Skip to main content

Ráðstefna 8. febrúar 2013

Hér er nánari lýsing eins og fyriresarar sendu hann inn á fyrirlestrum og ferli fyrirlesara á ráðstefnu UTmessunnar 8. febrúar 2013.

Smelltu hér ef þú vilt skoða yfirlit yfir ráðstefnudagskrána á einföldu formi

Ráðstefnustjórar:
Stjórnunarmessa: Gunnar Guðjónsson, forstjóri Opinna kerfa
Útflutningsmessa: Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og stjórnarformaður Samtaka iðnaðarins
Tækni- og rekstrarmessa: Gunnar Zoëga, framkvæmdastjóri tæknisviðs Nýherja
Menntamessa: Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík

Hugbúnaðarmessa: Þorsteinn Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar og ráðgjafasviðs hjá Reiknistofu bankanna
Opinber messa: Margrét Hauksdóttir, aðstoðarforstjóri Þjóðskrár Íslands
Gagnamessa: Brynja Guðmundsdóttir, forstjóri Gagnavörslunnar
Sprotamessa: Hilmar Bragi Janusson, forseti Verkfræði- og raunvísindasviðs Háskóla Íslands

Pallborð:
Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Locatify
Rakel Sölvadóttir, framkvæmdastjóri Skema
Sigurður Fjalar Jónsson, verkefnastjóri hjá Iðan fræðslusetur
Guðmundur Pálmason
, skólastjóri Promennt
Hjálmtýr Hafsteinsson, dósent í tölvunarfræði- og hugbúnaðarverkfræðideild Háskóla Íslands
Björn Þór Jónsson, deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík
Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti

Fyrirlesarar: Listinn er í stafrósröð á nafn fyrirlesara - efni fyrirlestra er inndregið:

Bala Kamallakharan is an investments expert who mentors startups on business strategy, raising capital and global growth. He is the Founder of Startup Iceland, an initiative to build a sustainable startup ecosystem in Iceland then replicated throughout the world. Bala is also a founding partner at Auro Investment Partners LLC, a venture investment company invested in a portfolio of companies in the Technology and Hospitality sectors. Before founding AIP and Startup Iceland, Bala Kamallakharan served as the Head of India for Iceland-based Glitnir bank. He was part of the Strategic Growth team, which included mergers & acquisitions, business development and strategy formulation. Bala was previously with Cap Gemini in the US, formerly Ernst & Young Management Consulting. CEO hjá GreenQloud. Bala has a management degree from Birla Institute of Technology and Science, Pilani. He also holds a Masters degree in Economics and a second Masters degree in Information Systems & Decision Science from Louisiana State University, Baton Rouge, USA. Bala is on the Board of Directors for several companies and organizations including Iceland-based CLARA. He is also the Treasurer of the Reykjavik International Rotary Club and an avid marathon runner.

Exporting Renewable Energy from Iceland. The biggest export out of Iceland is not going to be aluminium or fish, in our opinion it is going to be Bits and Bytes. Value added electricity exported out of Iceland as services. The talk will focus on why we believe the best strategy for Iceland is to focus on the new economy to leverage the abundant renewable energy.

Baldur Kristjánsson, ráðgjafi í Hugbúnaðarlausnum Advania. Baldur Kristjánsson hefur starfað við hugbúnaðargerð og stjórnun upplýsingatækniverkefna frá árinu 2001. Hann er með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. í Business Informatics frá Universiteit Utrecht í Hollandi. Baldur hefur unnið með Agile teymum síðan 2008 og aðstoðað bæði Advania og viðskiptavini (m.a.Valitor,Arion banka, AGR og Tölvumiðlun) við að bæta hugbúnaðarferlið og samstarf við kröfuharða viðskiptavini á grundvelli Agile aðferða. Hann er leiðbeinandi á reglulegum námskeiðum Endurmenntunar um Scrum og Kanban.

Við innleiddum Agile - hvað svo? Farið verður yfir þær leiðir sem Agile teymi og stjórnendur í fyrirtækjum geta farið til að taka næsta stóra stökk í árangri, skilvirkni og ánægju starfsmanna og viðskiptavina. Hver er munurinn á teymi sem kann "mannganginn" og framúrskarandi teymi sem hefur náð fullum tökum á nýjum og betri aðferðum? Hvernig er best að nálgas og manna nýju hlutverkin sem fylgja Scrum teymum og hverju þurfa stjórnendur að huga að?

Dennis Lorenzen var áður yfirmaður tæknimála hjá Kaupmannaháskóla en starfar í dag sem einn helsti sérfræðingur Apple á Norðurlöndunum hvað viðkemur öryggi á iOS tækjum og uppsetningum fyrir fyrirtæki og stofnanir.

IOS og öryggismál. Hann mun tala um þráðlaust öryggi og nálgun og lausnir Apple fyrir fyrirtækja- og stofnanamarkaðinn. 

