Skip to main content
FJARSKIPTI (COMMUNICATION)    Silfurberg B    10:45

Áreiðanleg og áfallaþolin net

Fyrirlesturinn gengur út á að kynna stefnumörkun fjarskiptayfirvalda þar sem mælanleg markmið hafa verið sett fram um áreiðanleg og áfallaþolnari net. Íslendingar hafa lengi barist við náttúruöflin og er okkur tamt að bregðast tafalaust við aðstæðum sem oft geta verið ófyrirsjáanlegar. Þá eru ýmsar fyrirbyggjandi ráðstafanir sem gerðar eru í fjarskiptageiranum til að tryggja rekstraröryggi netþjónustu fyrir endanotandann lykilatriði. Verkefnið gengur út á mikilvægi þess að hafa ekki öll eggin í sömu körfu þegar kemur að högun grunnfjarskiptaneta með áherslu á að varaleiðir eða aðrar ráðstafanir séu tiltækar þegar truflanir eða rof verða á almennri fjarskipaþjónustu eins og farnetsþjónstu og net- og Internetþjónustu fyrir endanotendur.
Njörður Tómasson, Fjarskiptastofa
Netsérfræðingur á Innviðasviði
Njörður hefur starfað í kringum upplýsingatækni, fjarskiptanet, internet og hugbúnaðarþróun frá árinu 1998. Njörður starfaði hjá Skímu Internetþjónustu sem sameinaðist Símanum um aldamótin 2000. Á þeim tíma tók Njörður þátt í uppbyggingu á einu af fyrstu samfélagsmiðlakerfum heims, "hugi.is" ásamt því að sinna vöruþróun í einu af fyrstu VOIP eða internet símalausnum sem bar heitið "Netsíminn". Á árunum 2002-2011 starfaði Njörður við stofnnetsuppbyggingu og rekstur hjá Orkufjarskiptum (eldra heiti Fjarski), lengst af sem framkvæmdastjóri. Njörður sinnti vöruþróun hjá Símanum og Mílu á sviði Carrier Ethernet stofnneta. Njörður hefur einnig starfað við vöru og viðskiptaþróun hjá Símafélaginu sem rann inn í NOVA (nú VIP fyrirtækjasvið) sem ráðgjafi hjá Ljósleiðaranum við vöru og viðskiptaþróun, og undanfarin 5 ár hjá Sýn hf. (Vodafone) í vöru og viðskiptaþróun með áherslu á net- og skýjaþjónustu. Í dag starfar Njörður hjá Fjarskiptastofu og er verkefnastjóri verkefnis sem kallað er "Áreiðanleg og áfallaþolin net" Njörður hefur lokið BA prófi í Sálfræði frá Háskóla Íslands og síðan eManagement MBA námi frá Copenhagen Business School með áherslu á stafræna umbreytingu.
LinkedIn logo
Fyrirlesturinn gengur út á að kynna stefnumörkun fjarskiptayfirvalda þar sem mælanleg markmið hafa verið sett fram um áreiðanleg og áfallaþolnari net. Íslendingar hafa lengi barist við náttúruöflin og er okkur tamt að bregðast tafalaust við aðstæðum sem oft geta verið ófyrirsjáanlegar. Þá eru ýmsar fyrirbyggjandi ráðstafanir sem gerðar eru í fjarskiptageiranum til að tryggja rekstraröryggi netþjónustu fyrir endanotandann lykilatriði. Verkefnið gengur út á mikilvægi þess að hafa ekki öll eggin í sömu körfu þegar kemur að högun grunnfjarskiptaneta með áherslu á að varaleiðir eða aðrar ráðstafanir séu tiltækar þegar truflanir eða rof verða á almennri fjarskipaþjónustu eins og farnetsþjónstu og net- og Internetþjónustu fyrir endanotendur.
Njörður Tómasson, Fjarskiptastofa
Netsérfræðingur á Innviðasviði
Njörður hefur starfað í kringum upplýsingatækni, fjarskiptanet, internet og hugbúnaðarþróun frá árinu 1998. Njörður starfaði hjá Skímu Internetþjónustu sem sameinaðist Símanum um aldamótin 2000. Á þeim tíma tók Njörður þátt í uppbyggingu á einu af fyrstu samfélagsmiðlakerfum heims, "hugi.is" ásamt því að sinna vöruþróun í einu af fyrstu VOIP eða internet símalausnum sem bar heitið "Netsíminn". Á árunum 2002-2011 starfaði Njörður við stofnnetsuppbyggingu og rekstur hjá Orkufjarskiptum (eldra heiti Fjarski), lengst af sem framkvæmdastjóri. Njörður sinnti vöruþróun hjá Símanum og Mílu á sviði Carrier Ethernet stofnneta. Njörður hefur einnig starfað við vöru og viðskiptaþróun hjá Símafélaginu sem rann inn í NOVA (nú VIP fyrirtækjasvið) sem ráðgjafi hjá Ljósleiðaranum við vöru og viðskiptaþróun, og undanfarin 5 ár hjá Sýn hf. (Vodafone) í vöru og viðskiptaþróun með áherslu á net- og skýjaþjónustu. Í dag starfar Njörður hjá Fjarskiptastofu og er verkefnastjóri verkefnis sem kallað er "Áreiðanleg og áfallaþolin net" Njörður hefur lokið BA prófi í Sálfræði frá Háskóla Íslands og síðan eManagement MBA námi frá Copenhagen Business School með áherslu á stafræna umbreytingu.
LinkedIn logo