Skip to main content

TÆKNIDAGUR - LAUGARDAGINN 3. FEBRÚAR KL. 10 - 16
(Techday - Saturday 3 february from 10 - 16)

SÝNINGARSVÆÐI TÆKNIFYRIRTÆKJA - LÍF OG FJÖR FYRIR ALLA ALDURSHÓPA - ÓKEYPIS INN

Fjölbreytt dagskrá í öllum sölum Hörpu. Landslið tæknifyrirtækja og skóla sýna allt það nýjasta í dag og gefst gestum tækifæri til að prófa nýjustu tækni. 
- Getraunir, keppnir og leikir í gangi, gjafir fyrir gesti og gangandi

ELDBORG - Kl. 13:00 - 14:30

Ástríða fyrir ódauðleikanum - getur tæknin læknað dauðann?

Erindi frá Jose Cordeiro framtíðarfræðingi og Kára Stefánssyni stofnanda og forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar ásamt eldheitum umræðum um ódauðleikann

Jose Cordeiro
Futurist and author of the international bestseller "The Death of Death".
LinkedIn logo   Wikipedia
Kári Stefánsson
Founder and CEO of deCODE genetics. A student of human diversity.
LinkedIn logo   Wikipedia
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir stýrir umræðum.
LinkedIn logo

Opið öllum á meðan húsrúm leyfir.  ATH. viðburðurinn fer fram á ensku.

KALDALÓN - KL. 14:30 - 15:30

Ný hugsun fyrir nýjar kynslóðir

Örfyrirlestrar í samstarfi við Framtíðarsetur Íslands. Opnir öllum á meðan húsrúm leyfir

Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson
Áhugaverð verkefni til valdeflingar ungu fólki
Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, forstöðumaður á Menntasviði HÍ
Tækni sem ræktar framtíðir
Þóra Óskarsdóttir, Forstöðukona Fab Lab Reykjavíkur
Karl Friðriksson
Að hugleiða um framtíðir
Karl Friðriksson, Framtíðarsetur Íslands
Rúna Magnúsdóttir
F-in 8 fyrir framtíðarleiðtoga. Frá baráttu til gleði og árangurs
Rúna Magnúsdóttir
Svava Björk Ólafsdóttir
Hugmyndasmiðir - framtíðin kallar á öfluga frumkvöðla
Svava Björk Ólafsdóttir, Hugmyndasmiður og sérfræðingur í nýsköpun

Fundarstjóri: Karl Friðriksson, Framtíðarsetur Íslands

NORÐURLJÓS - KL. 10:00 - 16:00

SJÁÐU OG PRÓFAÐU TÆKNINÝJUNGAR Á VEGUM HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK
  • Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór? Lukkuhjól HR
  • Hvað veistu um HR?
  • Skema í HR mætir með fjörið á UTmessuna! Ýmislegt verður í boði fyrir gesti til að prófa og skapa. Gestir geta lært tölvuleikjaforritun, búið til sitt eigið rafhljóðfæri, spilað saman í Minecraft og leikið með forritunarleikföng sem eru notuð á námskeiðum Skema.
  • Plokkari.is er kortlagningarkerfi sem hvetur til aukinnar umhverfisverndar og stuðlar um leið að heilsueflandi hreyfingu 
  • Fáðu þér sæti um borð í alvöru formúlubíl sem var hannaður og settur saman af nemendum í HR!
  • Prufaðu glænýja tölvuleiki sem nemendur bjuggu til í námskeiðinu Hönnun og þróun tölvuleikja.
  • Allt um netöryggi
  • Heilbrigðistæknisetur kynnir sýndarveruleika í tengslum við rannsóknir á hreyfiveiki
  • Lærðu að forrita með Systrum - hagsmunafélagi kvenna og kvára í Tölvunarfræði
  • Upplifðu töfrana frá stúdíó HR - æfðu þig að kenna rafrænt
  • Sprettur og fettur? Hvað hleypur þú hratt?
  • Gervigreind í heilbrigðisgeiranum - hvernig minnkum við pappirsvinnu?

SILFURBERG (A) - KL. 10:00 - 16:00

Sjáðu og prófaðu tækninýjungar hjá Háskóla Íslands
  • Mældu stökkkraftinn! Gestir fá að prófa nýjustu tækni í íþróttavísindum.
  • Jöklagrafík: Sjónræn miðlun um hop jökla á Íslandi og notkun tölvugrafíkur til að skoða og segja sögu loftslagsbreytinga.
  • Íslandsmeistarar First LEGO League kynn þrautir með LEGO kubbum og forrituð vélmenni.
  • Nemendur í Team Spark sýna og fræða gesti um rafmagnsknúna kappakstursbílinn.
  • Jarðskorpuhreyfingar við Svartsengi og Grindavík. Kynning á gagnvirku reiknilíkani, jarðskjálftamæli og GNSS tæki.
  • Jarðtenging: Hvernig er að upplifa móður jörð í sýndarveruleika?
  • Skoðaðu þrívíddarlíkan af Vatnajökli og kynntu þér hvernig jöklarannsóknir á Íslandi eru framkvæmdar.
  • Gervigreind: Þátttakendur fá að keppa við gervigreindarforrit um auðkenningu hluta á gervihnattamyndum.
  • ADA: Kynntu þér allt um verkefni og reynslu kvenna og kvára í tölvunarfræði við Háskóla Íslands.
  • Kynning á vélmennaforritun.
  • Hvað veist þú um netöryggi? Kynntu þér allt um netárásir, endurheimt glataðra gagna, netöryggi, svikapósta og fleira.
  • Vísindasmiðjan leiðir gesti inn í leyndardóma vísindanna. Tilraunir með hitamyndavél, smiðja í dulkóðun ofl.
  • Mixið er sköpunar- og tæknismiðja þar sem gestir fá að fylgjast með og spreyta sig á verkefnum.
  • Kynning á rannsóknum í eldfjallafræði og náttúruvá: hraunamódel, drónar, hitamyndavélar, smásjá, gjóskusýni, kortaforrit og margt fleira.