Dirk Lubker, verkefnastjóri Dirk Lubker er rekstrarhagfræðingur frá háskólanum í Rendsburg í Þýskalandi. Hann er með MPM gráðu frá HÍ og er Certified Senior Project Manager (IPMA Level B). Hann er með viðamikla reynslu í skipulagningu og framkvæmd krefjandi verkefna á mörgum sviðum atvinnulífsins. Síðastliðin ár vann Dirk hjá verkfræðistofunni Verkís við áætlanagerð fyrir m.a. ISAL stækkunarverkefnið og jarðhitavirkjanir á Norðausturlandi. Áður hafði hann unnið hjá Actavis sem verkefnastjóri fyrir lyfjaþróun og sem „launch co-ordinator“ fyrir markaðssetningu nýrra samheitalyfja í Evrópu. Fyrir þann tíma starfaði Dirk í fjögur ár hjá Hewlett Packard í Noregi og í Svíþjóð, m.a. sem verkefnastjóri fyrir háþróað  gagnageymslu- og afritunarkerfi fyrir Seðlabanka Noregs. Gögn norska olíusjóðsins voru vistuð á þessum tölvubúnaði. Í Noregi var hann einnig „Bid Manager“ fyrir viðamikla afhendingu og uppsetningu á tölvubúnaði fyrir sveitar¬félögin í Austur-Noregi (Østfold Fylkeskommune) og verkefnastjóri fyrir uppfærslu netþjóna hjá Vinnueftirliti Noregs (Arbeidstilsynet).  Hjá símafyrirtækinu Ericsson í Stokkhólmi vann Dirk sem verkefnastjóri fyrir samþættingu SAP netþjóna („server consolidation“) og bar hann ábyrgð á hönnun og uppbyggingu á „high availability infrastructure“ fyrir 17.000 notendur um allan heim."

The Handling of Feelings in Projects“ Since IT-projects, as well as projects in general, are often managed in an environment of conflicts, the constructive handling of feelings and emotions is centrally important for IT. The objective of Dirk’s session is to provide you with an opportunity to observe and reflect on the way in which you have made emotional expression part of your interpersonal style, to get in touch with your feelings about yourself, and to set aside unconstructive patterns of emotional expression. Being in touch with feelings is also insofar important that if you want to be a charismatic project manager, you would need to appeal to your team members' emotions more than to their minds. Dirk will go shortly through the following areas and connect centrally important elements with the daily work in IT project management:
Some principles concerning the expression of feelings
Taking risks in the expression of feelings and emotions
Feelings difficult to face
Feelings about yourself

Elísabet Guðmundsdóttir, er hjúkrunarfræðingur sem vann í 20 ár við klíníska hjúkrun og stjórnunarstöf á Landspítala, í Danmörku og á Reykjalundi. Sinnti auk þess kennslustörfum innan heilbrigðisgreina. Lauk meistaragráðu árið 2002 frá Háskóla Íslands með áherslu á hagnýta upplýsingatækni og árangursmælingar í heilbrigðisþjónustu. Starfar í dag við stjórnun verkefna á hagdeild LSH. Helstu verkefni eru útgáfa starfsemis-, mannauðs- og fjárhagsupplýsinga, ráðgjöf og aðstoð til stjórnenda við stefnumótun, framleiðni- og árangursmælingar auk rannsókna og kennslu við HÍ ofl. Er ritstjóri mánaðlegrar útgáfu Starfsemisupplýsinga Landspítala, sem birtir upplýsingar um starfsemi, rekstur, mannauð og árangursvísa spítalans. Situr auk þess í siðanefnd Landspítala og hefur umsjón með stjórnendaþjálfun nýrra stjórnenda varðandi fjárhagslega ábyrgð.

Hagnýtt gildi vöruhúss gagna á LSH, nokkur praktísk dæmi frá notanda. Á LSH er verið að byggja upp vöruhús gagna, sem inniheldur nú þegar upplýsingar úr mannauðs- og fjárhagsvöruhúsi Orra og upplýsingar úr rafrænni sjúkraskrá (sjúkdómar, lyf, niðurstöður rannsókna ofl.ofl.). Landspítalinn sem er þekkingarfyrirtæki sem byggir á mannauði og mikilli sérþekkingu hefur mikla þörf fyrir gögn og upplýsingar um samsetningu mannauðs og hvort mönnun er í samræmi við þörf sjúklinga fyrir þjónustu á hverjum tíma. Einnig að greina raunviðveru og fjarveru og hvort vísbendingar er um vinnuálag sé óhóflegt og hvort jafnrétti kynja sé virt í launamálum ofl. ofl. ofl. Miklir möguleikar felast samkeyrslu gagna úr mannauðsvöruhúsi við klínískt vöruhús - nokkur dæmi: 
Greiningarvinna á hagkvæmi nýs spítala – ekki verið möguleg án þess 
Gæðaeftirlit (atvikaskráningarkerfi) – tengsl atvika og mönnunar 
Áætlanagerð, mat á mönnunarþörf 
Eftirlit með vinnuálagi dæmi um lækna á LSH

Eiríkur Gestsson tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík (2004). Starfaði hjá Hug eftir útskrift, sem síðar sameinaðist AX hugbúnaðarhúsi undir nafninu HugurAx.  Eiríkur útskrifaðist úr mastersnámi í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskóla Íslands (2008 – 2010).  Lokaverkefni hans var „Samkeyrsla Scrum og Kanban með áherslur á yfirsýn verkefna“. Hóf störf hjá Símanum í september 2009 og starfar þar í dag hjá UT rekstur og þróun sem Scrum Master og forritari.

Í erindinu er stuttlega farið inná Scrum og Kanban, uppruna þess og reynslu Símans af þessum tveim aðferðum.  Því er lýst hvernig hugbúnaðardeild Símans bjó til verkefli svo hægt væri að halda betur utan um þau verkefni sem fara í gegnum deildina, bæði nýþróun og rekstrarverkefni. Efla sýnileika verkefna svo allir hagsmunaaðilar eigi auðveldara með að sjá stöðu þeirra og fylgja þeim eftir. Síminn hefur keyrt þetta verkferli frá 2010 og teljum við að þetta geti nýst öllum þeim fyrirtækjum sem eru að reka mörg verkefni á sama tíma.

