDBORG

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
(Minister of Higher Education, Science and Innovation)

Hr. Guðni Th. Jóhannesson

Kl. 16:00 @ELDBORG

Forseti Íslands
(President of Iceland)

FJARSKIPTI (CONNECTIVITY)

Hvert er hlutverk þitt þegar allt fer í skrúfuna?

Góðar neyðaráætlanir verða sífellt mikilvægari fyrir fyrirtæki og stofnanir en það er flókið að útfæra þær á einfaldan hátt. Mikilvægir þættir neyðaráætlana verða útskýrðir, hugtök rædd og farið yfir nokkur hagnýt ráð til að bæta þær áætlanir sem fyrirtæki eiga. Fyrirlesturinn á erindi við stjórnendur sem vilja tryggja samfellu í rekstri og sérstaklega stjórnendur fyrirtækja og stofnana sem munu á næstu árum falla undir gildissvið NIS2 og DORA laga þar sem áhersla er lögð á viðnámsþrótt og neyðaráætlanir fyrirtækja.
Ebenezer Böðvarsson, Syndis ehf.

Optical fibre access is moving to multi-gig

The ubiquity of optical fibre access is transforming the way people experience the internet, whether it's at home or in the workplace. Across the globe, telcos are stepping up their game by providing speeds exceeding one gigabit per second. But what's driving this shift, and do residential users require multi-gigabit? Eric Festraets from Nokia delves into this transformation, shedding light on consumer behaviour and role of quality of experience in ensuring customer satisfaction.
Erik Festraets, Nokia

Það þurfa engin X segamegabita hraða!

Við hvert einasta kynslóðarhopp í nethraða kemur einhver og segir „það þurfa engin allan þennan nethraða” en þegar við horfum á þannig ummæli í baksýnisspegli þá eldast þau illa og þá hratt. Frægar tilvitnanir eins og „þú þarft aldrei meira en 64KB af vinnsluminni” er dæmi um mótbárur sem súrnuðu hratt. En hvernig hefur þróun á nethraða verið, á hvaða vegferð erum við og hvaða áhrif hefur nethraði?
Ingvar Bjarnason, Míla

Áreiðanleg og áfallaþolin net

Fyrirlesturinn gengur út á að kynna stefnumörkun fjarskiptayfirvalda þar sem mælanleg markmið hafa verið sett fram um áreiðanleg og áfallaþolnari net. Íslendingar hafa lengi barist við náttúruöflin og er okkur tamt að bregðast tafalaust við aðstæðum sem oft geta verið ófyrirsjáanlegar. Þá eru ýmsar fyrirbyggjandi ráðstafanir sem gerðar eru í fjarskiptageiranum til að tryggja rekstraröryggi netþjónustu fyrir endanotandann lykilatriði. Verkefnið gengur út á mikilvægi þess að hafa ekki öll eggin í sömu körfu þegar kemur að högun grunnfjarskiptaneta með áherslu á að varaleiðir eða aðrar ráðstafanir séu tiltækar þegar truflanir eða rof verða á almennri fjarskipaþjónustu eins og farnetsþjónstu og net- og Internetþjónustu fyrir endanotendur.
Njörður Tómasson, Fjarskiptastofa

Þróun fjarskipta til framtíðar

Öflug og örugg fjarskipti eru einn af hornsteinum framþróunar og við eigum erfitt með að ímynda okkur samfélagið án háhraða fjarskiptaneta. Farið verður yfir tæknilega framþróun þeirra síðustu árin með sérstaka áherslu á farnet (mobile network), skyggnst inn í framtíðina (5G Advanced, 5.5G, 6G) og spáð fyrir um hvaða þýðingu þróunin hefur fyrir notendaupplifun og gæði þjónustu. Þá verður einnig fjallað um hvaða kröfur framtíða farnet gerir til tæknilegra innviða landsins.
Ólafur Magnússon, Nova

GERVIGREIND (AI)

Navigating the Generative AI Frontier: From MLOps to GenAI Ops

Developing and deploying generative AI models is a complex and challenging task. It requires a new set of skills, tools, and processes, which we refer to as GenAI Ops. This presentation will present the challenges and opportunities of generative AI, and how GenAI Ops can help you address them..
Florian Rosenberg, Crayon Group

Má nota facebook stöðufærsluna mína frá 2008 til að þjálfa ChatGPT?

