Skip to main content

TÆKNIDAGUR UTMESSUNNAR - LAUGARDAGINN 4. FEBRÚAR KL. 10 - 17 icon robot

SÝNINGARSVÆÐI UTMESSUNNAR OPIÐ ALLAN DAGINN - LÍF OG FJÖR - ÓKEYPIS INN FYRIR ALLA

Helstu tæknifyrirtæki og skólar sýna það nýjasta í dag og gefst gestum tækifæri til að prófa nýjustu tækni. Dagskrá í öllum sölum Hörpu.
- alls kyns getraunir, keppnir og leikir í gangi, gjafir fyrir gesti og gangandi

ELDBORG

Tilraunir með Vísinda Villa

Vilhelm Anton Jónsson eða Vísinda Villi, opnar dyrnar að töfraheimi vísindanna með skemmtilegum tilraun sem gleðja jafnt, yngstu sem elstu gesti UT messunar.

Sýningarnar verða þrjár. Kl. 13, 14 og 15 og hver sýning um 25 mínútur.

VisindaVilli minni

NORÐURLJÓS

Sjáðu og prófaðu tækninýjungar á vegum Háskólans í Reykjavík
  • Plokkari.is er kortlagningarkerfi sem hvetur til aukinnar umhverfisverndar og stuðlar um leið að heilsueflandi hreyfingu
  • Eyddu tíma með róbótum í róbótagryfju HR
  • Svefnbyltingin - komdu og kynntu þér umfangsmiklar og byltingarkenndar rannsóknir svefnsetursins
  • Skema býður gestum og gangandi að kynna sér tónsmíðar, vélmennagryfju og margt fleira.
  • Sprettur og fettur? Hvað hleypur þú hratt?
  • Stekkur þú jafn hátt og landsliðsmaður í handbolta?
  • Hvernig býrðu til tölvuleik?
  • Hvað veist þú um HR?
  • Fáðu þér sæti um borð í alvöru formúlubíl sem var hannaður og settur saman af nemendum í HR!
  • Hvernig má nota vélrænt gagnanám til að spá fyrir hegðun fiska við veiðarfæri?
  • Máltækni: talgreining + talgervill fyrir íslensku
  • Gagnvirk forritun með Systrum, félagi kvenna í tölvunarfræði við HR

SILFURBERG (A)

Sjáðu og prófaðu tækninýjungar á vegum Háskóla Íslands
  • Vísindasmiðjan leiðir gesti inn í leyndardóma vísindanna
  • Nemendur í Team Spark sýna og fræða gesti um nýja rafmagnsknúna kappaksturbílinn
  • Kynntu þér vélar og tæki nemenda í tæknifræði við Háskóla Íslands
  • Kynning á smáforritinu HorseDay – stafrænni hestadagbók sérsniðin að íslenska hestinum
  • Samantektarlíkan fyrir íslenskt mál - kynning á meistaraverkefni í tölvunarfræði
  • Mixtúra, sköpunar og upplýsingatækniver - UT hreyfing og gagnaukinn veruleiki

SILFURBERG (B)

Hönnunarkeppni véla- og iðnverkfræðinema frá kl. 12 - 15

Hægt að ganga inn og út að vild á meðan á keppninni stendur. Einnig er hægt að fylgjast með æfingum fyrir hádegi.

Hönnunarkeppni Háskóla Íslands er árlegur viðburður sem haldinn er af véla- og iðnaðarverkfræðinemum. Keppendur þurfa að hanna og smíða róbóta sem þurfa að leysa ýmsar þrautir á keppnisdag. Þeirri hönnun sem gengur best hlýtur fyrstu verðlaun. Verkís og Marel eru bakhjarlar keppninnar ásamt UTmessunni.

icon gear

RÍMA

Rafíþróttir

Arena býður gestum að prófa kraftmestu leikjatölvur á markaðnum í dag frá Alienware.