Eiríkur H. Nilsson hefur unnið að mörgum verkefnum þar sem hann fær tækifæri til þess að prófa nýjustu vefstaðla. Eiríkur og félagar bjuggu til þrívíddar fjölspilunarleik á Node Knockout 2011 og tónlistar remix vefforrit á Music Hack Day 2012, sem bæði eru alþjóðlegar forritunarkeppnir. Nýlega unnu þeir með Upperquad og Google við að búa til tvo snjalla tölvuleiki fyrir vefinn. Eiríkur H. Nilsson starfar hjá Gagnavörslunni þar sem hann leiðir framendaforritun á Coredata, sem er nútímalegt ECM vefkerfi (Enterprise Content Management). Eiríkur er með BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Á síðustu árum er búin að vera gríðarleg gróska í vöfrum, ekki bara á tölvum heldur líka á handtækjum. Á hverju ári er mikil hraðaaukning ásamt því sem vafrar útfæra nýja staðla. Nú eru að opnast möguleikar sem gera okkur kleift að búa til vefforrit, og jafnvel tölvuleiki, sem virka á tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum. Hvað þarf að hafa í huga til að búa til vefforrit sem er á pari við símaforrit? Er þetta þess virði?

Finnur Magnússon er tölvunarfræðingur og vörustjóri hjá Marorku. Hann starfaði áður fyrir Stjórnlagaráð og hefur einnig tekið þátt í að setja upp Open Knowledge Foundation á Íslandi.

Opin gögn og aukið traust. Í nágrannalöndum okkar færist í vöxt að opinberar stofnanir geri gögn aðgengileg almenningi. Helstu rök fyrir því að gefa út upplýsingar sem áður hafa eingöngu verið aðgengilegar starfsmönnum innan stofnana eru margþætt. Þar má helst nefna hagræðingu, nýsköpun, aukið aðhald og traust. Finnur mun fara yfir helstu strauma og stefnur í opnum gögnum auk þess að skoða áhugaverðar útfærslur og dæmi frá Bretlandi og Bandaríkjunum.

Friðrik Skúlason

Guðbjörg Sigurðardóttir. Guðbjörg er skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu. Hún hefur B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands, B.S. próf í tölvunarfræði frá HÍ og MPA frá HÍ. Hún starfaði um árabil í Tölvudeild Ríkisspítala en hefur síðustu 12 árin starfað í þremur ráðuneytum. Hún er formaður verkefnisstjórnar um upplýsingasamfélagið sem hefur það meginverkefni að móta og innleiða stefnu um upplýsingasamfélagið.

Nú stendur yfir mótun nýrrar stefnu um upplýsingasamfélagið 2013-2017. Fjallað verður stuttlega um árangur af innleiðingu stefnunnar Netríkið Ísland 2008-2012 og hver staða Íslands er borin saman við aðrar þjóðir. Hvaða þættir eru það sem mestu máli skipta við stefnumótun af þessu tagi Stefnumótunarferlinu verður lýst og fjallað um þær tillögur sem fram eru komnar og eru í opnu samráði. 

Guðmundur Arnar Sigmundsson. Er fjarskiptaverkfræðingur hjá Vodafone. Lauk B.Sc gráðu við Rafmagns- og Tölvuverkfræðiskor Háskóla Íslands 2007 og síðan M.Sc gráðu í fjarskiptaverkfræði frá háskólanum í Karlsruhe í Þýskalandi 2008. Guðmundur vann NFC tengt lokaverkefni í samvinnu háskólans í Karlsruhe og Vodafone á Íslandi og hef unnið hjá Vodafone síðan 2008. Hann starfaði sem verkfræðingur á Burðarneti Vodafone frá 2008-2011, færði mig síðan yfir á farsímakjarna Vodafone þar sem hann starfaði 2011-2012 og er nú tekinn við nýsköpunardeild hjá viðskiptaþróun Vodafone.

Veskið í símann - NFC og rafræn skilríki. Létt yfirlit um NFC tæknina, og hvernig hún virkar sem ný samskiptaleið fyrir farsíma sem aftur bíður upp á nýja möguleika fyrir farsímaeigendur. Bæði markaðslega og tæknilega. Einnig verður farið yfir öryggi NFC í farsímum og af hverju tæknin sé nógu örugg til að höndla með viðkvæm gögn líkt og fjármagnsflutninga og persónuupplýsingar. Að lokum verður kynnt íslenskt tilraunarverkefni þar sem að NFC tæknin mun gera viðskiptavinum kleift að borga fyrir þjónustu í verslunum með því að nota farsímann í stað hefðbundis kreditkorts

Guðmundur Jón Halldórsson vinnur fyrir Five Degrees sem Senior Software Developer og Cloud Architect, en Five Degrees er Hollenskt fyrirtæki sem er með alla hugbúnaðar þróun á Íslandi og þróar bankakerfi. Hann hefur haldið all nokkra fyrirlestra þar á meðal fyrir Skýrslutæknifélag íslands ásamt því að vera group lead í NETUGI .NET user group iceland. Allt frá því Microsoft byrjaði með Azure platforminn hefur hann verið með sterkan fókus á Azure, fylgst með breytingum og hvernig Azure hefur þroskast, hann hefur einnig reynt að auka meðvitund um hafa möguleikar eru í skýinu og almennt um Windows Azure.