Vefkökur sem „skríða“ um netið og lesa vefsíður eru oft notaðar til að safna upplýsingum til að þjálfa spunagreind. Þær safna hins vegar í leiðinni mikið af persónuupplýsingum og höfundarréttarvörðu efni. Í Bandaríkjunum hafa verið höfðaðar hópmálsóknir gegn Open AI vegna persónuverndar- og höfundaréttarbrota. ChatGPT var einnig bannað tímabundið í mars 2023 af ítölsku persónuverndaryfirvöldum. Skortir lögmætan grundvöll fyrir þessari vinnslu persónuupplýsinga eða er þjálfunin óheimil vegna einkaréttar höfunda? Ef svo, hvaða áhrif hefur það á fyrirtæki sem nota forritin?
Hafliði Kristján Lárusson og Thelma Christel Kristjánsdóttir, BBA//Fjeldco

Mistök gervigreindar

Gervigreindin er allt í kringum okkur, hún getur skapar mikið virði fyrir samfélagið og væntingar okkar gagnvart henni eru miklar. En gervigreind er ekki gallalaus. Hún getur mismunað þjóðflokkum, kynjum og öðrum hópum á grundvelli eiginleika sem skipta engu máli. Henni hefur verið beitt við misalvarlegar aðstæður, allt frá flokkun mynda og þýðingu texta yfir í mat á því hvort einstaklingur muni brjóta aftur af sér sem er notað við að meta hvort viðkomandi fái fangelsisdóm eða ekki. Í þessu erindi förum við yfir dæmi um það hvernig gervigreind hefur verið hagnýtt og hvernig mistök hún hefur gert. Tilgangurinn er að varpa ljósi á þá áhættu sem fylgir því að treysta of mikið á gervigreind við viðkvæmar ákvarðanir og læra þannig af mistökum annarra.
Hafsteinn Einarsson, Háskóli Íslands

The powers of spatial computing & AI

Embark on a journey exploring how spatial computing (VR/AR) is connected to the remarkable strides in AI. Join us for a talk that unravels the convergence of these cutting-edge technologies, unveiling how VR/AR forms the ultimate interface for AI. Drawing examples from Aldin's R&D, we'll simplify the complexities of how spatial computing and AI connect, discussing their role in shaping the next personal computing platform and its practical utilities. Discover new opportunities and insights into how this convergence is set to make computing more natural and enable people to do things never before possible.
Hrafn Thorisson, Aldin

Er hönnuðurinn að hanna sig atvinnulausan?

Hvert verður hlutverk hönnuða þegar síðasta hönnunarkerfið hefur verið mótað og gervigreindin skilar fullbúnu viðmóti á mínútu? Eru hönnuðir að keppast við að skapa verkfæri fyrir aðra svo þeir geti tekið við starfinu þeirra? Og hvert er hlutverk sköpunargleðinnar í þessu öllu saman? Farið verður í gegnum hönnunarkerfi, hlutverk gervigreindar, tilvist hönnunar og fólksins sem skapar hana.
Sunna Þorsteinsdóttir, Jökulá

GÖGN (DATA)

Íslenskan er málið okkar, í dag, á morgun og um alla tíð

Íslensk stjórnvöld hafa mótað framsækna stefnu um íslenska máltækni. Í erindinu spyrjum við hvernig íslenskan getur átt sér viðreisnar von í heimi máltækni, gervigreindar, samfélagsmiðla og sívaxandi ítaka ensku á í daglegu amstri Íslendinga og hvernig innviðir hins opinbera geta frekar stuðlað að árangri.
Björgvin Ingi Ólafsson, Deloitte

Public AI is boring - Harness the power of customised LLMs

Public AI does not deliver the full potential of AI application for companies. To build useful AI powered applications customizing the underlying LLMs is necessary. This can be done by either fine-tuning the language models or using in context learning.

