Skip to main content
STAFRÆN ÞRÓUN (DIGITALIZATION)    Eldborg    15:00

Úr kaos í kassann

Hvernig fer þjónustu- og nýsköpunarsvið Reykjavíkurborgar að því að greiða úr allri þeirri eftirspurn sem hefur skapast síðastliðin 4-5 ár við að koma stafrænum verkefnum á koppinn. Það sem skiptir máli er að skapa strúktur, vera með gegnsæi í verkefnavali, hnitmiðaða forgangsröðun og umfram allt faglega verkefnastýringu. Hvernig förum við að þessu? Með frábæru starfsfólki sem vinnur saman sem ein heild og hjólar í umbreytinguna. Mikilvægt er að vera sífellt á tánum, tilbúin til að breyta, bæta og þróa og umfram allt að koma sér úr kaos-inu og svolítið inn í kassann.
Eva Björk Björnsdóttir, Reykjavíkurborg
Verkefnaskráarstjóri
Eva er verkefnaskráarstjóri hjá stafrænni Reykjavík. Hún hóf störf hjá borginni í september 2022 eftir að hafa starfað hjá Sýn sem verkefnastjóri og þar á undan hjá Arion banka í ein 10 ár sem verkefnastjóri og einnig sem þjónustu- og vörustjóri með ýmis fjölbreytt verkefni á sínum snærum. Eva hefur komið að fjölmörgum stafrænum verkefnum, mótað og þróað verkefnastofu, verkefnaskrá og verkefnaráð.
Eva er með fjölbreytta menntun, hún er hagfræðingur með verkfræði sem aukagrein, nám í verðbréfamiðlun og verkefnastjórnun frá HR. Auk þess er hún með sveinspróf í snyrtifræði. Þegar þú hittir Evu máttu búast við því að á meðan hún talar um faglega verkefnastýringu þá greinir hún húðina þína í leiðinni eða jafnvel skipuleggur brúðkaupið þitt, nánast allt óumbeðið! Hún er eins og gangandi svissneskur vasahnífur.
LinkedIn logo
Hvernig fer þjónustu- og nýsköpunarsvið Reykjavíkurborgar að því að greiða úr allri þeirri eftirspurn sem hefur skapast síðastliðin 4-5 ár við að koma stafrænum verkefnum á koppinn. Það sem skiptir máli er að skapa strúktur, vera með gegnsæi í verkefnavali, hnitmiðaða forgangsröðun og umfram allt faglega verkefnastýringu. Hvernig förum við að þessu? Með frábæru starfsfólki sem vinnur saman sem ein heild og hjólar í umbreytinguna. Mikilvægt er að vera sífellt á tánum, tilbúin til að breyta, bæta og þróa og umfram allt að koma sér úr kaos-inu og svolítið inn í kassann.
Eva Björk Björnsdóttir, Reykjavíkurborg
Verkefnaskráarstjóri
Eva er verkefnaskráarstjóri hjá stafrænni Reykjavík. Hún hóf störf hjá borginni í september 2022 eftir að hafa starfað hjá Sýn sem verkefnastjóri og þar á undan hjá Arion banka í ein 10 ár sem verkefnastjóri og einnig sem þjónustu- og vörustjóri með ýmis fjölbreytt verkefni á sínum snærum. Eva hefur komið að fjölmörgum stafrænum verkefnum, mótað og þróað verkefnastofu, verkefnaskrá og verkefnaráð.
Eva er með fjölbreytta menntun, hún er hagfræðingur með verkfræði sem aukagrein, nám í verðbréfamiðlun og verkefnastjórnun frá HR. Auk þess er hún með sveinspróf í snyrtifræði. Þegar þú hittir Evu máttu búast við því að á meðan hún talar um faglega verkefnastýringu þá greinir hún húðina þína í leiðinni eða jafnvel skipuleggur brúðkaupið þitt, nánast allt óumbeðið! Hún er eins og gangandi svissneskur vasahnífur.
LinkedIn logo