Áskorun um að ná árangri í notkun Windows Azure. Í þessum fyrirlesti verður farið í gegnum venjulega atburðarás þegar fyrirtæki er stofnað sem ætlar að smíða tölvuleik og hvernig það getur notað þjónustur í skýinu til að leysa þau vandamál sem koma upp. Fyrirlesturinn verður myndrænn með mikið af dæmum en aðal fókus verður á forritara og tæknistjóra. Farið verður í gegnum hvernig hægt er að keyra alla þróun, prófun og vera einnig með allan rekstur í skýinu, og það besta hvernig þú getur nýtt það strax. Þetta verður skemmtilegur fyrirlestur þar sem reynt verður að kafað í þá gífulegu möguleika sem eru í boði í dag.

Halla Björg Baldursdóttir, forstöðumaður rafrænnar stjórnsýslu, Þjóðskrá Íslands.Halla Björg Baldursdóttir er með BSc gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands, MSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Lundi, Svíþjóð og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Halla Björg hefur starfað í áratugi í UT-geiranum við hin ýmsu verkefni, m.a. hugbúnaðargerð, rekstur og stjórnun. Halla Björg er formaður faghóps um rafræna opinbera þjónustu á vegum Ský.

Fjallað verður um Íslykil, nýja innskráningarleið sem er í þróun hjá Þjóðskrá Íslands. Hið nýja kerfi mun leysa veflykil ríkisskattstjóra af hólmi sem innskráningarleið hjá Ísland.is. Farið verður yfir eiginleika Íslykilsins og nýjungar eins og að nú geta fyrirtæki nýtt þjónustuna og fljótlega verður hægt að veita öðrum umboð til að sinna sínum málum. Í innskráningarþjónustu Ísland.is verður þá val um annars vegar Íslykil og hins vegar rafræn skilríki. Tugir stofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka nýta sér innskráningarþjónustuna í dag og það tekur bara dagsstund að tengjast. Innskráningarþjónusta Ísland.is er allra hagur.

Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis, verður fyrirlesari FUT á ráðstefnunni. Hann var áður hjá fjármálaráðuneytinu og fulltrúi þeirra um árabil í framkvæmdaráði FUT ásamt því að vera formaður FUT til skamms tíma, eða þar til hann hóf störf hjá Auðkenni. Haraldur er einnig formaður tækninefndar um dreifilyklaskipulag (rafræna auðkenni/skilríki) svo hann þekkir töluvert til á þessu sviði, frá öllum hliðum. Haraldur er alvanur því að halda fyrirlestra bæði innanlands sem utan.

Hvernig hagnast fyrirtæki á stöðlum í upplýsingatækni? 
Hvernig geta íslensk fyrirtæki bætt hag sinn með notkun staðla og þátttöku í staðlastarfi?
Hvernig getur þitt fyrirtæki/stofnun haft áhrif á þróun staðla á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi?

Heiðar Þór Guðnason kerfisstjóri og sérfræðingur hjá embætti sérstaks saksóknara. Í framhaldi af vinnu sinni hjá Rannsóknarnefnd Alþingis var Heiðar fengin til aðstoðar við úrvinnslu gagna hjá embætti sérstaks saksóknara.

Erindið fjallar um þróun á leitaraðferðum og hvaða áhrif innleiðing á sérhæfðum hugbúnaði hafði á verklag og starfsaðferðir rannsóknaraðila.

Helgi Pjetur Jóhannesson, Stokkur Software

Að skilja app notendur. Helgi fjallar um app-notendur og þær væntingar og kröfur sem þeir gera til hugbúnaðarins. Snjallsímanotendur eru á mikilli ferð og eyða oft mjög skömmum tíma í að prófa nýtt app og ákveða hvort þeir ætli að nota það eða ekki.
Helgi talar um hvernig gott notendaviðmót (user interface) er mótað og hvað ber að varast þegar nýtt app er smíðað. Hann fer einnig yfir hvernig notendahegðun (user behaviour) snjallsímanotenda hefur þróast. Hvenær er notandinn ánægður og hvenær hendir hann appinu. Þegar app er smíðað skiptir öllu máli að upplifun notendans (user experience) sé jákvæð, bæði fyrir fyrirtækið sjálft og vörumerki þess. Markhópur: Allir sem koma að appgerð (Markaðsmanneskjan, Verkefnastjórinn, Hönnuðurinn og að sjálfsögðu Forritarinn).

Hermann Ottósson er forstöðumaður Fyrirtækjaþjónustu og markaðsþróunar Íslandsstofu. Hlutverk þessa sviðs Íslandsstofu er að efla ímynd Íslands á erlendri grund í samstarfi við önnur svið Íslandsstofu með samræmdum skilaboðum og áherslum. Að stuðla að auknum gjaldeyristekjum með því að veita íslenskum fyrirtækjum alhliða þjónustu, ráðgjöf og fræðslu í því skyni að greiða fyrir útflutningi á vöru og þjónustu og bæta samkeppnishæfni þeirra Að skipuleggja kynningarviðburði fyrir íslensk fyrirtæki erlendis s.s. fræðsluferðir, ferðir viðskiptasendinefnda og þátttöku í sýningum. Og að miðla upplýsingum um tolla og markaðsaðgengi til íslenskra fyrirtækja. Hermann er mannfræðingur og MBA frá Árósaháskóla og hefur starfað við margvísleg stjórnunarstörf á Íslandi og erlendis.

Efni fyrirlestrar Hermanns fjallar um útflutning UT fyrirtækja og tækifæri á erlendum mörkuðum.