In this presentation we will explain the different approaches for customizing LLMs and when to use them. We will provide some practical examples and showcase a simple in context learning application with Icelandic data.
Dr. Christoph Breidert, 1xINTERNET ehf

Gagnadrifinn banki - Allir með

Í þessum fyrirlestri langar mig að fara yfir hvernig staða gangnamála orðin hjá bankanum og svara í leiðinni ýmsum spurningum t.d. Hvað þýðir það að vera gagnadrifinn? Hentar sama nálgun fyrir alla? Hvernig vitum við hvort eitthvað sé að breytast? Hver eru lykilþættir í að ná frá gagnadrifni? Hvað vandamál þarf að passa uppá?
Davíð Jóhannsson, Landsbankinn hf.

Transforming your business with the help of AI, Large Language models and Generative AI on prem with your personal data

Unlock the potential of your business with on-premises AI, Large Language Models, and Generative AI, utilizing your personal data. These technologies enhance efficiency, foster innovation, and ensure data privacy and security. By harnessing the power of AI within your organization, you gain a competitive edge and can tailor solutions to your specific needs. Embrace this transformative journey for a more intelligent and responsive business future.
Robert Luciani, HP inc

Risamállíkön og íslensk menning: Hvar kreppir skórinn?

Allmörg gervigreindar-mállíkön hafa komið fram síðastliðið ár, sem sýna merki um menningarlegan skilning og geta sinnt ýmsum verkefnum. Skoðað verður hvernig mæla má málskilning og málmyndunargetu líkananna, og þekkingu þeirra á íslenskri menningu, til að leggja grunn að endurbótum. Einnig verður veitt innsýn í stöðu íslenskrar tungu og menningar í þessari tækni og hvar áskoranir liggja. Loks verður sagt frá fjölþjóðlegu samstarfsverkefni um þróun á germönsku risamállíkani þar sem íslenska verður frá upphafi höfð í fyrirrúmi.
Þorvaldur Páll Helgason, Miðeind ehf.

HÆFNI (TALENT)

Svissneskur vasahnífur: „skill stacking“

Sama háskólagráða, svipaðar einkunnir og gott viðmót - hvernig öðlast þú sérstöðu? Fjallað verður um "skill stacking", bæði við hugbúnaðarþróun en einnig út frá sjónarhorni einstaklings. "Skill stacking" er hæfileikapýramídi einstaklings, því fjölbreyttari sem er, því öflugri er hann. Með smá kænsku þá getur sérstaðan þín orðið einstök.
Berglind Einarsdóttir, Creditinfo

Hugverkaiðnaður er að ráða það vantar 9000 starfsfólk á næstu árum

Tækni- og hugverkaiðnaður hefur fest sig í sessi sem fjórða stoðin í verðmætasköpun og útflutningi Íslands. Útflutningstekjur hugverkaiðnaðar námu 239 mö.kr. árið 2023 í samanburði við 100 ma.kr. árið 2013. Mikil vaxtatækifæri eru fyrir hendi litið til framtíðar en áframhaldandi vöxtur er óhugsandi nema ríkt framboð sé af mannauði með sérhæfða þekkingu og reynslu. Um 18 þúsund starfa í hugverkaiðnaði hér á landi en þörf er á fleiri sérfræðingum með fjölbreytta hæfni. SI hafa greint mannauðs- og færniþörf hugverkaiðnaðar sem kynnt verður í fyrirlestrinum.
Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir, Samtök iðnaðarins

Is there any Defence Against the Dark Arts?

What should we be teaching our Computer Science and Engineering students to prepare them for today's world of rapidly escalating and well planned cyber security attacks? Drawing on experience from Reykjavik University's Computer Security: Defence against the Dark Arts course, we will look at adventures with student projects, including how to crash a firewall with a page of python and the surprising effectiveness of penetration testing projects by students. We will also talk about the new joint program between HÍ and HR which aims to empower our students to tackle the unique challenges Iceland faces in the modern era of state enabled computer crime and warfare.
Jacky Mallett, Reykjavik University

Do you FIT IN, or do you BELONG? - An outsider’s approach to Product and People Management, and how all of us can harness this power for positive change and personal success

Product Management is about understanding your users and your industry to build delightful experiences while solving everyday problems. What are the skills necessary to harness this empathy, and what does growing up an immigrant have to do with it? This lecture is a mix of personal stories, the latest studies on diversity in organizations, and how we all stand to benefit from building technology from a place of belonging.
Joice Tae Ozaki, Controlant

Inngilding í þróun gervigreindar

Hröð þróun gervigreindar hefur í för með sér ótal áskoranir og tækifæri. Hvernig nýtum við gervigreind til inngildingar? Hvernig getum við öll haft áhrif á hlutdrægni gervigreindar?
Sigyn Jónsdóttir, Alda

REKSTUR (OPERATION)

How do we prepare for the unexpected?