Rafíþróttaþjálfari mun skipuleggja lítil tölvuleikja mót í helstu tölvuleikjunum fyrir gesti og gangandi. Mótin verða á klukkutíma fresti í Counter strike, Valorant og Rocket League. 

Yfir daginn geta gestir einnig kynnst ört vaxandi rafíþróttasenunni á Íslandi hjá Rafíþróttasambandi Íslands og Arena.

SÝNINGARSVÆÐI

STÓRSÝNING Á GÖMLUM TÖLVUBÚNAÐI

Hefur þú séð gataspjaldavél?

Meðal þess sem verður til sýnis eru gagnavinnslutæki frá árunum 1950 til 1960 sem notuð voru hjá Skýrsluvélum Ríkisins og Reykjavíkurborgar (SKÝRR). Þetta eru svokallaðar gatspjaldavélar. Þær elstu komu á markað 1929.

Einnig verður til sýnis talvert af tölvubúnaði sem var í notkun á Íslandi milli 1980 og 2000.  Um 1980 koma ýmsar smátölvur á markað ásamt einkatölvunum og er töluvert þeim til sýnis ásamt fylgihlutum svo sem prenturum, mótöldum, beinum, segulbandstöðum, geisladrifum, diskageymslum, netþjónum, skjáum, o.fl.  Að auki verða sýndar ýmsar skrifstofuvélar svo sem ritvélar, reiknivélar, búðarkassar og fleira.

KALDALÓN

Streymi tölvuleikjakeppni

Kl. 13:00 Alvöru streymi með öllum tilheyrandi tæknibúnaði sem þarf til.  Bestu FIFA spilarar landsins keppa á sviðinu og síðar geta gestir fengið að spreyta sig í leiknum móti alvöru rafíþróttamönnum.

Kl. 15:00 Streymt verður frá móti í Valorant þar sem keppendur spila til sigurs. Lýsendur ‘’casta’’ leiknum live fyrir áhorfendur.

HÖRPUHORN

icon sign

SÝNINGARBÁSAR FYRIRTÆKJA icon binary

Margt spennandi er að finna hjá fyrirtækjunum á sýningarsvæðinu og má þar meðal annars nefna:

Origo: Kíktu við á Origo básinn og leiktu þér með gervigreind. Með örfáum strokum á snertiskjá skapar þú fallegar náttúruljósmyndir á örfáum sekúndum. Á Origo básnum getur þú líka tekið þátt í happdrætti og unnið glæsilegan vinning ásamt því að fá aðgang að góðum afslætti á Lenovo búnaði.

OK: Komdu í knús hjá OK. Á LED básnum okkar getur þú tekið þátt í stafrænu lukkuhjóli OK, fræðst um Stafrænt Faðmlag,  skoðað glæsilegan notendabúnað frá HP og gætt þér á KnúsÍs frá Kjörís.

Marel: Marel fagnar 40 árum af nýsköpun og umbyltingu matvælaiðnaðarins með veggmynd málaðri á staðnum af Snorra Eldjárn og Skiltamálun Reykjavíkur. Litablöð í boði fyrir listafólk framtíðarinnar.

Hugverkastofan: Á bás Hugverkastofunnar getur þú tekið þátt í vörumerkjaleik og kannað hversu vel þú þekkir skráð vörumerki íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Veglegir vinningar í boði.

SecureIT: Komdu í ömmukaffi í bás SecureIT á UTmessunni. Pönnsur og möffins og spjall um netöryggi getur ekki klikkað! Veist þú hver eru 10 algengustu lykilorðin á Íslandi? Er þitt lykilorð á Top 10 listanum?! Kíktu á okkur og við segjum þér hvernig ÖRYGGI ER MENNING.... svona eins og kaffi hjá ömmu.

Valit RáðgjöfBýr í þér innbrotsþjófur eða pútt meistari? Komdu og prófaðu að pikka upp lása eða farðu holu í einu höggi, glæsilegir vinningar.