Hilmir Ingi Jónsson er stofnandi og framkvæmdastjóri ReMake Electric. Hilmir er með yfir 10 ára reynslu í uppsetningu og viðhaldi rafmagnskerfa í byggingum bæði í Danmörku og á Íslandi. Síðan 2005 hefur hann lagt mikla áherslu á umbætur í eftirliti og viðhaldi bygginga í orkumálum. Hilmir Ingi stofnaði hátæknifyrirtækið ReMake Electric sem framleiðir tölvu- og mælibúnað ásamt veflægu orkueftirlitskerfi sem hjálpar notendum að greina og vakta orkunotkun sína til þess að ná fram sparnaði og auknu öryggi.

Þurfa byggingar að tjá sig? Í nútíma rekstri fyrirtækja og heimila eru gerðar miklar kröfur um upplýsingar. Hver er munurinn á orkunotkun og orkuálagi? Þegar auknar kröfur um áreiðanleika, hagnýtni og öryggi í rekstri aukast þá skapast nýjar lausnir til að veita upplýsingar. Er orkusóun ásættanleg á Íslandi? Hvernig mun framkvæmdastjóri framtíðarinnar stýra sínum rekstri? Aukið öryggi og aðgengi að internetinu hefur hjálpað fyrirtækjum og heimilum að ná aukninni hagkvæmni í rekstri með nýjum veflausnum. ReMake Electric er eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa brugðist við þessu tækifæri til að finna lausnir við alþjóðlegu vandamáli um upplýsingaleysi.

Ingimar Guðjón Bjarnason, framkvæmdastjóri Applicon á Íslandi. Hann útskrifaðist sem véla og iðnaðarverkfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1996 og með MBA gráðu frá IESE í Barcelona árið 2003. Ingimar hefur unnið sem ráðgjafi og verkefnisstjóri á sviði viðskiptahugbúnaðar, einkum fyrir bankastofnanir. Síðustu ár hefur stjórnun og stefnumótun fengið aukið vægi og sér í lagi hvernig nýjungar í upplýsingatækni skapa ávinning fyrir fyrirtæki.

In memory database – HANA Ný kynslóð gagnagrunna. Ný tegund gagnagrunna er að líta dagsins ljós, en þeir geyma gögn í dálkum og minni, samhliða því að styðja högun hefðbundna gagnagrunna. Fyrirlesturinn leggur áherslu á þróunarsögu og hugmyndafræði þessarar tækni. Þá verður farið yfir hvaða ávinning og áhrif tæknin mun skila notendum.

Indriði Björnsson útskrifaðist með B.S. í Tölvunarfræði frá HÍ, 1991. Undanfarin 15 ár hefur hann unnið hjá Mönnum og Músum við hönnun og þróun hugbúnaðar. 

Úr mjúku í hart…Menn & Mýs hafa síðustu 15 ár, þróað ýmsar hugbúnaðarlausnir er tengjast netstjórn fyrirtækja. Þó nokkrar sviftingar hafa verið á þessum markaði síðustu ár og vilja sífellt fleiri fyrirtæki frekar kaupa tilbúin tæki (e. appliance) frekar en hugbúnað sem keyrður er á vélbúnaði viðskiptavinarsins fyrir a.m.k. hluta þessara lausna. Síðustu 3 ár hafa Menn & Mýs verið að hanna og þróa þannig vöru og nú er svo komið að fyrirtækið hefur hafið sölu á tveimur slíkum tækjum. Þessi vinna hefur verið áhugaverð og lærdómsrík og hefur ekki gengið þrautarlaust fyrir sig. Að mörgu er að hyggja þegar kemur að því að smíði slíkra heildarlausna. Ekki er óalgengt að fyrirtæki ráðist í að hanna og þróa heildarlausnir sem samanstanda af hugbúnaði og vélbúnaði og hafa fyrirlesarar tekið þátt á nokkrum slíkum verkefnum í gegnum tíðina. Yfirleitt er þá vélbúnaður í fyrirrúmi og hugbúnaður meira aukahlutur. Ólíkt því að hafa vélbúnað í fyrirrúmi er sérstakt að hafa í höndunum tilbúinn hugbúnað og þurfa að finna réttan vélbúnað og um leið þróa nauðsynlegt umhverfi til að keyra hann í. Markhópur væri : Stjórnendur UT verkefni og forritarar, háskólanemar í tölvunarfræðum og jafnvel kerfisstjórar. 

Jan Wildeboer, Red Hat's EMEA Evangelist, was an active open source developer before joining Red Hat in 2005. He lobbies for more Open in companies, in politics and communities. In his spare time he prints objects with his 3D printer. An Open Source Evangelist ever since 1993 when he installed his first Linux system, Jan shares his experiences and solutions with everyone who asks.

Open Source, Open Knowledge, Open Content and Open Standards. Subtitle: The Open Source Way changes everything. Abstract: In 1985, when Richard Stallman definied Free Software, it was a modest proposal for a better way to develop software in the open. And today we live in a world that uses Free Software everywhere. Linux runs everywhere. From DSL routers to the biggest trading systems. Jan Wildeboer, Red Hats EMEA Evangelist, will go back into history to explain the importance and influence of Open Source, Open Standards and Open Content for our everyday life and what the future could bring us.