IT related incidents are not a question of “if”, but “when”. Organizations who prepare for unwanted events reduce their losses and consequences for everyone, even when serious cyberattacks happen. During this interactive session, everyone will get first-hand experience with handling a (simulated) cyberattack. We will share our knowledge and experience, make decisions together and try to find the best possible outcome of a difficult situation. This way, we are all better prepared when a real for cyber crisis strikes.
Erlend Andreas Gjære, Secure Practice

Skrifa á skýin

Notkun merkinga (tags) í fjölskýjaumhverfi eins og Azure, AWS og GCP hefur marga kosti, bæði hvað varðar stjórn og öryggi auðlinda. Farið verður yfir ávinning af merkingar , auk þess hvernig þær draga úr flækjum sem fylgja notkun ólíkra skýjaþjónusta.
Gunnar Geir Helgason, Crayon

Passkey, What is it?

There is a new password killer on the loose. Will it succeed in its mission? Is this a good thing? Can we Trust it?
Sigurður Gísli Bjarnason, Nanitor ehf

eBPFs and Runtime Security

eBPFs is a fast evolving technology, that allows operations in a sandboxed and secure environment at kernel level. This allows for a high level of flexibility and fast development of features that require kernel access. In particular, this is highly beneficial for runtime security where access to kernel level is necessary. It also allows for quick turnaround when new types of vulnerabilities come up.
Skeggi Thormar, Upwind

Skotheldur hugbúnaður

Mikilvægi „skothelds“ hugbúnaðar. Hvað þarf að hafa í huga þegar smíðaður er hugbúnaður í umhverfi sem má ekki fara niður og hvaða aðferðum er hægt að beita til að komast nær markmiðinu.
Sæþór Ólafur Pétursson, Reiknistofa Bankana

SAMVINNA (COLLABORATION)

Fjárfesting í tækni og nýsköpun

Hvernig er hentugast að fjármagna þróun nýrra verkefna? Umfjöllun um aðferðir við fjármögnun, undirliggjandi hvata hverrar aðferðar og helstu sjónarmið við val á fjármögnunarleið, bæði frá sjónarhóli þess sem fær fjármagn og þess sem fjárfestir. Styrkir, "bootstrapping", englar, vísisfjármögnun, lántaka eða "eitthvað annað"?
Fannar Freyr Ívarsson, LOGOS lögmannsþjónusta

Collaboration in the healthcare industry through interoperability standards

FHIR (pronounce “fire”) is a data standard for health information exchange. It is based on modern API technologies and is changing the health IT landscape in many countries. Governments, care providers, healthtech companies and health insurance companies are adopting FHIR to achieve affordable and accessible care, better outcomes for patients, and efficient cross-institutional information exchange for doctors. Rien will explain for a non-technical audience what FHIR is, why it is relevant for anyone in the industry and how stakeholders are driving the adoption in other countries. He will draw comparisons from other industries.
Rien Wertheim, Firely

The Normalization of Tech Outsourcing

While tech outsourcing is a large and prolific industry that drives innovation globally, outsourcing itself isn’t often discussed practically. We’re going to change that by outlining when to outsource, what to outsource, as well as the advantages and drawbacks. We’ll address why Nordic companies sometimes struggle with where exactly they should look and how to vet outsourcing companies, how to manage outsourced projects, and how to handle IP.
Safa Jemai, Víkonnekt

Geta 1+1 orðið 3?