SILFURBERG (B) - KL. 12:00

Hönnunarkeppni HÍ
Hönnunarkeppni Háskóla Íslands er árlegur viðburður sem haldinn er af véla- og iðnaðarverkfræðinemum í HÍ. Keppendur þurfa að hanna og smíða róbóta sem þurfa að leysa ýmsar þrautir á keppnisdag. Þeirri hönnun sem gengur best hlýtur fyrstu verðlaun. Verkís og Marel eru bakhjarlar keppninnar ásamt UTmessunni.

Hægt að ganga inn og út að vild á meðan á keppninni stendur. Einnig er hægt að fylgjast með æfingum fyrir hádegi.

HÖRPUHORN - KL. 10:00 - 16:00

Hugmyndastöð

Leystu áskoranir í Hugmyndastöð þar sem Hugmyndasmiðir efna til hugmyndasamkeppni um ákveðið vandamál.  Elliðaárstöð býður fjölskyldum að taka þátt í hönnunaráskorun í kringum Gufuborinn Dofra.  Lita- og teikniborð á staðnum.  Nýsköpun og hvatning til að taka þátt í og fræðast um lausnir á vandamálum heimsins.
→ Nánari upplýsingar

STEMMA - KL. 10:00 og KL. 13:30

TækniGelluVinnustofur

Kristjana Björk Barðdal og Amna Hasecic bjóða upp á GelluVinnustofur sem eru tímamótavinnustofur þar sem áhersla er lögð á ásetning og þakklæti. Inntakið á TækniGelluVinnustofunni verður að horfa yfir liðið ár, skoða hvað hefur áorkast, þakka fyrir það liðna og setja sér ásetning fyrir 2024.
TækniGelluVinnustofurnar verða tvær: kl. 10:00-12:30 og kl. 13:30-16:00.
Skráningargjald er 3.900 kr. fyrir vinnustofuna og greitt á staðnum.
→ Nánari upplýsingar og skráning

RÍMA - KL. 10:00 - 16:00

icon sign

SÝNINGARBÁSAR FYRIRTÆKJA icon robot

Margt spennandi að finna hjá fyrirtækjunum á sýningarsvæðinu

OK: Kíktu í heimsókn til OK. Á LED básnum okkar er hægt að fræðast um Stafrænt Faðmlag, skoðað glæsilegan notendabúnað frá HP sem hefur sjálfbærni að leiðarljósi og tekið þátt í stafrænu lukkuhjóli OK. Í ár verður Varist dótturfélag OK með okkur á básnum og ætla að kynna sínar öryggisvarnir fyrir gesti og gangandi.

Fortinet: Á Fortinet básnum geturðu séð nýjar netöryggis- og gervigreindarlausnir ásamt því að ræða við innlenda og erlenda sérfræðinga í OT, IT og skýjaöryggi.

Tölvuaðstoð: Við leitum að nafni á vélmennið okkar sem er í nýja vörumerkinu okkar. Ungir sem aldnir geta teiknað sína útgáfu af vélmenninu og gefið því nafn. Hlutlaus dómnefnd mun velja besta nafnið og flottustu teikninguna. Veglegir vinningar í boði. Tilvalið að koma með börnin eða barnabörnin í heimsókn. 

Syndis / Aftra: Hvað veit hinn meinfýsni hakkari um þitt rafræna fótspor?
Á Aftra básnum færðu tækifæri til þess að skyggnast inn í hugarheim hakkara og öðlast skilning á þeim þáttum sem mynda árásarflöt fyrirtækja og hvernig meinfýsinn hakkari getur nýtt sér aðgengilegar upplýsingar á netinu til að fremja netárásir.

Origo: Á Origo básnum í ár fá gestir sannkallaða tækniupplifun. Básinn er skapaður af tölvulistakonunni Maríu Guðjohnsen og fá gestir og gangandi tækifæri á að stíga inní verkið og hafa áhrif. Þeir sem bera sig á tal við Origo fólkið okkar er gefinn kostur á að hljóta glæsilegan vinning.

DataLab: Líttu við og tökum spjallið um hagnýtingu gagna og gervigreindar. Af mörgu er að taka: Hvernig getum við nýtt tæknina í dag? Hvað þarf til? Hvernig verður hún nýtt á morgun? Hvert stefnir hún? Hvað ber að varast? Þú getur líka prófað nýja hugbúnaðarlausn frá DataLab sem notar spunagreind (Generative AI) til að lesa og læra texta á íslensku og svara fyrirspurnum á þeim grunni. Sjón er sögu ríkari!

Kardio: Á Kardio básnum kynnum við nýja fjártæknilausn sem einfaldar rekstur fyrirtækja. Af hverju eru bara yfirmenn með fyrirtækjakort? Er það ekki gamaldags? Hvað með að fleiri starfsmenn fái stafræn greiðslukort í símann til að græja snúrukaup eða grípa með ís fyrir föstudagsfundinn? Kardio er nýtt útgjalda og heimildarstýringarkerfi fyrir stafræn greiðslukort sem gerir fyrirtækjum kleift að stofna ótakmarkaðan fjölda korta fyrir reksturinn og dreifa á teymið sitt. Góð heimildarstýring og sjálfvirkara bókhald.