Kristinn Halldór Einarsson. Formaður Blindrafélagsins og verkefnastjóri. Kristinn stýrði talgervilsverkefni Blindrafélagsins, sem bar yfirskriftina „Bætt lífsgæði – íslensk málrækt“. Í fyrirlestrinum mun Kristinn gera grein fyrir verkefninu, sem fólst í að láta fara fram smíði á hágæða íslenskum talgervli, auk þess að kynna helstu afurðir verkefnisins. Kristinn lærði rafeindavirkjun við Iðnskólann í Reykjavík upp 1980 - 1985 og hefur síðan lokið rekstrar og viðskiptanámi og leiðtoga og verkefnastjórnunarnámi við EHÍ. 

Morten O. Møller is Head of Unit for Programme Coordination in the Directorate General for the DG CONNECT (Communications Networks, Content & Technology) in the European Commission.
His main responsibility is the planning and drafting of the strategy documents and work programmes for the ICT parts of the FP7, CIP and upcoming H2020 programmes.

Digital Agenda for Europe. Economic and strategic issues of digital technologies for Europe.

Ólafur Helgason er með doktorspróf í tölvunarfræði frá KTH í Stokkhólmi. Hann starfar sem post-doc rannsakandi hjá KTH þar sem hann stundar rannsóknir á þráðlausum netkerfum og mobile peer-to-peer kerfum. Hann hefur áður m.a. stundað rannsóknir hjá Háskólanum í Reykjavik og til skamms tíma hjá AT&T í bandaríkjunum ásamt því að vinna við hugbúnaðargerð.

Fólkið er netið - netið er fólkið. Mobile P2P net með Android. In this work we present a middleware architecture for a mobile peer-to-peer content distribution system. Our architecture allows wireless content dissemination between mobile nodes without relying on infrastructure support. Contents are exchanged opportunistically when nodes are within communication range. Applications access the service of our platform through a publish/subscribe interface and therefore do not have to deal with low-level opportunistic networking issues or matching and soliciting of contents. Our architecture consists of three key components. A content structure that facilitates dividing contents into logical topics and allows for efficient matching of content lookups and downloading under sporadic node connectivity. A solicitation protocol that allows nodes to solicit content meta-information in order to discover contents available at a neighboring node and to download content entries disjointedly from different nodes. An API that allows applications to access the system services through a publish/subscribe interface. In this work we describe the design and implementation of our architecture. We also discuss potential applications and present evaluation results from profiling of our system.

Ólafur Andri Ragnarsson er einn af stofnendum Betware, hugbúnaðarfyrirtækis og starfar þar sem yfirhönnuður. Betware er alþjóðafyrirtæki á happdrættismarkaði með skrifstofur í Kaupmannahöfn, Madrid og nú síðast í Serbíu. Hann er einnig aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík þar sem hann hefur kennt við tölvunarfræðideild skólans um árabil. Ólafur Andri situr í stjórnum ýmissa sprotafyrirtækja eins og Gogogic og Skema auk þess að vera í stjórn samtaka leikjafyrirtækja sem og samtaka skapandi greina á Íslandi.

Með tilkomu Internetins og landvinningum stafræns efnis, hefur hegðunaðmynstur fólks breyst. Á sama tíma verður sífellt erfiðara að finna efni, ná athygli og takast á við allt áreitið. Internetið er bara að stækka og magn gagna sem það flytur að vaxa. Á næstu árum munu 2 milljarðar manna bætast við. Svo eiga öll litlu tækin, mælarnir og neytendatækin eftir að bætast við. Áætlað er að innan fárra ára munu 50 milljaraðar hluta - fólk og dótið þeirra - vera tengd við sama netið. Hvaða möguleika skapar þetta og hvernig náum við að meðhöndla öll þau gögn sem flæða til okkar? Í þessu erindi er sýnt fram á aukið mikilvægi gagnagreiningar og hvernig við sem einstaklingar getum verið þátttakendur í þessum breytta heimi. Þegar við hættum að finna það sem við leitum eftir, verður efnið að finna okkur.

Páll Melsted lauk doktorsprófi í Reikniritum, Fléttufræði og Bestun frá Carnegie Mellon árið 2009 og stundaði rannskóknir við Unviersity of Chicago til 2011. Hann starfar sem lektor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og rannsakar aðferðir og reiknirit í lífupplýsingafræði.

Erindið fjallar um reiknirit fyrir gagnastrauma sem nota lítið sem ekkert minni. Í gagnastraumum fáum við inntakið sem runu af st ökum sem við lesum eitt í einu og getum ekki geymt allt í minni. Farið verður yfir einföld reiknirit sem fjölda ólíkra staka sem koma fyrir í straumi, dæmigerðar hagnýtingar t.d. í netskiptum, gagnagrunnum og dreifðum kerfum.

Ragnar Fjölnisson, þróunarstjóri og meðstofnandi Cloud Engineering. Ragnar er með yfir 5 ára reynslu í aðlögun, innleiðingu og þróun sérlausna inn á Salesforce.com platform. Ragnar er annar stofnenda Cloud Engineering, ráðgjafa- og hugbúnaðarfyrirtækis sem sérhæfa sig í að hjálpa fyrirtækjum að innleiða nútíma viðskiptalausnir sem keyrðar eru á opnum tölvuskýjum (e. public cloud).

Vöxtur á Software-as-a-Service (SaaS) og Platform-as-a-Service (PaaS) lausnum hefur verið umtalsverður síðustu ár en fyrirtæki um allan heim hafa verið að ná áður óþekktri hagkvæmni í rekstri upplýsingakerfa og þróun á verkferlum sem eru keyrðar á slíkum lausnum. Í þessu erindi verður fjallað um þá möguleika sem PaaS hefur upp á að bjóða, m.a. varðandi þróun á “end-to-end” viðskiptaferlum, ásamt því hvernig áherslupunktar í þróun og rekstri á viðskiptahugbúnaði er að færast frá rekstri á flóknum vél- og hugbúnaði (hardware and software) yfir í einfaldara umhverfi sem tekur fyrst fremst mið af framleiðnisaukningu, viðskiptaþróun og viðskiptaárangri. Einnig verður rætt um hvernig PaaS lausnir á borð við Salesforce.com og Heroku bjóða upp á nýja og spennandi möguleika sem tengjast samfélagsmiðlum og farsímavæðingu fyrirtækja.