Kjarnastarfssemi fyrirtækja getur oft verið völusteinn í vöruþróun þar sem þekking og reynsla innan fyrirtækja miðast oft við þekkingu starfsmanna sem fyrir eru. En geta tvö ólík fyrirtæki unnið saman að vöruþróun nýrra vara og þjónustu? Sjóva og Vodafone lögðu saman hendur með að markmið að deila þekkingu og reynslu starfsmanna sinna í vegferð nýsköpunar og vöruþróunar. Í fyrirlestrinum verður farið yfir aðferðarfræðina og fyrirkomulag samvinnu fyrirtækjanna með nýsköpun að leiðarljósi.
Svali H. Björgvinsson, Sjóvá og Gísli Eyland, Vodafone

Treysti ekki því sem ég ekki skil!

Fræðsla og framsetning efnis sem fólk skilur og tengir við er lykillinn að því að byggja traust til stafræanna lausna. Notendaupplifun, leiðbeiningar, útlit og tungumál sem fólk skilur er hluti af leyniuppskriftinni, sem er kannski ekki svo mikið leyni þegar upp er staðið.
Vigdís Jóhannsdóttir, Stafrænt Ísland

SJÁLFBÆRNI (SUSTAINABILITY)

Hringvarmi: Transforming Data into Dinner

At Hringvarmi we are transforming data into dinner and firmly placing data centers at the heart of sustainable communities. We do this with our agri-tech solution that captures low-grade waste heat from data centers and harnesses into a purpose built module designed for food producers and innovators.
Dr. Alexandra Leeper and Justine Vanhalst, Hringvarmi

Mannvæn tækni: stafrænar sígarettur og hugrænir eldveggir

Tæknivæðing hefur krafist töluverðra fjárfestinga í öryggi stafrænna innviða, en hvað með öryggi sálrænna og samfélagslegra kerfa? Á tímum ávanabindandi samfélagsmiðla, GPT-4 og faraldurs rangupplýsinga er þörfin á umræðu um mannvæna tækni orðin brýn, og aðgerðir í heilbrigðri tækniþróun nauðsynlegar. Erum við meðvituð um þessa endurforritun á okkar eigin sjálfsmynd og skilgreiningu okkar á mennsku, eða erum við að leyfa misnotkun veikleika í vitsmunalegu stýrikerfi okkar?
Gamithra Marga, TVÍK

You are what you eat, from your data to your meat

This session will explore how data systems will influence food sustainability globally, from supply chain management to increasing food availability in the right places at the right time to food waste reduction.
Jillian Verbeurgt, GreenBytes

Digital Sustainability Transformation

Digital Sustainability Transformation is the process of building organisational and technological capabilities helping an organisation to continuously integrate sustainability into business operations by leveraging digital solutions with the ultimate goal to improve overall sustainability and business performance
Lars Gormsen, Implement Consulting Group

Gefum jörðinni rödd - Samstarf um gagnadrifna vegferð til sjálfbærni

Tækifærin í samstarfi atvinnulífs og menntastofnana í átt að kolefnishlutleysi með rannsóknum á núllorkuhúsi og notkun IoT tækni í hönnun, eftirliti og smíði þess. Húsinu er ætlað að vera sjálfbært með vistvæna orkuframleiðslu til þess að uppfylla ISO staðal um skilyrði fyrir núllorkuhúsnæði annað en íbúðarhúsnæði. Mælingar og gagnasöfnun með IoT tækni gefur kost á gagnadrifinni ákvarðanatöku þegar kemur að hönnun og framþróun verkefnisins og hússins. Með þessu má gefa jörðinni rödd í vegferðinni að sjálfbærni og kolefnishlutleysi.
Rakel Sigurjónsdóttir, Rafal ehf.

STAFRÆN ÞRÓUN (DIGITALIZATION)

Úr kaos í kassann

Hvernig fer þjónustu- og nýsköpunarsvið Reykjavíkurborgar að því að greiða úr allri þeirri eftirspurn sem hefur skapast síðastliðin 4-5 ár við að koma stafrænum verkefnum á koppinn. Það sem skiptir máli er að skapa strúktur, vera með gegnsæi í verkefnavali, hnitmiðaða forgangsröðun og umfram allt faglega verkefnastýringu. Hvernig förum við að þessu? Með frábæru starfsfólki sem vinnur saman sem ein heild og hjólar í umbreytinguna. Mikilvægt er að vera sífellt á tánum, tilbúin til að breyta, bæta og þróa og umfram allt að koma sér úr kaos-inu og svolítið inn í kassann.
Eva Björk Björnsdóttir, Reykjavíkurborg

