Skip to main content
REKSTUR (OPERATION)    Silfurberg A    14:05

Innlit í lagaheim netöryggis - NIS-2 tilskipun ESB

Ný netöryggislöggjöf ESB er bæði djúp og breið. Hún nær til mun fleiri sviða atvinnulífsins er núgildandi netöryggislöggjöf hér á landi gerir. Hún leggur á ríkar kröfur um virkt stjórnkerfi upplýsingaöryggis, sérstakar öryggisráðstafanir og tilkynningarskyldu. Þá eykur hún ábyrgð æðstu stjórnenda á netöryggi fyrirtækja og opinbera aðila sem og kveður á um virkt áhættumiðað eftirlit og auknar sektarheimildir. Í fyrirlestrinum verður gefið innlit inn í hina nýju tilskipun og hvers er að vænta þegar kemur að umfangi hennar og þeim lágmarkskröfum sem aðilar munu þurfa að innleiða.
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir og Þórdís Rafnsdóttir, Fjarskiptastofa
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir er sviðsstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu. Sviðið fer með eftirlit með net- og upplýsingaöryggi stafrænna grunnvirkja og fjarskiptafyrirtækja hér á landinu.
Unnur Kristín er lögfræðingur í grunninn en hefur einnig lokið LLM gráðu í Evrópurétti frá Edinborgarháskóla, námi í fjarskipta- og fjölmiðlarétti frá Florence School of Regulation á Ítalíu og PLC gráðu í opinberri stefnumótun og leiðtogahæfni frá Harvard háskóla.
 
Þórdís Rafnsdóttir er lögfræðingur og starfar á sviði Stafræns Öryggis hjá Fjarskiptastofu. Hún hefur unnið að verkefnum sem varða NIS2 löggjöfina frá því hún hóf störf hjá Fjarskiptastofu.
Ný netöryggislöggjöf ESB er bæði djúp og breið. Hún nær til mun fleiri sviða atvinnulífsins er núgildandi netöryggislöggjöf hér á landi gerir. Hún leggur á ríkar kröfur um virkt stjórnkerfi upplýsingaöryggis, sérstakar öryggisráðstafanir og tilkynningarskyldu. Þá eykur hún ábyrgð æðstu stjórnenda á netöryggi fyrirtækja og opinbera aðila sem og kveður á um virkt áhættumiðað eftirlit og auknar sektarheimildir. Í fyrirlestrinum verður gefið innlit inn í hina nýju tilskipun og hvers er að vænta þegar kemur að umfangi hennar og þeim lágmarkskröfum sem aðilar munu þurfa að innleiða.
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir og Þórdís Rafnsdóttir, Fjarskiptastofa
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir er sviðsstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu. Sviðið fer með eftirlit með net- og upplýsingaöryggi stafrænna grunnvirkja og fjarskiptafyrirtækja hér á landinu.
Unnur Kristín er lögfræðingur í grunninn en hefur einnig lokið LLM gráðu í Evrópurétti frá Edinborgarháskóla, námi í fjarskipta- og fjölmiðlarétti frá Florence School of Regulation á Ítalíu og PLC gráðu í opinberri stefnumótun og leiðtogahæfni frá Harvard háskóla.
 
Þórdís Rafnsdóttir er lögfræðingur og starfar á sviði Stafræns Öryggis hjá Fjarskiptastofu. Hún hefur unnið að verkefnum sem varða NIS2 löggjöfina frá því hún hóf störf hjá Fjarskiptastofu.