Rakel Sölvadóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri Skema. Rakel er með B.Sc. í tölvunarfræði og hefur lokið tveimur árum í Sálfræði við HR. Hún hefur starfað í hugbúnaðargeiranum frá því 1998 við hugbúnaðarþróun, verkefna- og hópstjórn. Síðan 2011 hefur hún unnið að uppbyggingu á menntun í takt við tækniþróun með því að þróa aðferðafræði til að kenna ungu fólki frá 6 ára aldri að forrita. Rakel var kosin Nörd Ársins í janúar 2013 af jafningjum og ber þann titil stolt.

Snæbjörn Ingi Ingólfsson er lausnaráðgjafi hjá Nýherja. Hann útskrifaðist úr tölvunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2002.  Hann er með rúmlega 17 ára reynslu í faginu og hefur komið að flestum hlutum þess, s.s. forritun, rekstri, og kaupum og sölu á upplýsingakerfum.  Helstu áherslurnar um þessar mundir eru, samskiptalausnir, umsýslulausnir, hýsingu og rekstur.

Er tölvupósturinn að deyja á kostnað nýrra samskiptaforma? Tölvupóstur er ómarkviss samskiptatæki og skilvirkni getur verið lítil. Hver kannast ekki við ""Inbox"" með gríðarlegu magni af ólesnum pósti, eða að senda tölvupóst á einhvern tengilið sem svarar seint og illa. Þetta getur gert það að verkum að ákvarðanataka sé hæg og ferlar óáreiðanlegir. Á komandi árum kemur inn ný kynslóð notenda á vinnumarkaðinn sem hefur aldrei sent tölvupóst og mun ekki nota tölvupóst, því þeirra reynsla er að það er miklu árangursríkara að hafa samskipti í gegnum samfélagsmiðla. 

Sigurður Fjalar Jónsson. Framhaldsskólakennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og verkefnastjóri við IÐAN fræðslusetur (www.idan.is). 

Fyrirlestur Sigurðar mun fjalla um þróunarverkefni innan FB og Verslunarskóla Íslands í samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Samtök upplýsingatæknifyrirtækja. Verkefnið snýr að smíði nýrrar námsbrautar í upplýsingatækni á framhaldsskólastigi.

Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir. Háskólapróf í bókmenntum, íslensku og hagnýtri fjölmiðlun ásamt kennsluréttindum. Bakgrunnur úr kennslu og fjölmiðlum, stofnadi hugbúnaðarfyrirtækisins Locatify.

Fjallað verður um hvernig ratleikir í snjallsímum hafa nýst í skólastarfi og í vettvangsferðum í jarðvanga. Locatify hefur verið í samstarfi við kennara og náttúrufræðinga við gerð ratleikja þar sem hefðbundið námsefni er sett fram á nýstárlegan hátt í útikennslu. Í CMS kerfi Locatify geta nemendur og kennarar búið til ratleiki uppúr námsefninu og gefið þá út í appi. Rætt verður um þróunarverkefni þar sem íslenskar barnabækur eru gefnar út í snjallbúnaði sem gagnvirkar bækur, notaðar til lestrar- og tungumálkennslu. Rætt verður um kosti þess að nýta snjallbúnað í verkefnavinnu og próftöku.

Steinþór Bjarnason, Consulting Systems Engineer, office of the CTO, Cisco Europe. Steinþór hefur starfað hjá Cisco Systems síðan árið 2000 ár og vinnur þar sem einn fremsti sérfræðingur Cisco innan skýjaöryggis (Cloud Computing Security) og Autonomic Networking.  Einnig vinnur Steinþór að því að meta áhrif tækniþróunar á samfélagið og hvernig tækniheimurinn muni þróast í framtíðinni. Steinþór heldur reglulega fyrirlestra um öryggismál á alþjóðlegum ráðstefnum, er meðhöfundur að Cisco Press bók um Lag 2 öryggi og er einnig meðhöfundur að tveimur IETF RFC drafts. Steinþór er með BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. 

Tækniþjóðfélagið árið 2020:  Í 2020 ferðu ekki lengur í vinnuna, vinnan er hjá þér (The Technological society of 2020 : By 2020 you will) do work – not go to work. Í 2020 þá munum við ekki lengur fara í vinnuna,  við stjórnum því sjálf hver vinnustaðurinn er og hvenær við vinnum.  Meginhluti okkar samskipta mun fara fram í þrívíddar sýndarveruleikuheimi og vinnustaðurinn er allur heimurinn".  Þetta eru nokkrir af punktunum sem fjallað verður um í framtíðarsýn Cisco sem Cisco Innovation Consulting Engineering hefur verið að vinna að á undarförnu.  Það er alltaf erfitt að spá um framtíðina en þegar við lítum á þær breytingar sem þegar hafa orðið síðustu 10 árin, þá er mjög líklegt að við stöndum fyrir framan einni af þeim stærstu byltingum sem hafa verið í mannlegum samskiptum frá upphafi tíma.