Stafræn vörustýring - kíkjum ofan í húddið

Starf stafræna vörustjórans er margbrotið og nú þegar flest fyrirtæki eru í einhverskonar stafrænni umbreytingu, þá þurfum við að máta marga hatta. Product operations (Product ops) er tilraun til að skilgreina stoðir vörustjórans betur. Móta sýn, greina gögn, skilja þarfir, bæta upplifun, forgangsraða, smíða frumgerðir, gera tilraunir, læra hratt og styðja við aðra stjórnendur í stafrænni þróun. Við skoðum hvernig þetta virkar í praxís og hvernig mætti byggja upp slíka stoð í þínu fyrirtæki.
Finnur Pálmi Magnússon, Gangverk

Að tengja hugbúnað og fólk

Í þessari kynningu fer ég yfir það sem ég tel vera leiðarlýsinguna og leyndarmálið að árangursríkri innleiðingu á kerfi. Hvernig höldum við jafnvægi á milli tæknilegra atriða og svo mannlega hlutans því án áhugasamra og upplýstra notenda eru kerfin lítils megnug. Ég tala um lykilatriðin eins og, hvernig vekurðu áhuga, hvernig skaparðu traust hjá notendum, hver leiðir breytinguna, og hvernig fyllirðu fólk innblæstri til að vilja koma með í vegferðina? Tengjumst og tölum saman!
Hanna Jóna Skúladóttir, Marel

AI + EQ: Breytt hlutverk verkefnastjórans með tilkomu gervigreindar

Verkefnastjórar verða að taka gervigreind sem öflugan bandamann, þróa gagnalæsi, einbeita sér að stefnumótandi þáttum og halda áfram að laga sig að þessu kraftmikla landslagi til að dafna í nútíma verkefnastjórnunarumhverfi. Með réttri notkun á gervigreind verða hefðbundnir þættir í undirbúningi og framkvæmd verkefna á borð við forgangsröðun, áhættugreiningu, kostnaðargreiningu og mannaflaspá leikur einn. Gervigreindin kemur þó ekki í staðinn fyrir tilfinningagreind og í þessu erindi verður farið yfir samspil þessara tveggja mikilvægu þátta í starfi verkefnastjórans.
Hugrún Ösp Reynisdóttir, Veitur og Aðalheiður Sigurðardóttir, Orkuveita Reykjavíkur

Shift Happens: charting the journey to become a product-led organization

Shifting from service-led to product-led business strategy and product development has been key in Kaptio becoming, perhaps counter-intuitively, more customer-focused and in-tune with industry trends and needs. Kaptio developed three leading product principles that now guide design and development, and these have helped map the course towards becoming a more holistic product-led organization.
Unnur Ösp Ásgrímsdóttir, Kaptio

ÞRÓUN (DEVELOPMENT)

Build better products, faster and more efficiently

Wouldn’t you like to learn from your mistakes before you make them? In this presentation, we will look at product management best practices that allow you to satisfy users faster and more efficiently by asking the right questions at the right time. Using a simple framework and looking at real-world examples of successes and failures, we will show how you can build better products, faster and more efficiently.
Arnar Ágústsson

Þjónustuhönnun - grípum alla

Í þróun stafrænna lausna er markmiðið oft að ná til 80% notenda, en hver eru þau sem falla í 20% hópinn? Fáum innsýn í daglegt, stafrænt líf hinna, sem okkur hættir til að útiloka vegna þess að þau nota tæknina öðruvísi en við sem þróum hana. Kannski er ekki svo erfitt að þróa fyrir þau ef þú þekkir þau.
Halla Kolbeinsdóttir, Mennsk ráðgjöf

Quality by design

Jon Erik Høgberg will discuss how a new systematic quality approach to UX design, development, QA/Test and DevSecOps will decrease cost of development by more than 30%. He will share experiences on how to decrease time to market, continuously increase total return of investment launching product enhancements faster and more often, with less bugs. He will also share how to attract great digital talents and how to reduce management and tech lead overhead of DevOps teams.
Jon Erik Høgberg, Itera

DevSecOpsAI: Innbyggt öryggi við þróun gervigreindarlausna

Hvernig er hægt að innleiða örugga þróunar og útgáfuferla á hugbúnaðarþjónustum sem nota gervigreind? Fyrirlesturinn verður með svör við þessari spurningu og fleirum sem koma að öruggari útgáfu hugbúnaðar sem nýta gervigreind.
Lárus Hjartarson, Peritus slf.

