Skip to main content

Samstarfs- og sýningaraðild

UTmessan samanstendur af ráðstefnu annars vegar og sýningu hins vegar og er tveggja daga viðburður.

Á föstudeginum er ráðstefnu- og sýningardagur fyrir tæknifólk og kostar inn þann dag. Í lok dags eru UT-verðlaun Ský afhent.  Á laugardeginum er frítt inn fyrir alla og þar mæta fjölskyldur og einstaklingar á glæsilega tæknisýningu og vonandi vaknar áhugi á tækni hjá gestum og þá sérstaklega unga fólkinu á að vinna í tæknigeiranum í framtíðinni. Öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins sýna þar nýjustu tækni og tól ásamt hugbúnaði og fleiru tengt tæknigeiranum.

UTmessan er ein stærsta og glæsilegasta tæknisýning á Íslandi og eru þau fyrirtæki sem eru á sýningarsvæði UTmessunnar í fararbroddi í tölvugeiranum óháð því hvort Ísland sé þeirra markaðssvæði eða ekki. Allir hafa sameiginlega hagsmuni af því að hvetja sem flesta til að fara í tölvutengt nám og því eru mörg fyrirtækjanna þarna einungis til að sýna að það að vinna í tölvugeiranum er áhugavert og fjölbreytt. Ekki gleyma því að foreldrar gætu verið framtíðarviðskiptavinir þínir.

Sýnendur skuldbinda sig til að vera með fulla viðveru bæði föstudag og laugardag.

OPNAÐ VERÐUR FYRIR PANTANIR Á SÝNINGARSVÆÐINU Í SEPTEMBER 2023

Upplýsingar um verð og dagsetningar verða sendar út þegar nær dregur.

PLATÍNUM

Platinum

4 pláss
 • 16 m2 gólfpláss (8*2m)
  á 1. hæð
 • Lógó og tengill á vef
 • 4 sýningarpassar
 • 6 miðar á ráðstefnuna
 • Auglýstur sem Platínum samstarfsaðili
 • Fulltrúi í undirbúningsnefnd

GULL

GOLD

10 pláss
 • 10 m2 gólfpláss (5*2m)
  á 1. hæð
 • Lógó og tengill á vef
 • 3 sýningarpassar
 • 4 miðar á ráðstefnuna

SILFUR

SILVER

20 pláss
 • 6 m2 gólfpláss (3*2m)
  á 1. hæð
 • Lógó og tengill á vef
 • 2 sýningarpassar
 • 1 miði á ráðstefnuna

BRONS

BRONZE

15 pláss
 • 6 m2 gólfpláss (3*2m)
  á 2. hæð
 • Lógó og tengill á vef
 • 2 sýningarpassar

SPROTI

STARTUP

10 pláss
 • 4 m2 gólfpláss (2*2m)
  á 2. hæð
 • Lógó og tengill á vef
 • 2 sýningarpassar

Sýningarsvæðið

Platínum (Platinum)

Gull (Gold)

Silfur (Silver)

Brons (Bronze)

Sprotar (Startups)