Sæmundur E. Þorsteinsson lauk prófi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands 1982 og Dipl.-Ing. prófi í fjarskiptaverkfræði frá Tækniháskólanum í Darmstadt í Þýskalandi 1987.  Hann starfaði hjá Háskóla Íslands 1982-1983 og 1987-1997, hjá Símanum 1997-2011 þegar hann fluttist til Mílu og síðan Skipta. Þar starfar hann nú við stefnumörkun tæknimála fyrir samstæðuna. Sæmundur hefur tekið þátt í fjölda rannsóknarverkefna í fjarskiptum, m.a. á vettvangi Rannís, Evrópusambandsins og Eurescom GmbH þar sem hann var formaður 2007-2011. Sæmundur sat í fjarskiptaráði 2007-2010, var formaður fjarskiptahóps Ský 2007-2010, hefur setið í stjórn IEEE á Íslandi frá 2005 og er nú formaður. Sæmundur hefur kennt fjarskiptafræði við Tækniháskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík síðan 2005. Áður kenndi hann ýmis námskeið við Háskóla Íslands.

4G - vonir, væntingar, veruleiki

Tryggvi Björgvinsson, verkefnastjóri aðgerðaáætlunar um innleiðingu á frjálsum og opnum hugbúnaði hjá opinberum aðilum. Tryggvi Björgvinsson er hugbúnaðar- og tölvuverkfræðingur sem hefur sérhæft sig í frjálsum og opnum hugbúnaði. Hann hefur meðal annars skrifað doktorsverkefni um frjálsan og opinn hugbúnað og aðstoðað stjórnvöld um málefni sem tengjast frjálsum og opnum hugbúnaði, bæði sem verktaki og sem opinber starfsmaður. Fyrir stjórnvöld hefur hann meðal annars verið ráðgjafi varðandi stefnu stjórnvalda um frjálsan og opinn hugbúnað, skrifað handbók um stafrænt frelsi, verið opinberum aðilum innan handar í tilraunaverkefnum, þróað frjálsan og opinn hugbúnað og undanfarið ár starfað sem verkefnastjóri aðgerðaáætlunar um innleiðingu á frjálsum og opnum hugbúnaði hjá opinberum aðilum. Tryggvi er auk þess meðlimur í FSFÍ, Félagi um stafrænt frelsi á Íslandi.

Aðgerðaáætlun um innleiðingu á frjálsum hugbúnaði hjá opinberum aðilum. 1. mars 2012 settu innanríkisráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti af stað eins árs verkefni um að fylgja eftir aðgerðaáætlun um innleiðingu á frjálsum og opnum hugbúnaði hjá opinberum aðilum. Markmið verkefnisins var að gera innleiðingu á frjálsum og opnum hugbúnaði að raunverulegum valkosti fyrir opinbera aðila. Aðgerðaáætlunin samanstóð af 18 umfangsmiklum verkefnum og 5 tilmælum. Verkefninu lýkur formlega 1. febrúar 2013. Í erindinu fjallar verkefnastjóri þessa verkefnis, Tryggvi Björgvinsson, um aðgerðaáætlunina, hvað tókst og hvað ekki, hvaða breytingar þurfti að gera á verkefninu, hvað kom út úr því og hver eru næstu skref.

dr Ýmir Vigfússon er lektor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og meðstofnandi öryggisfyrirtækisins Syndis. Hann rannsakar tölvuský, dreifð netkerfi og tölvuöryggi, og hefur gefið út fjölda vísindagreina á viðurkenndum ráðstefnum og tímaritum. Ýmir kennir jafnframt á stýrikerfi, netkerfi og tölvuöryggi, og skipuleggur meðal annars hinar vinsælu Hakkarakeppnir HR. Hann útskrifaðist með doktorspróf frá Cornell háskóla í Bandaríkjunum árið 2009 og stundaði því næst rannsóknir hjá IBM Research til 2011.
Rich Smith is a Co-Founder, CEO and Principal Researcher at Syndis, and works out of the NYC office. Rich has worked professionally in the space of offensive security for over 10 years where his research has been focused on the areas offensive tooling & framework design, post-exploitation strategies along with continual vulnerability research and exploit development. In addition to his research Rich performs consulting and attack services across a range of verticals including National Security, Financial, Technology, and the Entertainment industry. Rich also regularly acts as an outside expert in a range of technical capacities, and has lectured on Information Security topics at academic institutions in the UK, US and Iceland. Prior to co-founding Syndis, Rich led the Attack Technology Division at Kyrus Tech (DC), held a Vice President role at Morgan Stanley (NY) as the lead cyber-threat specialist, was a senior researcher at Immunity Inc (FL) and led the Research In Offensive Technologies & Threats group at Hewlett-Packard European Labs (UK). Rich is an internationally recognised expert and has spoken at numerous conferences, both public and private (including UT-Messan) and has participated in industry, government and community sponsored information security groups and initiatives.

Þar sem stór hluti fyrirtækja og einstaklinga notar aðkeyptar vírusvarnir og annan búnað til þess að verja sig gegn tölvuárásum er vert að meta raunveruleg gæði slíkra varna miðað við kostnað þeirra. Í þessum fyrirlestri sýnum við og útskýrum týpiskt "hakk": einfaldar leiðir sem hakkarar nota til að sniðganga hefðbundin varnarkerfi sem einstaklingar og fyrirtæki nota. Þá verður fjallað um ójafnvægið í þessum kattar og músaleik þegar kemur að gildi og áreiðanleika varna, hagsmunum fyrirtækjanna sem þær selja og ásæknum hökkurum.