Elixir and the Beam - a love letter from the 90s

A quick tour of of the Beam and its newest language Elixir and an investigation of how some smart choices made back in the 90s at Ericsson shaped one of the most loved and interesting development platforms of the past few years.
Peter Short, CrankWheel

ÖRYGGI (SECURITY)

Fantastic Cyber Beast and Where to Find Them

There are cyber threats that sound fantastic, such Slippy Spider, Ember Bear, or Ethereal Panda. However, their threat and impact on today's IT and OT systems is very much real. Join us in exploring the ever-evolving threat landscape and how to identify and defend against these cyber beasts while harnessing the power of threat intelligence to stay one step ahead. Get ready to unravel the mysteries of cybersecurity in the age of digital monsters.
Geri Reváy, Fortinet

Gervigreindir netglæpir

Farið á mannamáli yfir öra þróun netglæpa og hvernig gervigreind er að hafa byltgarkennd áhrif á eðli þeirra. Einnig verður skoðað hvernig sama tækni nýtist til góðs í vörnum gegn þessari sömu ógnvekjandi þróun.
Guðmundur Arnar Sigmundsson, Netöryggissveitin CERT-IS

Stafræn fótspor og dulkóðunarmýtur

Flestir kannast við að hafa sent lykilorð á Messenger, trúnaðarsamning í tölvupósti eða slegið inn viðkvæm gögn í vefsíðuform. Fæstir gera sér þó grein fyrir afleiðingunum. Í þessum fyrirlestri munu Hjalti og Lára fjalla um dreifingu á viðkvæmum gögnum með hefðbundnum leiðum og áhrif hennar á trúnað gagnanna frá lagalegum og tæknilegum sjónarhóli.
Hjalti Magnússon og Lára Herborg Ólafsdóttir, Sharecurely

Listin að hakka fólk: Hvernig sálfræði er eitt sterkasta vopn hakkarans

Bragðvísi (e. social engineering) hefur risið upp sem ein stærsta ógnin fyrir bæði einstaklinga og stofnanir. Bragðvísi snýst um hvernig hægt er að beita sálfræðilegum aðferðum til þess að plata fólk og ná fram aðgangi að jafnvel viðkvæmustu gögnum þeirra. Í þessu erindi verður farið yfir þær sálfræðilegu aðferðir sem hakkarar beita til að ná þessu fram, raunveruleg dæmi og þær aðferðir sem við getum notað til að draga úr líkum að við verðum fórnarlamb í slíkum árásum.
Hörn Valdimarsdóttir, Syndis

Hökkum Ísland til þess að verja það

Meinfýsnir tölvuhakkarar eru stöðugt að leita að öryggisveikleikum og stafrænum ógnum gegn óundirbúnum íslenskum fyrirtækjum og stofnunum. Er hægt að snúa taflinu við með því að beisla þekkingu og áhuga siðprúða tölvuhakkara til að hakka íslensk fyrirtæki á ábyrgan hátt áður en meinfýsnir aðilar valda tjóni? Hugmyndafræði “Bug bounty” verður kynnt ásamt fyrstu niðurstöðum “Defend Iceland” rannsóknarverkefnisins, sem fékk nýlega 370 milljón krónu styrk frá Evrópusambandinu, um þær stafrænu ógnir sem var afstýrt af siðprúðum tölvuhökkurum, samfélaginu til heilla.
Theódór Ragnar Gíslason, Defend Iceland

LÍNUSTJÓRAR (MODERATORS)

Gunnar Zoéga

Forstjóri OK
(CEO of OK)

Jón Björnsson

Forstjóri Origo
(CEO of Origo)